Lést viku eftir frumsýningu Útkalls: „Hann var svo þakklátur að fá að faðma bjargvættinn sinn“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 07:00 Ingvi Hallgrímsson var einn af skipbrotsmönnunum á Dísarfelli, sem sökk á milli Íslands og Færeyja þann 9. mars 1997. Skjáskot „Í vikunni sem Ingvi lést hringdi hann í mig til að segja mér hvað honum fannst þátturinn koma vel út og hvað það hafði mikla þýðingu fyrir hann að hafa fengið óvænt að hitta Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra. „Bjargvætturinn minn,“ sagði hann hrærður þegar hann faðmaði Benna,“ segir Óttar Sveinsson, stjórnandi Útkallsþáttanna á Vísi. Fyrir skömmu var sýndur þáttur um það þegar Dísarfell, skip Samskipa, sökk á milli Færeyja og Íslands í mars árið 1997. Þar kom fram að Ingvi Hallgrímsson var einn eftir í sjónum, og þyrlan TF-LÍF lögð af stað til Íslands, þegar uppgötvaðist að hann vantaði. Þá upphófst mikið kapphlaup við tímann við að finna Ingva og bjarga honum. Útför Ingva fór fram í gær en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. janúar síðastliðinn. Ingvi starfaði lengi hjá Kaupfélaginu í Búðardal og síðar fyrir Samskip þar sem hann sigldi með Dísarfellinu og eftir það var hann á viðgerðarverkstæði Samskipa. Ákvað að koma Ingva á óvart „Ég minnist Ingva með mikilli hlýju. Ég tók við hann viðtal fyrir bókina sem kom út árið 1997 – nokkrum mánuðum eftir að Dísarfellið sökk. Leiðir okkar lágu svo saman í nóvember síðastliðnum þegar við vorum að taka upp Útkallsþættina fyrir Vísi. Ingvi var fyrst heldur tregur til að koma í viðtal en kom samt,“ segir Óttar. Það var stutt í tárin þegar þeir Ingvi og Benóný voru sameinaðir á ný í fyrsta skiptið síðan 1997 í þætti Útkalls nú á dögunum.Skjáskot „Ég lofaði honum að hann yrði ánægður þegar hann færi heim. Ég var þá búinn að ákveða nokkuð sem hann vissi ekki af. Þegar leið á upptökuna vorum við Heiðar Aðalbjörnsson framleiðandi búnir að undirbúa að koma honum og Valdimari Sigþórssyni, félaga hans af Dísarfellinu, á óvart með því að leiða Benóný þyrluflugstjóra óvænt inn.“ Þegar þremenningarnir hittust svo fengu allir gæsahúð og gleðitár á hvarm. Svo innilegt var augnablikið. Ég mun aldrei gleyma því hvað þetta gaf þremenningunum mikið. Það er svo mikilvægt að fá að þakka fyrir lífsbjörg og líka að taka við þakklæti. „Ingvi hringdi svo í mig þegar þátturinn hafði verið sýndur, alsæll og þakklátur. Honum fannst þetta koma svo vel út. Mér brá því mikið þegar frændi hans, Birgir Óskarsson, önnur söguhetja úr Útkallsbókunum, ættaður úr Búðardal eins og Ingvi, hringdi í mig fjórum dögum eftir símtalið þar sem hann sagði mér að Ingvi hefði orðið bráðkvaddur. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Ingvi var einstaklega svipsterkur og fallegur persónuleiki,“ segir Óttar. Útkallsþættirnir eru sýndir á Vísi á sunnudögum. Horfa má á alla Útkallsþættina á Vísi hér fyrir neðan: Útkall Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Fyrir skömmu var sýndur þáttur um það þegar Dísarfell, skip Samskipa, sökk á milli Færeyja og Íslands í mars árið 1997. Þar kom fram að Ingvi Hallgrímsson var einn eftir í sjónum, og þyrlan TF-LÍF lögð af stað til Íslands, þegar uppgötvaðist að hann vantaði. Þá upphófst mikið kapphlaup við tímann við að finna Ingva og bjarga honum. Útför Ingva fór fram í gær en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 20. janúar síðastliðinn. Ingvi starfaði lengi hjá Kaupfélaginu í Búðardal og síðar fyrir Samskip þar sem hann sigldi með Dísarfellinu og eftir það var hann á viðgerðarverkstæði Samskipa. Ákvað að koma Ingva á óvart „Ég minnist Ingva með mikilli hlýju. Ég tók við hann viðtal fyrir bókina sem kom út árið 1997 – nokkrum mánuðum eftir að Dísarfellið sökk. Leiðir okkar lágu svo saman í nóvember síðastliðnum þegar við vorum að taka upp Útkallsþættina fyrir Vísi. Ingvi var fyrst heldur tregur til að koma í viðtal en kom samt,“ segir Óttar. Það var stutt í tárin þegar þeir Ingvi og Benóný voru sameinaðir á ný í fyrsta skiptið síðan 1997 í þætti Útkalls nú á dögunum.Skjáskot „Ég lofaði honum að hann yrði ánægður þegar hann færi heim. Ég var þá búinn að ákveða nokkuð sem hann vissi ekki af. Þegar leið á upptökuna vorum við Heiðar Aðalbjörnsson framleiðandi búnir að undirbúa að koma honum og Valdimari Sigþórssyni, félaga hans af Dísarfellinu, á óvart með því að leiða Benóný þyrluflugstjóra óvænt inn.“ Þegar þremenningarnir hittust svo fengu allir gæsahúð og gleðitár á hvarm. Svo innilegt var augnablikið. Ég mun aldrei gleyma því hvað þetta gaf þremenningunum mikið. Það er svo mikilvægt að fá að þakka fyrir lífsbjörg og líka að taka við þakklæti. „Ingvi hringdi svo í mig þegar þátturinn hafði verið sýndur, alsæll og þakklátur. Honum fannst þetta koma svo vel út. Mér brá því mikið þegar frændi hans, Birgir Óskarsson, önnur söguhetja úr Útkallsbókunum, ættaður úr Búðardal eins og Ingvi, hringdi í mig fjórum dögum eftir símtalið þar sem hann sagði mér að Ingvi hefði orðið bráðkvaddur. Ég votta aðstandendum mína innilegustu samúð. Ingvi var einstaklega svipsterkur og fallegur persónuleiki,“ segir Óttar. Útkallsþættirnir eru sýndir á Vísi á sunnudögum. Horfa má á alla Útkallsþættina á Vísi hér fyrir neðan:
Útkall Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira