Opið bréf til Kastljóss vegna umfjöllunar um hugbirtandi efni í fyrrakvöld Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 07:00 Lilja heiti ég og er sálfræðingur. Ég hef síðustu ár einbeitt mér að skaðaminnkun og skaðaminnkandi hugmyndafræði, bæði í samfélaginu og í meðferð. Ég er ein af þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem fékk mikinn áhuga á efnunum þegar þau byrjuðu að koma fram á sjónarsviðið. Ég hef fylgst náið með rannsóknum á efnunum ásamt því að sækja mér eins djúpa og víða þekkingu og ég hef getað og frá mörgum sjónarhornum en innan lagalegs ramma. Ég hef reynt að opna umræðuna hjá mínum kollegum, held úti facebook hópi fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja fylgjast með rannsóknum á efnunum, og hef verið dugleg að kalla á aukna fræðslu, bæði til kollega og til almennings. Ég deili að mörgu leyti áhyggjum Engilberts geðlæknis sem komu fram í Kastljósþætti fyrradagsins. Í þeim samfélögum sem varðveitt hafa efnin hafa þau verið notuð í jafnvel þúsundir ára innan strangs regluverks. Við höfum svo sótt þessi efni og flutt þau inn í okkar menningu, en án þess að taka regluverkið með okkur. Hér höfum við engar hefðir um notkun efnanna. Engan lagaramma. Engar klínískar leiðbeiningar. Enga gæðastaðla fyrir það fólk sem handleikur efnin. Og fullt, fullt af góðhjörtuðu fólki sem fékk sjálft mikið út úr notkun sinni, áttar sig ekki á því hvað það er að handleika og ákveður að aðstoða aðra við notkun efnanna. Þetta býður upp á vandræði. Og það er það sem við erum byrjuð að sjá. Mikla aukningu innlagna og alvarlegra atvika, sem ég fer ekki varhluta af á minni stofu. Svo hver er lausnin? Er lausnin að taka fjölmiðlaumfjöllunina í hina áttina og byrja hræðsluáróður? Hverju mun það skila? Sumar af staðhæfingum Engilberts í Kastljósi fyrradagsins falla hættulega nálægt hræðsluáróðri og ýkjum. Hann nefnir rannsókn þar sem fjórir af hverjum tíu sögðu reynsluna vera erfiðustu reynslu lífs síns, en sleppir því að nefna að 84% þessarra einstaklinga mæltu með reynslunni fyrir aðra þrátt fyrir það. Hann nefnir að einn af hverjum tíu segist hafa verið hættulegur sér eða öðrum, en nefnir ekki að 66-86% sagði reynsluna vera eina af fimm þýðingarmestu upplifun lífs síns, oft ofar en fæðingu fyrsta barns. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er ekki til þess að verja efnin, heldur til þess að vekja athygli á að það er ástæða fyrir því að fólk sækir í þetta. Aðrar ástæður koma líka til; einhliða umfjöllun í blöðum undanfarin ár, mölbrotið heilbrigðiskerfi og faraldur vanlíðunar. En tilfinning mín er sú að stærsta ástæðan er orðið sem berst á milli manna. Fólk sér líðan vina og vandamanna breytast eftir notkun efnanna og hugsar „ég vil þetta“. Hræðsluáróður mun ekki breyta því. Það eina sem hann gerir er að koma fólki sem notar efnin lengra út á jaðarinn, þar sem hætturnar verða meiri og hjálpin lengra í burtu. Hræðsluáróður skilar eingöngu því að fólk sem áður var á móti efnunum eru nú enn meira á móti þeim, og það fólk sem áður var hrifið af efnunum treystir ekki sínum fagaðilum fyrir notkun sinni, þorir ekki að leita sér hjálpar ef eitthvað bregður út af, og veit ekki hvert það á að leita sér réttra upplýsinga til að tryggja öryggi sitt. Ég held úti skaðaminnkandi fræðslunámskeiðum um efnin, ætlað fólki sem hefur að eigin frumkvæði ákveðið að fara þessa leið. Á námskeiðunum fer ég yfir hvað efnin eru og hvernig þau virka, hverjar áhættur og mögulegur ávinningur sé, hvað þurfi að hafa í huga áður en farið er út í þetta, hvað þurfi að passa þegar valin er yfirsetumanneskja og sálfélagsleg fræðsla um undirbúning og eftirvinnslu. Þessi fræðsla er í boði svo fólk hendi sér ekki út í eitthvað að algjörlega óathuguðu máli. Það sem við þurfum er FRÆÐSLA, ekki hræðsla. Okkur miðar aldrei neitt áfram ef við stýrum skipinu ekki frá þessari svarthvítu umræðu. Á þessum tímapunkti hefur það aldrei verið jafn nauðsynlegt. Höfundur er sálfræðingur, hefur lokið námi í hugbirtandi fræðum og heldur úti skaðaminnkandi fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir fólk sem hyggur á notkun þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Sif Þorsteinsdóttir Hugvíkkandi efni Heilbrigðismál Ríkisútvarpið Lyf Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Lilja heiti ég og er sálfræðingur. Ég hef síðustu ár einbeitt mér að skaðaminnkun og skaðaminnkandi hugmyndafræði, bæði í samfélaginu og í meðferð. Ég er ein af þeim heilbrigðisstarfsmönnum sem fékk mikinn áhuga á efnunum þegar þau byrjuðu að koma fram á sjónarsviðið. Ég hef fylgst náið með rannsóknum á efnunum ásamt því að sækja mér eins djúpa og víða þekkingu og ég hef getað og frá mörgum sjónarhornum en innan lagalegs ramma. Ég hef reynt að opna umræðuna hjá mínum kollegum, held úti facebook hópi fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem vilja fylgjast með rannsóknum á efnunum, og hef verið dugleg að kalla á aukna fræðslu, bæði til kollega og til almennings. Ég deili að mörgu leyti áhyggjum Engilberts geðlæknis sem komu fram í Kastljósþætti fyrradagsins. Í þeim samfélögum sem varðveitt hafa efnin hafa þau verið notuð í jafnvel þúsundir ára innan strangs regluverks. Við höfum svo sótt þessi efni og flutt þau inn í okkar menningu, en án þess að taka regluverkið með okkur. Hér höfum við engar hefðir um notkun efnanna. Engan lagaramma. Engar klínískar leiðbeiningar. Enga gæðastaðla fyrir það fólk sem handleikur efnin. Og fullt, fullt af góðhjörtuðu fólki sem fékk sjálft mikið út úr notkun sinni, áttar sig ekki á því hvað það er að handleika og ákveður að aðstoða aðra við notkun efnanna. Þetta býður upp á vandræði. Og það er það sem við erum byrjuð að sjá. Mikla aukningu innlagna og alvarlegra atvika, sem ég fer ekki varhluta af á minni stofu. Svo hver er lausnin? Er lausnin að taka fjölmiðlaumfjöllunina í hina áttina og byrja hræðsluáróður? Hverju mun það skila? Sumar af staðhæfingum Engilberts í Kastljósi fyrradagsins falla hættulega nálægt hræðsluáróðri og ýkjum. Hann nefnir rannsókn þar sem fjórir af hverjum tíu sögðu reynsluna vera erfiðustu reynslu lífs síns, en sleppir því að nefna að 84% þessarra einstaklinga mæltu með reynslunni fyrir aðra þrátt fyrir það. Hann nefnir að einn af hverjum tíu segist hafa verið hættulegur sér eða öðrum, en nefnir ekki að 66-86% sagði reynsluna vera eina af fimm þýðingarmestu upplifun lífs síns, oft ofar en fæðingu fyrsta barns. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er ekki til þess að verja efnin, heldur til þess að vekja athygli á að það er ástæða fyrir því að fólk sækir í þetta. Aðrar ástæður koma líka til; einhliða umfjöllun í blöðum undanfarin ár, mölbrotið heilbrigðiskerfi og faraldur vanlíðunar. En tilfinning mín er sú að stærsta ástæðan er orðið sem berst á milli manna. Fólk sér líðan vina og vandamanna breytast eftir notkun efnanna og hugsar „ég vil þetta“. Hræðsluáróður mun ekki breyta því. Það eina sem hann gerir er að koma fólki sem notar efnin lengra út á jaðarinn, þar sem hætturnar verða meiri og hjálpin lengra í burtu. Hræðsluáróður skilar eingöngu því að fólk sem áður var á móti efnunum eru nú enn meira á móti þeim, og það fólk sem áður var hrifið af efnunum treystir ekki sínum fagaðilum fyrir notkun sinni, þorir ekki að leita sér hjálpar ef eitthvað bregður út af, og veit ekki hvert það á að leita sér réttra upplýsinga til að tryggja öryggi sitt. Ég held úti skaðaminnkandi fræðslunámskeiðum um efnin, ætlað fólki sem hefur að eigin frumkvæði ákveðið að fara þessa leið. Á námskeiðunum fer ég yfir hvað efnin eru og hvernig þau virka, hverjar áhættur og mögulegur ávinningur sé, hvað þurfi að hafa í huga áður en farið er út í þetta, hvað þurfi að passa þegar valin er yfirsetumanneskja og sálfélagsleg fræðsla um undirbúning og eftirvinnslu. Þessi fræðsla er í boði svo fólk hendi sér ekki út í eitthvað að algjörlega óathuguðu máli. Það sem við þurfum er FRÆÐSLA, ekki hræðsla. Okkur miðar aldrei neitt áfram ef við stýrum skipinu ekki frá þessari svarthvítu umræðu. Á þessum tímapunkti hefur það aldrei verið jafn nauðsynlegt. Höfundur er sálfræðingur, hefur lokið námi í hugbirtandi fræðum og heldur úti skaðaminnkandi fræðslu- og stuðningsnámskeiðum fyrir fólk sem hyggur á notkun þeirra.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun