Sigríður Andersen fór ekki út fyrir þægindarammann Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. febrúar 2024 19:35 Sigríður lyfti alls 250 kílóum á mótinu um helgina í þremur lyftingum. Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi þingmaður, setti persónulegt met í réttstöðulyftu um helgina þegar hún lyfti hundrað kílóum á byrjendamóti Kraftlyftingasambands Íslands. Sigríður greindi frá þessum fréttum í Facebook-færslu í gær. „Ég fer út úr þessari helgi aðeins sterkari en fyrir hana. Lét verða af því að skjalfesta morgunrútínuna og aðeins gott betur með persónulegu meti í réttstöðulyftu,“ segir hún í færslunni. Sigríður var þar í hópi þriggja kvenna og fimm karla sem mættu til leiks á byrjendamótið fyrir hönd Kraftlyftingafélags Reykjavíkur. Í færslunni segir hún að yngsti keppandinn á mótinu hafi verið fjórtán ára á meðan sá elsti var sjötugur. Gaman og þægilegt að lyfta 250 kílóum Sigríði tókst að gera allar þrjár lyftur sínar gildar, sem hún tekur fram að sé ekki sjálfgefið og lyfti samtals 250 í þremur greinum. Keppendurnir tveir, Hildur Kristín og Sigríður, að lyftingunum loknum. Hildur lyfti 312,5 kílóum en Sigríður 250. Hún lyfti 95 kílóa hnébeygju, 55 kílóa bekkpressu og 100 kílóa réttstöðulyftu sem var, eins og kom fram, persónulegt met. Þrátt fyrir það laut hún í lægra haldi fyrir hinni sextán ára Hildi Kristínu Pétursdóttir sem lyfti 312,5 kílóum og er greinilega efnileg kraftlyftingakona. „Svo því sé haldið til haga þá var ég hvorki að „fara út fyrir þægindarammann“ né að „skora á sjálfa mig“. Það hafði ekki hvarflað annað að mér en að þetta væri mjög þægilegt allt saman. Sem það svo var. Og gaman auðvitað,“ segir Sigríður í lok færslunnar. Lyftingar Sjálfstæðisflokkurinn Ástin og lífið Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Sigríður greindi frá þessum fréttum í Facebook-færslu í gær. „Ég fer út úr þessari helgi aðeins sterkari en fyrir hana. Lét verða af því að skjalfesta morgunrútínuna og aðeins gott betur með persónulegu meti í réttstöðulyftu,“ segir hún í færslunni. Sigríður var þar í hópi þriggja kvenna og fimm karla sem mættu til leiks á byrjendamótið fyrir hönd Kraftlyftingafélags Reykjavíkur. Í færslunni segir hún að yngsti keppandinn á mótinu hafi verið fjórtán ára á meðan sá elsti var sjötugur. Gaman og þægilegt að lyfta 250 kílóum Sigríði tókst að gera allar þrjár lyftur sínar gildar, sem hún tekur fram að sé ekki sjálfgefið og lyfti samtals 250 í þremur greinum. Keppendurnir tveir, Hildur Kristín og Sigríður, að lyftingunum loknum. Hildur lyfti 312,5 kílóum en Sigríður 250. Hún lyfti 95 kílóa hnébeygju, 55 kílóa bekkpressu og 100 kílóa réttstöðulyftu sem var, eins og kom fram, persónulegt met. Þrátt fyrir það laut hún í lægra haldi fyrir hinni sextán ára Hildi Kristínu Pétursdóttir sem lyfti 312,5 kílóum og er greinilega efnileg kraftlyftingakona. „Svo því sé haldið til haga þá var ég hvorki að „fara út fyrir þægindarammann“ né að „skora á sjálfa mig“. Það hafði ekki hvarflað annað að mér en að þetta væri mjög þægilegt allt saman. Sem það svo var. Og gaman auðvitað,“ segir Sigríður í lok færslunnar.
Lyftingar Sjálfstæðisflokkurinn Ástin og lífið Heilsa Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira