Rómverjar gátu vart byrjað leikinn betur en Lorenzo Pellegrini kom heimamönnum yfir strax á annarri mínútu leiksins þegar hann fylgdi eftir skalla Leandro Parades.
Um miðbik fyrri hálfleik fann Pellegrini svo Paulo Dybala inn á vítateig og Argentínumaðurinn tvöfaldaði forystuna. Staðan orðin 2-0 og þannig var hún í hálfleik þrátt fyrir að Roma hafi skorað eitt mark til viðbótar áður en flautað var til hálfleiks. Það var hins vegar dæmt af vegna rangstöðu.
Secondo tempo!
— AS Roma (@OfficialASRoma) February 5, 2024
FORZA ROMA! #RomaCagliari 2-0 pic.twitter.com/WgWz09AGjw
Matteo Marcenaro, dómari leiksins, dæmdi einnig vítaspyrnu á Rómverja í uppbótartíma en dró hana til baka eftir að hafa séð atvikið betur í skjánum á hliðarlínunni. Marcenaro dæmdi aðra vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik en að þessu sinni var hún á Cagliari og að þessu sinni stóð hann við ákvörðun sína.
Dybala fór á punktinn og kláraði leikinn fyrir heimamenn. Á 59. mínútu bætti Dean Huijsen fjórða markinu við fyrir Rómverja og þar við sat. Lokatölur í Róm 4-0 heimamönnum í vil.
— AS Roma (@OfficialASRoma) February 5, 2024
Roma er komið upp í 38 stig í 5. sæti, aðeins stigi á eftir Atalanta sem á þó leik til góða í 4. sæti.