Snjó ekki rutt burt, stórskemmt vallarhús og mörk og línur vantar Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 13:58 Vestramenn unnu sig upp í efstu deild í fyrra. Búið er að leggja nýtt gervigras á æfingavöll þeirra en ekki gera hann leikhæfan fyrir leiki í Lengjubikarnum, og enn er beðið eftir nýja aðalvellinum sem spila á á í Bestu deildinni. Facebook/Samúel og vísir/Diego Ísafjarðarbær þarf að þjónusta og styðja við fótboltastarfið í bænum með mun betri hætti en nú er. Þetta segir Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra. Samúel lýsti yfir mikilli óánægju með Ísafjarðarbæ í stuttum pistli á Facebook í gær, þar sem hann sagði það hreinlega ekki koma sér á óvart ef að bærinn myndi óska þess að ekki yrði spilaður fótbolti þar. Allt væri gert til að valda vandræðum, en Vestramenn spila í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar í fyrsta sinn síðasta haust. Samúel varpaði svo frekara ljósi á það í dag hvað hann teldi upp á vanta hjá Ísafjarðarbæ, í pistli á Facebook. Þar nefnir hann nokkra þætti. Þar á meðal er snjóhreinsun á vellinum, sem Samúel segir þurfa að sinna mun oftar en til að mynda sé ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á æfingavöll vanti mörk, línur og að frágangi sé lokið svo að hægt sé að spila á vellinum, en áætlað er að Vestri spili þrjá heimaleiki í Lengjubikarnum og hefur það verið baráttumál hjá Samúel sem óttast að leikirnir gætu þurft að fara fram í öðru sveitarfélagi. „Allt gert til að gera okkur erfitt fyrir“ Samúel segir að enginn starfsmaður sé í vallarhúsinu við knattspyrnuvöll bæjarins, og að húsið drabbist sífellt niður og þarfnist mikils viðhalds, auk þrifa eins og önnur mannvirki bæjarins. Aðkoman að svæðinu sé auk þess óboðleg yfir vetrartímann þar sem ekki sé hægt að leggja bílum vegna þess að bílastæði séu ekki rudd. „Svo ekki sé minnst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið,“ skrifar Samúel en Vestramenn spila á komandi leiktíð á nýjum gervigrasvelli í stað grasvallarins sem þeir hafa notað. Samúel segist hafa komið á allflesta fótboltavelli á landinu og að hann eigi daglega í samskiptum við kollega hjá öðrum félögum á landinu, og að þar styðji bæjarfélög við sín íþróttafélög og reyni að auðvelda sjálfboðaliðum sína vinnu. „En hér fyrir vestan er allt gert til að gera okkur erfitt fyrir. Það þykir mér verr og miður,“ skrifar Samúel en pistil hans má sjá hér að neðan. Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra, á Olísvellinum á Ísafirði, fari fram 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn. Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Samúel lýsti yfir mikilli óánægju með Ísafjarðarbæ í stuttum pistli á Facebook í gær, þar sem hann sagði það hreinlega ekki koma sér á óvart ef að bærinn myndi óska þess að ekki yrði spilaður fótbolti þar. Allt væri gert til að valda vandræðum, en Vestramenn spila í Bestu deild karla í sumar eftir að hafa unnið sér sæti þar í fyrsta sinn síðasta haust. Samúel varpaði svo frekara ljósi á það í dag hvað hann teldi upp á vanta hjá Ísafjarðarbæ, í pistli á Facebook. Þar nefnir hann nokkra þætti. Þar á meðal er snjóhreinsun á vellinum, sem Samúel segir þurfa að sinna mun oftar en til að mynda sé ekki unnið eftir hádegi á föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Á æfingavöll vanti mörk, línur og að frágangi sé lokið svo að hægt sé að spila á vellinum, en áætlað er að Vestri spili þrjá heimaleiki í Lengjubikarnum og hefur það verið baráttumál hjá Samúel sem óttast að leikirnir gætu þurft að fara fram í öðru sveitarfélagi. „Allt gert til að gera okkur erfitt fyrir“ Samúel segir að enginn starfsmaður sé í vallarhúsinu við knattspyrnuvöll bæjarins, og að húsið drabbist sífellt niður og þarfnist mikils viðhalds, auk þrifa eins og önnur mannvirki bæjarins. Aðkoman að svæðinu sé auk þess óboðleg yfir vetrartímann þar sem ekki sé hægt að leggja bílum vegna þess að bílastæði séu ekki rudd. „Svo ekki sé minnst á hitalagnir undir völlinn, þó svo að þær verði ekki notaðar næstu árin, en það er mjög mikilvægt að leggja þær þar sem það verður ekki gert eftir að búið er að leggja grasið,“ skrifar Samúel en Vestramenn spila á komandi leiktíð á nýjum gervigrasvelli í stað grasvallarins sem þeir hafa notað. Samúel segist hafa komið á allflesta fótboltavelli á landinu og að hann eigi daglega í samskiptum við kollega hjá öðrum félögum á landinu, og að þar styðji bæjarfélög við sín íþróttafélög og reyni að auðvelda sjálfboðaliðum sína vinnu. „En hér fyrir vestan er allt gert til að gera okkur erfitt fyrir. Það þykir mér verr og miður,“ skrifar Samúel en pistil hans má sjá hér að neðan. Vestri mætir Fram í Úlfarsárdal í 1. umferð Bestu deildar karla þann 7. apríl næstkomandi. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra, á Olísvellinum á Ísafirði, fari fram 20. apríl þegar KA kemur í heimsókn.
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira