„Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 11:27 Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segir fyrirhugað verkfall nemenda í Hagaskóla á morgun algjörlega sjálfsprottið hjá nemendum og að skólinn komi ekkert að skipulagningu þess. Hópur grunnskólanema í Hagaskóla í Reykjavík hefur boðað til verkfalls á morgun til stuðnings Palestínu. Skólastjóri segist ekki gera sér grein fyrir umfangi verkfallsins og hvort fimm, fimmtíu eða fimm hundruð nemendur muni ganga út úr tímum á morgun. Hann fagnar því að ungt fólk sé hugsandi, taki afstöðu og láti sig samfélagsleg málefni varða. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á morgun, þriðjudag, klukkan 10:30. Fyrirhuguð mótmæli munu fram á Austurvelli klukkan 11. „Við viljum fá sem flesta til að taka þátt til að sýna að nemendur á Íslandi standa með Palestínu og kalla eftir vopnahléi,“ segir á Instagram síðu sem stofnuð var til upplýsinga um verkfallið. View this post on Instagram A post shared by Skolaverkfall (@skolaverkfall_palestinu) Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar upplýsingar um fyrirhugað verkfall umfram það sem birst hefur í fjölmiðlum og í auglýsingum á Facebook. Hann hafi þó rætt við nokkra nemendur skólans sem virðast vera í forsvari fyrir verkefnið. „Almennt finnst mér frábært að ungt fólk taki afstöðu, séu hugsandi og láti sig samfélagsleg málefni verða,“ segir Ómar. „En þau vita líka alveg að þetta er ekki skólaverkefni. Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu.“ 5, 50 eða 500? Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla og segist Ómar ekki hafa neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið verkfallið verði. „Við höfum í raun ekki hugmynd um hversu margir munu taka þátt, hvort það verði fimm, tíu, fimmtíu eða fimmhundruð. Við rennum algjörlega blint í sjóinn. Það er pínu flókið varðandi skipulagningu, við þurfum auðvitað að útbúa mat og annað. En í stóra samhenginu skiptir það í sjálfu sér engu máli.“ Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á á morgun klukkan 10:30. Vísir/Vilhelm Að sögn Ómars verða engar afleiðingar fyrir þá nemendur sem taka þátt í verkfallinu en eðli málsins samkvæmt verði merkt við nemendur sem yfirgefa tíma, til að vita hversu margir séu í húsi og svo framvegis. Þá á hann von á að einhverjir foreldrar munu óska eftir leyfi fyrir börn sín. Jákvætt að ungt fólk myndi sér skoðanir á heimsmálum Aðspurður um hvort átökin í Miðausturlöndum og ástandið á Gaza sé mikið til umræðu í skólanum, segir Ómar að vissulega fari umræðan ekki fram hjá neinum og sé sérstaklega fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. „Ungt fólk er með mjög ríka réttlætiskennd og er almennt réttsýnt fólk sem má ekkert aumt sjá. Það er alveg eðlilegt að þau verði vör við þetta og myndi sér skoðanir á því sem að gerast. Það er bara mjög jákvætt.“ Þá á Ómar ekki von á að kennarar taki þátt í verkfallinu á morgun. Búið er að boða til mótmæla klukkan 15 í dag og segist Ómar gera ráð fyrir að kennarar mæti frekar þangað. Skóla - og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira
Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á morgun, þriðjudag, klukkan 10:30. Fyrirhuguð mótmæli munu fram á Austurvelli klukkan 11. „Við viljum fá sem flesta til að taka þátt til að sýna að nemendur á Íslandi standa með Palestínu og kalla eftir vopnahléi,“ segir á Instagram síðu sem stofnuð var til upplýsinga um verkfallið. View this post on Instagram A post shared by Skolaverkfall (@skolaverkfall_palestinu) Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, segist í samtali við fréttastofu ekki hafa miklar upplýsingar um fyrirhugað verkfall umfram það sem birst hefur í fjölmiðlum og í auglýsingum á Facebook. Hann hafi þó rætt við nokkra nemendur skólans sem virðast vera í forsvari fyrir verkefnið. „Almennt finnst mér frábært að ungt fólk taki afstöðu, séu hugsandi og láti sig samfélagsleg málefni verða,“ segir Ómar. „En þau vita líka alveg að þetta er ekki skólaverkefni. Skólinn í sjálfu sér kemur ekkert nærri þessu.“ 5, 50 eða 500? Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla og segist Ómar ekki hafa neinar upplýsingar um hversu umfangsmikið verkfallið verði. „Við höfum í raun ekki hugmynd um hversu margir munu taka þátt, hvort það verði fimm, tíu, fimmtíu eða fimmhundruð. Við rennum algjörlega blint í sjóinn. Það er pínu flókið varðandi skipulagningu, við þurfum auðvitað að útbúa mat og annað. En í stóra samhenginu skiptir það í sjálfu sér engu máli.“ Rúmlega 600 nemendur eru í Hagaskóla. Nemendur hyggjast ganga út úr tíma á á morgun klukkan 10:30. Vísir/Vilhelm Að sögn Ómars verða engar afleiðingar fyrir þá nemendur sem taka þátt í verkfallinu en eðli málsins samkvæmt verði merkt við nemendur sem yfirgefa tíma, til að vita hversu margir séu í húsi og svo framvegis. Þá á hann von á að einhverjir foreldrar munu óska eftir leyfi fyrir börn sín. Jákvætt að ungt fólk myndi sér skoðanir á heimsmálum Aðspurður um hvort átökin í Miðausturlöndum og ástandið á Gaza sé mikið til umræðu í skólanum, segir Ómar að vissulega fari umræðan ekki fram hjá neinum og sé sérstaklega fyrirferðarmikil á samfélagsmiðlum. „Ungt fólk er með mjög ríka réttlætiskennd og er almennt réttsýnt fólk sem má ekkert aumt sjá. Það er alveg eðlilegt að þau verði vör við þetta og myndi sér skoðanir á því sem að gerast. Það er bara mjög jákvætt.“ Þá á Ómar ekki von á að kennarar taki þátt í verkfallinu á morgun. Búið er að boða til mótmæla klukkan 15 í dag og segist Ómar gera ráð fyrir að kennarar mæti frekar þangað.
Skóla - og menntamál Átök í Ísrael og Palestínu Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Innlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Fleiri fréttir Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Sjá meira