Arsenal tók Liverpool í kennslu­stund

Siggeir Ævarsson skrifar
Alisson Becker og Virgil van Dijk vissu upp á sig skömmina
Alisson Becker og Virgil van Dijk vissu upp á sig skömmina vísir/Getty

Arsenal nældi í mikilvæg þrjú stig gegn toppliði Liverpool á Emirates leikvanginum í dag. Fyrir leikinn hafði Liverpool leikið fimmtán leiki í röð án þess að tapa.

Arsenal var mun betra liðið í fyrri hálfleik. Bukayo Saka kom þeim yfir á 14. mínútu og Liverpool átti ekki marktækifæri í hálfleiknum. Það var engu að síður jafn í hálfleik þar sem Gabriel Magalhães skoraði klaufalegt sjálfmark undir lok hálfleiksins.

Svipað var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Liverpool menn komust ekki í takt við leikinn og á 67. mínútu kom Gabriel Martinelli Arsenal yfir á ný eftir sjaldséð mistök frá þeim Alisson Becker og Virgil van Dijk.

Leandro Trossard gekk svo endanlega frá leiknum í uppbótartíma en Liverpool voru manni færri síðustu mínúturnar eftir að Ibrahima Konaté fékk sitt annað gula spjald og þar af leiðandi rautt.

Sigur Arsenal þýðir að aðeins munar tveimur stigum á liðunum eftir 23 umferðir. Liverpool á toppnum með 51 og Arsenal í öðru sæti með 49. Þar rétt fyrir aftan lúrir Manchester City með 46 stig og tvo leiki til góða.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira