Rússneskir hakkarar taldir bera ábyrgð á tölvuárás á HR Magnús Jochum Pálsson skrifar 3. febrúar 2024 20:00 Talið er að rússneski tölvuárásahópurinn Akira beri ábyrgð á umfangsmikilli tölvuárás á Háskólann í Reykjavík á föstudag. Grunnupplýsingar nemenda láku til árásaraðila. vísir/vilhelm Netöryggissérfræðingar og starfsmenn Háskólans í Reykjavík hafa unnið frá því í gærmorgun við að koma kerfum háskólans af stað og endurheimta gögn í kjölfar tölvuárásar sem gerð var á skólann. Talið er að rússneski tölvuárásarhópurinn Akira beri ábyrgð á árásinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík. Þar segir að árásin hafi verið umfangsmikil en vinnunni miði í rétta átt. Enn sem komið er bendi ekkert til að önnur gögn hafi lekið til árásaraðilanna en grunnupplýsingar um notendur, „það er að segja nöfn, kennitölur, HR-netföng og dulkóðuð lykilorð inn á kerfi HR,“ segir í tilkynningunni. Til þess að auka öryggi gagna hafa sérfræðingar HR lokað fyrir kerfi skólans en upplýsingar um opnun kerfa verða veittar um leið og hægt er. Þrátt fyrir að lykilorð séu dulkóðuð eykur árásin líkur á auðkennisþjófnaði. „Hafi nemendur og starfsfólk HR notað HR-lykilorðið sitt sem auðkenni annars staðar verða þau að skipta um lykilorð á þeim stöðum, og hvatt er til að fólk sé á varðbergi gagnvart skilaboðum og póstum sem benda til netveiða. Einnig er bent á að nota tvíþátta auðkenningu alls staðar þar sem það er í boði,“ segir í tilkynningunni. Sem stendur sé ekki hægt að greina frekar frá þeirri vinnu sem verið er að vinna en notendur og aðrir verða upplýstir um leið og unnt er. Kennsla fari fram að óbreyttu mánudaginn 5. febrúar nema annað verði tilkynnt á vefsíðu skólans ru.is og/eða í gegnum deildarskrifstofur HR. Tölvuárásir Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Netöryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskólanum í Reykjavík. Þar segir að árásin hafi verið umfangsmikil en vinnunni miði í rétta átt. Enn sem komið er bendi ekkert til að önnur gögn hafi lekið til árásaraðilanna en grunnupplýsingar um notendur, „það er að segja nöfn, kennitölur, HR-netföng og dulkóðuð lykilorð inn á kerfi HR,“ segir í tilkynningunni. Til þess að auka öryggi gagna hafa sérfræðingar HR lokað fyrir kerfi skólans en upplýsingar um opnun kerfa verða veittar um leið og hægt er. Þrátt fyrir að lykilorð séu dulkóðuð eykur árásin líkur á auðkennisþjófnaði. „Hafi nemendur og starfsfólk HR notað HR-lykilorðið sitt sem auðkenni annars staðar verða þau að skipta um lykilorð á þeim stöðum, og hvatt er til að fólk sé á varðbergi gagnvart skilaboðum og póstum sem benda til netveiða. Einnig er bent á að nota tvíþátta auðkenningu alls staðar þar sem það er í boði,“ segir í tilkynningunni. Sem stendur sé ekki hægt að greina frekar frá þeirri vinnu sem verið er að vinna en notendur og aðrir verða upplýstir um leið og unnt er. Kennsla fari fram að óbreyttu mánudaginn 5. febrúar nema annað verði tilkynnt á vefsíðu skólans ru.is og/eða í gegnum deildarskrifstofur HR.
Tölvuárásir Háskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Netöryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira