Aðeins tvær fengu að vita en fyrirliðinn fann þetta á sér Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2024 11:00 Sandra Erlingsdóttir varð markahæst Íslands á HM í desember, fyrsta stórmóti liðsins í rúman áratug. IHF Sandra Erlingsdóttir segir að draumamarkmið sitt sé að spila með Íslandi í lokakeppni EM í handbolta undir lok þessa árs, þó að hún eigi von á sínu fyrsta barni í byrjun ágúst. Sandra komst að því að hún væri ólétt seint á síðasta ári, þegar hún var komin út til Noregs á heimsmeistaramótið – fyrsta stórmót íslenska liðsins í rúman áratug. Hún lét það ekki á sig fá og varð markahæst Íslendinga á mótinu. Sandra ákvað að halda óléttunni leyndri fyrir flestum í liðinu, þar til að hún svo tilkynnti um hana opinberlega fyrir skömmu. Þær Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir fengu þó fréttirnar og segir Sandra þær hafa veitt sér góðan stuðning á meðan á HM stóð. Foreldrunum brá í brún „Andrea var með mér í herbergi og Perla sem er vinnufélagi minn var mikið með okkur. Þær tvær voru því þær fyrstu sem fengu fréttirnar, og héldu þessu fyrir sig. Það var rosalega gott að geta opnað mig við einhvern sem var á svæðinu. Bara svona: „Ohh my god stelpur, ég er svo svöng núna og það er ekkert til“ eða eitthvað slíkt. Ég lét engan annan í liðinu vita en svo áður en ég tilkynnti þetta opinberlega þá sendi ég skilaboð á hópspjallið í liðinu. Þórey [Rósa Stefánsdóttir] fyrirliði segist nú hafa fundið þetta á sér,“ segir Sandra létt í bragði. Foreldrum hennar, handboltafólkinu Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Richardsson, brá í brún þegar þau fengu fréttirnar. „Við fengum smátíma með fjölskyldum á mótinu þannig að ég náði að hitta á mömmu og pabba í kaffi, og segja þeim fréttirnar. Þau voru nú ekki að trúa þessu: „Ha? Við erum á HM? Þetta meikar ekkert sens.“,“ segir Sandra hlæjandi. Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn Eins og fyrr segir á Sandra von á barninu í byrjun ágúst. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland spili í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss dagana 28. nóvember til 15. desember. Sandra vill því ekki útiloka að hún verði á ný með á stórmóti þegar þar að kemur. Klippa: Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að finna út hvenær ég væri sett, út af þessu. Byrjun ágúst, ókey, þá eru alveg nokkrir mánuðir í stórmót. Ég ætla að gera allt til að vera klár fyrir stórmótið. En svo veit maður aldrei hvernig þetta mun ganga, og hvernig þetta verður þegar barnið verður komið. Við getum sagt að þetta sé draumamarkmiðið en svo verður maður bara að sjá til hvað gerist,“ segir Sandra sem tekur undir að heimsmeistaramótið á síðasta ári hafi gert mikið til að þroska íslenska landsliðið: „Eftir mótið, og sérstaklega eftir að hafa fylgst með strákunum á EM, þá sér maður hvað þetta gerir mikið fyrir liðið. Þú þarft svo mikið á liðsheildinni að halda. Á liðsfélaganum og herbergisfélaganum að halda. Öllu þessu sem maður var lítið að pæla í sjálfur á mótinu, en fattar eftir á hvað var mikilvægt. Þetta var frábært mót fyrir okkur og þetta [að Ísland sé á stórmótum] er vonandi komið til að vera.“ HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Sandra komst að því að hún væri ólétt seint á síðasta ári, þegar hún var komin út til Noregs á heimsmeistaramótið – fyrsta stórmót íslenska liðsins í rúman áratug. Hún lét það ekki á sig fá og varð markahæst Íslendinga á mótinu. Sandra ákvað að halda óléttunni leyndri fyrir flestum í liðinu, þar til að hún svo tilkynnti um hana opinberlega fyrir skömmu. Þær Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir fengu þó fréttirnar og segir Sandra þær hafa veitt sér góðan stuðning á meðan á HM stóð. Foreldrunum brá í brún „Andrea var með mér í herbergi og Perla sem er vinnufélagi minn var mikið með okkur. Þær tvær voru því þær fyrstu sem fengu fréttirnar, og héldu þessu fyrir sig. Það var rosalega gott að geta opnað mig við einhvern sem var á svæðinu. Bara svona: „Ohh my god stelpur, ég er svo svöng núna og það er ekkert til“ eða eitthvað slíkt. Ég lét engan annan í liðinu vita en svo áður en ég tilkynnti þetta opinberlega þá sendi ég skilaboð á hópspjallið í liðinu. Þórey [Rósa Stefánsdóttir] fyrirliði segist nú hafa fundið þetta á sér,“ segir Sandra létt í bragði. Foreldrum hennar, handboltafólkinu Vigdís Sigurðardóttir og Erlingur Richardsson, brá í brún þegar þau fengu fréttirnar. „Við fengum smátíma með fjölskyldum á mótinu þannig að ég náði að hitta á mömmu og pabba í kaffi, og segja þeim fréttirnar. Þau voru nú ekki að trúa þessu: „Ha? Við erum á HM? Þetta meikar ekkert sens.“,“ segir Sandra hlæjandi. Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn Eins og fyrr segir á Sandra von á barninu í byrjun ágúst. Yfirgnæfandi líkur eru á því að Ísland spili í lokakeppni EM sem fram fer í Austurríki, Ungverjalandi og Sviss dagana 28. nóvember til 15. desember. Sandra vill því ekki útiloka að hún verði á ný með á stórmóti þegar þar að kemur. Klippa: Draumurinn að fara á EM með nýfætt barn „Eitt það fyrsta sem ég gerði var að finna út hvenær ég væri sett, út af þessu. Byrjun ágúst, ókey, þá eru alveg nokkrir mánuðir í stórmót. Ég ætla að gera allt til að vera klár fyrir stórmótið. En svo veit maður aldrei hvernig þetta mun ganga, og hvernig þetta verður þegar barnið verður komið. Við getum sagt að þetta sé draumamarkmiðið en svo verður maður bara að sjá til hvað gerist,“ segir Sandra sem tekur undir að heimsmeistaramótið á síðasta ári hafi gert mikið til að þroska íslenska landsliðið: „Eftir mótið, og sérstaklega eftir að hafa fylgst með strákunum á EM, þá sér maður hvað þetta gerir mikið fyrir liðið. Þú þarft svo mikið á liðsheildinni að halda. Á liðsfélaganum og herbergisfélaganum að halda. Öllu þessu sem maður var lítið að pæla í sjálfur á mótinu, en fattar eftir á hvað var mikilvægt. Þetta var frábært mót fyrir okkur og þetta [að Ísland sé á stórmótum] er vonandi komið til að vera.“
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sport Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira