Ágúst Eðvald: Veit alveg hvað í mér býr Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. febrúar 2024 09:00 Ágúst Eðvald kann vel við sig í Kaupmannahöfn. Akademisk Boldklub Gladsaxe Ágúst Eðvald Hlynsson samdi nýverið við AB Gladsaxe sem spilar í C-deildinni í Danmörku. Hann segir að ekki sé um að ræða skrif niður á við frá Breiðabliki þar sem hann spilaði á síðasta ári en nýir eigendur AB stefna hátt og er Ágúst Eðvald spenntur að vera hluti af því verkefni. „Ég heyrði af áhuga AB í október eða nóvember, var ekki mikið að velta þessu fyrir mér þá. Svo þegar tímabilið var búið þá sýndu þeir enn áhuga, þá leyfði ég mér að skoða þetta með umboðsmanninum mínum. Þetta þróaðist svo í þátt átt að ég endaði á að koma til þeirra, skoða aðstæður og svona.“ „Ég hugsa þetta þannig að um er að ræða lið með mikla sögu. Það eru nýir eigendur, keyptu félagið fyrir tæplega árið síðan. Eru að setja mikið inn í félagið, það er að ég held ekki einn leikmaður hjá félaginu í dag sem var þar þegar þeir tóku við því. Svo er verið að sækja leikmenn alls staðar að, mjög alþjóðlegt umhverfi.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Maður finnur að það er alvöru verkefni í gangi þarna, það er aðalástæðan fyrir að ég stökk á þetta. Fór út að skoða aðstæður, sá hversu metnaðarfullt félagið er og hvað það ætlar sér að gera þegar fram líða sundir.“ Á flakki undanfarin ár Hinn 23 ára gamli Ágúst Eðvald hefur verið á töluverðu flakki undanfarin ár en það á sér eðlilega útskýringu. „Eftir tímabilið 2020 er ég keyptur til AC Horsens í efstu deild Danmerkur. Það gerist síðan að þjálfarinn sem fær mig inn er látinn fara nokkrum leikjum eftir að ég kem til félagsins. Ég passa svo ekki í formúlu nýja þjálfarans og fer á lán til FH.“ „Þar gekk mér nægilega vel til að vera kallaður til baka. Leið samt ekki nægilega vel og fannst þetta ekki gott umhverfi fyrir mig. Fer svo í Val á láni og sem svo við Breiðablik fyrir síðustu leiktíð.“ „Tel mig hafa verið heppinn, maður lærir ekkert eðlilega mikið í þeim félögum sem ég hef verið í á Íslandi.“ „Ég veit alveg hvað í mér býr, er heppinn á fá þetta tækifæri í Danmörku en fyrir mér er þetta win-win. Ef ég spila vel og liðinu gengur vel förum við upp um deild sem er hrikalega sterkt. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að hjálpa félaginu að komast upp um deild, svo tökum við stöðuna.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Að vera atvinnumaður í Kaupmannahöfn og spila á velli sem tekur 14 þúsund manns er bara ævintýri.“ Að lokum var Ágúst Eðvald spurður út í yngri bróðir sinn, Kristian Nökkva. Sá hefur átt frábært tímabil með Ajax í Hollandi. Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar einu af mörkum sínum fyrir Ajax í vetur.Getty Images/Jeroen van den Berg „Myndi ekki segja að ég hafi kennt honum allt sem hann kann. Við ólumst tveir upp saman og vorum alltaf að naggast í hvor öðrum, hvort sem það var út á velli eða heima. Hann fékk líka alltaf að koma með okkur út á völl þrátt fyrir að vera mun yngri. Þar var honum tekið sem jafningja svo ég bombaði hann niður við öll tækifæri,“ sagði Ágúst Eðvald hlæjandi. „Er samt gjörsamlega geðveikt að sjá hversu vel honum gengur. Hann er á frábærum stað og það er rosalegt að sjá hversu langt hann er kominn miðað við aldur. Ég er ekkert eðlilega stoltur af honum.“ Fótbolti Breiðablik Danski boltinn Besta deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira
„Ég heyrði af áhuga AB í október eða nóvember, var ekki mikið að velta þessu fyrir mér þá. Svo þegar tímabilið var búið þá sýndu þeir enn áhuga, þá leyfði ég mér að skoða þetta með umboðsmanninum mínum. Þetta þróaðist svo í þátt átt að ég endaði á að koma til þeirra, skoða aðstæður og svona.“ „Ég hugsa þetta þannig að um er að ræða lið með mikla sögu. Það eru nýir eigendur, keyptu félagið fyrir tæplega árið síðan. Eru að setja mikið inn í félagið, það er að ég held ekki einn leikmaður hjá félaginu í dag sem var þar þegar þeir tóku við því. Svo er verið að sækja leikmenn alls staðar að, mjög alþjóðlegt umhverfi.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Maður finnur að það er alvöru verkefni í gangi þarna, það er aðalástæðan fyrir að ég stökk á þetta. Fór út að skoða aðstæður, sá hversu metnaðarfullt félagið er og hvað það ætlar sér að gera þegar fram líða sundir.“ Á flakki undanfarin ár Hinn 23 ára gamli Ágúst Eðvald hefur verið á töluverðu flakki undanfarin ár en það á sér eðlilega útskýringu. „Eftir tímabilið 2020 er ég keyptur til AC Horsens í efstu deild Danmerkur. Það gerist síðan að þjálfarinn sem fær mig inn er látinn fara nokkrum leikjum eftir að ég kem til félagsins. Ég passa svo ekki í formúlu nýja þjálfarans og fer á lán til FH.“ „Þar gekk mér nægilega vel til að vera kallaður til baka. Leið samt ekki nægilega vel og fannst þetta ekki gott umhverfi fyrir mig. Fer svo í Val á láni og sem svo við Breiðablik fyrir síðustu leiktíð.“ „Tel mig hafa verið heppinn, maður lærir ekkert eðlilega mikið í þeim félögum sem ég hef verið í á Íslandi.“ „Ég veit alveg hvað í mér býr, er heppinn á fá þetta tækifæri í Danmörku en fyrir mér er þetta win-win. Ef ég spila vel og liðinu gengur vel förum við upp um deild sem er hrikalega sterkt. Ég er fyrst og fremst að hugsa um að hjálpa félaginu að komast upp um deild, svo tökum við stöðuna.“ View this post on Instagram A post shared by Akademisk Boldklub Gladsaxe (@abfodbold) „Að vera atvinnumaður í Kaupmannahöfn og spila á velli sem tekur 14 þúsund manns er bara ævintýri.“ Að lokum var Ágúst Eðvald spurður út í yngri bróðir sinn, Kristian Nökkva. Sá hefur átt frábært tímabil með Ajax í Hollandi. Kristian Nökkvi Hlynsson fagnar einu af mörkum sínum fyrir Ajax í vetur.Getty Images/Jeroen van den Berg „Myndi ekki segja að ég hafi kennt honum allt sem hann kann. Við ólumst tveir upp saman og vorum alltaf að naggast í hvor öðrum, hvort sem það var út á velli eða heima. Hann fékk líka alltaf að koma með okkur út á völl þrátt fyrir að vera mun yngri. Þar var honum tekið sem jafningja svo ég bombaði hann niður við öll tækifæri,“ sagði Ágúst Eðvald hlæjandi. „Er samt gjörsamlega geðveikt að sjá hversu vel honum gengur. Hann er á frábærum stað og það er rosalegt að sjá hversu langt hann er kominn miðað við aldur. Ég er ekkert eðlilega stoltur af honum.“
Fótbolti Breiðablik Danski boltinn Besta deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Hareide fámall varðandi framtíð sína í starfi Sjá meira