Ólíkt fyrri þáttum var ekkert þema heldur áttu keppendur að flytja eitt ástarlag og eitt lag sem dómarar höfðu valið fyrir þau. Eins og síðustu þrjú úrslitakvöld voru örlög keppenda í höndum áhorfenda en ekki dómara og munu úrslitin í næstu viku ráðast í símakosningu.
Úrslitin af Idol fara fram næsta föstudagskvöld og verða í beinni útsendingu á Stöð 2. Þá keppa þau Jóna Margrét, Björgvin og Anna Fanney um sigursætið.
Líkt og eftirfarandi myndir gefa til kynna var gríðarleg stemmning síðastliðið föstudagskvöld.

























