Landhelgisgæslan greiddi Sportbátum tæpar þrjár milljónir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. febrúar 2024 22:48 Ljóst er að fleiri en Skagfirðingasveitin hafa orðið fyrir barðinu á svikahreppum Sportbáta. Vísir/Vilhelm Landhelgisgæslan greiddi fyrirtækinu Sportbátum tæpar þrjár milljónir inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í nóvember í fyrra. Fyrirtækið er sagt hafa snuðað björgunarsveitina Skagfirðingasveit um níu milljónir. Vísir greindi frá því í morgun að Skagfirðingasveit hafi greitt Sportbátum níu milljónir fyrir Zodiak-bát og ýmis önnur tæki fyrir ári síðan. Í Facebook-færslu frá Björgunarsveitinni kom fram að enginn bátur hafi í raun verið pantaður og engin tæki verið sótt eða greitt. Sportbátar, sem er skráð í eigu Sigurðar Lúthers Gestssonar og Svanhildar Ingibjörnsdóttur, hafi því féflett björgunarsveitina. Fyrirtækið var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Hvorki hefur náðst í Sigurð né Svanhildi þrátt fyrir endurteknar tilraunir í dag og í kvöld. Áttu að greiða rest við afhendingu Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að gæslan hafi auk Skagfirðinganna átt í viðskiptum við Sportbáta. „Við greiddum inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í byrjun nóvember. Greiddum tæpar þrjár milljónir og gerðum ráð fyrir að fá bátinn öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Ásgeir. Hann segir að restin hafi átt að greiðast við afhendingu. Frekari viðskipti við Sportbáta hafi ekki staðið til. „Við gerum síðan bara ráð fyrir því að við séum að fara að fá bátinn á sama tíma og við fáum póstinn um að fyrirtækið sé farið á hausinn,“ segir Ásgeir. Hann segir framhaldið nú í höndunum á lögfræðisviði gæslunnar. Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Vísir greindi frá því í morgun að Skagfirðingasveit hafi greitt Sportbátum níu milljónir fyrir Zodiak-bát og ýmis önnur tæki fyrir ári síðan. Í Facebook-færslu frá Björgunarsveitinni kom fram að enginn bátur hafi í raun verið pantaður og engin tæki verið sótt eða greitt. Sportbátar, sem er skráð í eigu Sigurðar Lúthers Gestssonar og Svanhildar Ingibjörnsdóttur, hafi því féflett björgunarsveitina. Fyrirtækið var samkvæmt heimildum fréttastofu úrskurðað gjaldþrota þann 18. janúar síðastliðinn. Hvorki hefur náðst í Sigurð né Svanhildi þrátt fyrir endurteknar tilraunir í dag og í kvöld. Áttu að greiða rest við afhendingu Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að gæslan hafi auk Skagfirðinganna átt í viðskiptum við Sportbáta. „Við greiddum inn á Zodiak-bát fyrir sjómælingaskipið Baldur í byrjun nóvember. Greiddum tæpar þrjár milljónir og gerðum ráð fyrir að fá bátinn öðru hvoru megin við áramótin,“ segir Ásgeir. Hann segir að restin hafi átt að greiðast við afhendingu. Frekari viðskipti við Sportbáta hafi ekki staðið til. „Við gerum síðan bara ráð fyrir því að við séum að fara að fá bátinn á sama tíma og við fáum póstinn um að fyrirtækið sé farið á hausinn,“ segir Ásgeir. Hann segir framhaldið nú í höndunum á lögfræðisviði gæslunnar.
Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Tengdar fréttir Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Skagfirðingasveit segist svikin um níu milljónir króna Svo virðist sem fyrirtækið Sportbátar stundi afar vafasama viðskiptahætti svo ekki sé meira sagt. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit segir fyrirtækið hafa svikið sig um andvirði hálfs Zodiak-báts og tæki samanlagt að andvirði níu milljóna. 6. febrúar 2024 11:56