130 starfsmenn Vísis falla af launaskrá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 19:36 Grindavík jarðskjálftar Í dag fengu 130 starfsmenn Vísis bréf þar sem þeim var tjáð að þeir yrðu teknir af launaskrá fyrirtækisins og fari á úrræði ríkisins. Ástæðan séu náttúruhamfarirnar í Grindavík, þar sem fyrirtækið hefur verið starfrækt. Á vef Vísis hf. segir að ekki sé um rof á ráðningasambandi að ræða. Eftir séu 60 manns í landi sem vinni við þau verkefni sem eru í gangi, þar á meðal saltfiskvinnsluna í Helguvík. Þá segir að verklagsreglur Almannavarna hamli því að starfsemi sé haldið úti í Grindavík að öllu leyti eða hluta. Tekist hafi að hefja starfsemi með saltfisk á tveimur nýjum stöðum en starfsmenn þar séu færri en annars væri og verkefnin hafi breyst. Nánari útfærsla hvað það varðar verði kynnt í vikunni. Í bréfinu til starfsmanna kemur fram að ákveðið hefði verið að stöðva greiðslu launa til starfsfólks í landi sem ekki er í vinnu frá og með deginum í dag. Starfsfólk sé hvatt til að sækja beint um greiðslur til Vinnumálastofnunar á grundvelli laga um tímabundinn stuðning til launagreiðsla. Þrátt fyrir að starfsmennirnir 130 hafi verið teknir af launaskrá kemur fram að ráðningarsambandi við þá rofni ekki og þegar starfsemi hefst aftur í Grindavík geti starfsfólk hafið störf að nýju. Unnið verði að því að tryggja rekstrargrundvöll félagsins í gegnum núlíðandi óvissutíma og haldið verði áfram að þrýsta á yfirvöld að gera þeim kleift að halda áfram starfsemi í Grindavík að gættu fyllsta öryggis. Grindavík Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Á vef Vísis hf. segir að ekki sé um rof á ráðningasambandi að ræða. Eftir séu 60 manns í landi sem vinni við þau verkefni sem eru í gangi, þar á meðal saltfiskvinnsluna í Helguvík. Þá segir að verklagsreglur Almannavarna hamli því að starfsemi sé haldið úti í Grindavík að öllu leyti eða hluta. Tekist hafi að hefja starfsemi með saltfisk á tveimur nýjum stöðum en starfsmenn þar séu færri en annars væri og verkefnin hafi breyst. Nánari útfærsla hvað það varðar verði kynnt í vikunni. Í bréfinu til starfsmanna kemur fram að ákveðið hefði verið að stöðva greiðslu launa til starfsfólks í landi sem ekki er í vinnu frá og með deginum í dag. Starfsfólk sé hvatt til að sækja beint um greiðslur til Vinnumálastofnunar á grundvelli laga um tímabundinn stuðning til launagreiðsla. Þrátt fyrir að starfsmennirnir 130 hafi verið teknir af launaskrá kemur fram að ráðningarsambandi við þá rofni ekki og þegar starfsemi hefst aftur í Grindavík geti starfsfólk hafið störf að nýju. Unnið verði að því að tryggja rekstrargrundvöll félagsins í gegnum núlíðandi óvissutíma og haldið verði áfram að þrýsta á yfirvöld að gera þeim kleift að halda áfram starfsemi í Grindavík að gættu fyllsta öryggis.
Grindavík Sjávarútvegur Eldgos á Reykjanesskaga Vinnumarkaður Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira