Emma Hayes: Skortur á kvenkyns þjálfurum risastórt vandamál Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 21:30 Emma Hayes á hliðarlínunni. Angel Martinez/Getty Images Emma Hayes, fráfarandi þjálfari Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, segir skort á kvenkyns þjálfurum vera risastórt vandamál. Hvetur hún knattspyrnuhreyfinguna til að finna lausnir. Hin 47 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í meira en áratug og ítrekað sýnt snilli sína á hliðarlínunni. Undir hennar stjórn hefur liðið sex sinnum orðið Englandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Þá var hún kosin besti þjálfari heims af FIFA árið 2021 og ári síðar fékk hún OBE-orðu frá bresku krúninni. Thanks to all the fans that came to see the Chelsea tonight. We heard every single one of you @ChelseaFCW pic.twitter.com/Scb9QWeq5p— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) December 20, 2023 Þrátt fyrir að taka við bandaríska kvennalandsliðinu að leiktíðinni lokinni þá er ljóst að Emma er alltaf með hugann við enska knattspyrnu. Hún segir að það sé gríðarleg vinna framundan þegar kemur að því að minnka bilið milli karla og kvenna í þjálfun. Aðeins þriðjungur liða (fjögur) í efstu deild kvenna á Englandi eru með kvenkyns þjálfara. Þá eru aðeins 21 kona í Englandi með UEFA Pro-þjálfaragráðu. „Við þurfum að horfast í augu við að tækifærin eru af skornum skammti. Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir til að mennta stelpur frá unga aldri,“ sagði Hayes í viðtali við BBC. „Við þurfum að horfa í hvað það kostar að mennta sig. Það kostar um 10 þúsund pund (1,7 milljónir íslenskra króna) að taka Pro-gráðuna. Launin í kvennaknattspyrnu eru ekkert samanborið við launin karla megin.“ „Við þurfum mennta konur og stelpur fyrr á ferli þeirra. Við þurfum að setja meira fjármagn í þjálfun.“ Aðspurð hvort hún vildi að arftaki sinn hjá Chelsea yrði kvenkyns þá sagði Hayes best að hún myndi ekki skipta sér að því. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið orðuð við starfið en enn er ekki ljóst hver þarf að fylla það stóra skarð sem Hayes skilur eftir sig. Chelsea er á toppi ensku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum meira en Arsenal, og stefnir hraðbyr á fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Hin 47 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í meira en áratug og ítrekað sýnt snilli sína á hliðarlínunni. Undir hennar stjórn hefur liðið sex sinnum orðið Englandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Þá var hún kosin besti þjálfari heims af FIFA árið 2021 og ári síðar fékk hún OBE-orðu frá bresku krúninni. Thanks to all the fans that came to see the Chelsea tonight. We heard every single one of you @ChelseaFCW pic.twitter.com/Scb9QWeq5p— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) December 20, 2023 Þrátt fyrir að taka við bandaríska kvennalandsliðinu að leiktíðinni lokinni þá er ljóst að Emma er alltaf með hugann við enska knattspyrnu. Hún segir að það sé gríðarleg vinna framundan þegar kemur að því að minnka bilið milli karla og kvenna í þjálfun. Aðeins þriðjungur liða (fjögur) í efstu deild kvenna á Englandi eru með kvenkyns þjálfara. Þá eru aðeins 21 kona í Englandi með UEFA Pro-þjálfaragráðu. „Við þurfum að horfast í augu við að tækifærin eru af skornum skammti. Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir til að mennta stelpur frá unga aldri,“ sagði Hayes í viðtali við BBC. „Við þurfum að horfa í hvað það kostar að mennta sig. Það kostar um 10 þúsund pund (1,7 milljónir íslenskra króna) að taka Pro-gráðuna. Launin í kvennaknattspyrnu eru ekkert samanborið við launin karla megin.“ „Við þurfum mennta konur og stelpur fyrr á ferli þeirra. Við þurfum að setja meira fjármagn í þjálfun.“ Aðspurð hvort hún vildi að arftaki sinn hjá Chelsea yrði kvenkyns þá sagði Hayes best að hún myndi ekki skipta sér að því. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið orðuð við starfið en enn er ekki ljóst hver þarf að fylla það stóra skarð sem Hayes skilur eftir sig. Chelsea er á toppi ensku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum meira en Arsenal, og stefnir hraðbyr á fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira