Fótboltamaður skotinn til bana í miðjum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2024 11:31 Sergio Jáuregui spilaði lengi Atlético San Luis Rey liðið. Fésbók/Atlético San Luis Rey Við heyrum hverja fréttina á fætur annarri um óöld og ofbeldi í Mexíkó og menn virðast hvergi vera öruggir, ekki einu sinni inn á fótboltavellinum. Knattspyrnumaðurinn Sergio Jáuregui var skotinn til bana þar sem hann var að spila fótbolta í Mexíkó. Este domingo, alrededor de las 11 am, Sergio Jauregui, exjugador de los Arroceros de Cuautla, fue víctima de una ejecución en la cancha de fútbol de la colonia Santa Inés en Cuautla, Morelos. La violencia continúa impactando nuestra entidad. #JusticiaParaSergio #Cuautla pic.twitter.com/niGHNpQL2U— Red Morelos Noticias (@RedMorelos_N) January 28, 2024 Hann var þarna að spila vináttulandsleik í hádeginu á sunnudegi. Atvikið varð í borginni Cuautla sem er suður af Mexíkóborg. Mexíkanskir miðlar hafa sagt frá atvikinu og hafa fengið atburðarásina frá vitnum. Jáuregui fór að fá sér vatn við bekkinn þegar byssumaður veittist að honum og skaut hann sex sinnum. Skotmaðurinn flúði síðan í burtu á mótorhjóli sem beið eftir honum við innganginn á vellinum. ULTIMAN A SERGIO JAUREGUI, EX JUGADOR DE ARROCEROS DE CUAUTLA El ex jugador del equipo Arroceros de Cuautla, Sergio Jauregui, fue privado de la vida mañana de este domingo en la cancha de fútbol de la colonia Santa Inés de ese municipio, durante un encuentro amistoso. Los pic.twitter.com/S6v23kcvFx— 24 Morelos (@24_morelos) January 28, 2024 Það voru viðbragðsaðilar á svæðinu en þeir áttu enga möguleika á því að bjarga Jáuregui sem lést strax af sárum sínum. Jáuregui spilaði lengi fyrir mexíkanska fótboltaliðið Arroceros de Cuautla sem er frá þessu sama svæði þar sem morðið var framið. Fyrrum félag hans, Atlético San Luis Rey, þar sem hann var lengi fyrirliði, hefur minnst hans á miðlum sínum. „Við hörmum andlát okkar fyrrum leikmanns og fyrirliða Sergio Jáuregui. Við vottum allri fjölskyldunni hans okkar dýpstu samúð. Við kunnum að meta hvernig þú varðir skjöldinn okkar og skildir allt eftir á vellinum í hverjum leik. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og hlut í sögu félagsins. Hvíldu í friði, vinur,“ sagði á síðu félagsins. Mexíkó Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Sergio Jáuregui var skotinn til bana þar sem hann var að spila fótbolta í Mexíkó. Este domingo, alrededor de las 11 am, Sergio Jauregui, exjugador de los Arroceros de Cuautla, fue víctima de una ejecución en la cancha de fútbol de la colonia Santa Inés en Cuautla, Morelos. La violencia continúa impactando nuestra entidad. #JusticiaParaSergio #Cuautla pic.twitter.com/niGHNpQL2U— Red Morelos Noticias (@RedMorelos_N) January 28, 2024 Hann var þarna að spila vináttulandsleik í hádeginu á sunnudegi. Atvikið varð í borginni Cuautla sem er suður af Mexíkóborg. Mexíkanskir miðlar hafa sagt frá atvikinu og hafa fengið atburðarásina frá vitnum. Jáuregui fór að fá sér vatn við bekkinn þegar byssumaður veittist að honum og skaut hann sex sinnum. Skotmaðurinn flúði síðan í burtu á mótorhjóli sem beið eftir honum við innganginn á vellinum. ULTIMAN A SERGIO JAUREGUI, EX JUGADOR DE ARROCEROS DE CUAUTLA El ex jugador del equipo Arroceros de Cuautla, Sergio Jauregui, fue privado de la vida mañana de este domingo en la cancha de fútbol de la colonia Santa Inés de ese municipio, durante un encuentro amistoso. Los pic.twitter.com/S6v23kcvFx— 24 Morelos (@24_morelos) January 28, 2024 Það voru viðbragðsaðilar á svæðinu en þeir áttu enga möguleika á því að bjarga Jáuregui sem lést strax af sárum sínum. Jáuregui spilaði lengi fyrir mexíkanska fótboltaliðið Arroceros de Cuautla sem er frá þessu sama svæði þar sem morðið var framið. Fyrrum félag hans, Atlético San Luis Rey, þar sem hann var lengi fyrirliði, hefur minnst hans á miðlum sínum. „Við hörmum andlát okkar fyrrum leikmanns og fyrirliða Sergio Jáuregui. Við vottum allri fjölskyldunni hans okkar dýpstu samúð. Við kunnum að meta hvernig þú varðir skjöldinn okkar og skildir allt eftir á vellinum í hverjum leik. Þú munt alltaf eiga stað í hjarta okkar og hlut í sögu félagsins. Hvíldu í friði, vinur,“ sagði á síðu félagsins.
Mexíkó Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Sjá meira