Fundur hófst klukkan níu í morgun. Frá því að Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, setti sjálfan sig og samningsaðila í fjölmiðlabann hafa litlar upplýsingar borist um gang viðræðna. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur þó sagt að samningsviljinn væri sterkur og að fundað yrði þar til samningar næðust.

Viðræðum um nýja kjarasamninga var vísað til sáttasemjara þann 24. janúar eftir nokkrar vikur af viðræðum.