Ætla að safna fimmtíu milljónum til að koma fólkinu sjálf frá Gasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2024 09:50 Sema Erla Serdar er stofnandi Solaris, hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Vísir/Vilhelm Efnt hefur verið til söfnunar til að standa að kostnaði við að flytja 128 Palestínumönnum frá Gasa. Þrjár íslenskar konur sem blöskraði aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar hafa sótt konu og þrjú börn til Gasa og komið til Egyptalands í öruggt skjól. Það eru samtökin Solaris sem standa að söfnuninni. Fram kom í gær að rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristínu Eiríksdóttur ásamt Maríu Lilju Þrastardóttur hefðu farið til Egyptalands í síðustu viku. Á fjórum dögum tókst þeim að koma fyrrnefndri fjölskyldu frá Gasa og yfir til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands. Um er að ræða fjölskyldu manns sem er vinur kvennanna og hefur dvalið á Íslandi undanfarin ár. Hann fékk kennitölu hér á landi í fyrra og sótti um fjölskyldusameiningu í apríl 2023. 75 börn, 44 mæður og níu feður Á heimasíðu söfnunarinnar kemur fram að 128 manns, 75 börn, 44 mæður og níu feður, hafi beðið mánuðum saman eftir liðsinni íslenskra stjórnvalda. Fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ekki væri hægt að byrja að sækja fyrrnefnda 128 einstaklinga fyrr en mótuð hefði verið ný stefna í málaflokknum. Hann óttist að innviðir landsins springi að óbreyttu enda kosti málaflokkurinn rúmlega tuttugu milljarða króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á RÚV í gær að málið væri flókið. Þrjú ráðuneyti væru að vinna að því að sjá til þess að fólkinu yrði komið til landsins. Hafna því að málið sé flókið „Stjórnvöld hafa staðið aðgerðarlaus hjá mánuðum saman. Fólk sem býr hér á landi og bíður fjölskyldna sinna í örvæntingu hefur endurtekið óskað eftir samtali við stjórnvöld. Óskum þess hefur nær eingöngu verið hafnað eða ekki svarað. Á sama tíma hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar ítrekað farið með ósannindi til þess að afvegaleiða umræðuna og reynt að fría sig siðferðislegri ábyrgð,“ segir á heimasíðu söfnunarinnar. Þau hafna því að málið sé flókið. Stjórnvöld hafi brugðist palestínsku þjóðinni og þvi hafi íslenskir ríkisborgarar tekið málið í sínar hendur. „Íslendingum sem blöskraði aðgerðarleysi og mælskubrögð ríkisstjórnarinnar fóru til Egyptalands fyrir nokkrum dögum og unnu á eigin vegum að því að koma fólki yfir landamærin. Nú þegar hefur einni palestínskri fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, verið komið frá Gaza,“ segir á heimasíðunni. „Að koma fólki út af Gaza og til Egyptalands kostar töluverða fjármuni. Heildarkostnaðurinn við að koma um 100 manneskjum löglega yfir landamærin, í samvinnu við þjónustuaðila og tengiliði sem starfa með egypskum og ísraelskum stjórnvöldum sem annast þessi mál, er um 50 milljónir íslenskra króna.“ Bergþóra þakkar fyrir hlýjar kveðjur og velvilja sem rignir yfir konurnar þrjár í ljósi tíðinda gærdagsins. „Það eru palestínsku vinir okkar sem eiga allan heiður skilið, útsjónasömu, kláru og þrautseigu. Við erum bara í stelpuferð að skemmta okkur vel,“ segir Bergþóra. Íslensk stjórnvöld þurfa að gera miklu meira að mati Bergþóru, en hún gagnrýnir þau harðlega. „Þetta snýst um líf nokkurra barna á hættulegasta stað í heimi,“ segir hún og furðar sig á því að skyndilega sé farið að tala um að innviðir Íslands séu að þrotum komnir.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson sagði í fréttum í gær alrangt að Ísland sæti aðgerðarlaust í málaflokknum. Hann sagðist óttast að innviðir landsins myndu springa með áframhaldi á núverandi fyrirkomulagi. „Ef fólk er að komast út með aðstoð annarra, þá er það bara flott. Ég gleðst yfir því að það geti gerst,“ sagði hann, en bætti við stjórnvöld þyrftu að líta heildstætt á málið, og nú væri slík skipulagning í gangi. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. 7. febrúar 2024 09:31 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6. febrúar 2024 20:09 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Það eru samtökin Solaris sem standa að söfnuninni. Fram kom í gær að rithöfundarnir Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Kristínu Eiríksdóttur ásamt Maríu Lilju Þrastardóttur hefðu farið til Egyptalands í síðustu viku. Á fjórum dögum tókst þeim að koma fyrrnefndri fjölskyldu frá Gasa og yfir til Kaíró, höfuðborgar Egyptalands. Um er að ræða fjölskyldu manns sem er vinur kvennanna og hefur dvalið á Íslandi undanfarin ár. Hann fékk kennitölu hér á landi í fyrra og sótti um fjölskyldusameiningu í apríl 2023. 75 börn, 44 mæður og níu feður Á heimasíðu söfnunarinnar kemur fram að 128 manns, 75 börn, 44 mæður og níu feður, hafi beðið mánuðum saman eftir liðsinni íslenskra stjórnvalda. Fólkið er með dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að ekki væri hægt að byrja að sækja fyrrnefnda 128 einstaklinga fyrr en mótuð hefði verið ný stefna í málaflokknum. Hann óttist að innviðir landsins springi að óbreyttu enda kosti málaflokkurinn rúmlega tuttugu milljarða króna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á RÚV í gær að málið væri flókið. Þrjú ráðuneyti væru að vinna að því að sjá til þess að fólkinu yrði komið til landsins. Hafna því að málið sé flókið „Stjórnvöld hafa staðið aðgerðarlaus hjá mánuðum saman. Fólk sem býr hér á landi og bíður fjölskyldna sinna í örvæntingu hefur endurtekið óskað eftir samtali við stjórnvöld. Óskum þess hefur nær eingöngu verið hafnað eða ekki svarað. Á sama tíma hafa ráðherrar ríkisstjórnarinnar ítrekað farið með ósannindi til þess að afvegaleiða umræðuna og reynt að fría sig siðferðislegri ábyrgð,“ segir á heimasíðu söfnunarinnar. Þau hafna því að málið sé flókið. Stjórnvöld hafi brugðist palestínsku þjóðinni og þvi hafi íslenskir ríkisborgarar tekið málið í sínar hendur. „Íslendingum sem blöskraði aðgerðarleysi og mælskubrögð ríkisstjórnarinnar fóru til Egyptalands fyrir nokkrum dögum og unnu á eigin vegum að því að koma fólki yfir landamærin. Nú þegar hefur einni palestínskri fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar, verið komið frá Gaza,“ segir á heimasíðunni. „Að koma fólki út af Gaza og til Egyptalands kostar töluverða fjármuni. Heildarkostnaðurinn við að koma um 100 manneskjum löglega yfir landamærin, í samvinnu við þjónustuaðila og tengiliði sem starfa með egypskum og ísraelskum stjórnvöldum sem annast þessi mál, er um 50 milljónir íslenskra króna.“ Bergþóra þakkar fyrir hlýjar kveðjur og velvilja sem rignir yfir konurnar þrjár í ljósi tíðinda gærdagsins. „Það eru palestínsku vinir okkar sem eiga allan heiður skilið, útsjónasömu, kláru og þrautseigu. Við erum bara í stelpuferð að skemmta okkur vel,“ segir Bergþóra. Íslensk stjórnvöld þurfa að gera miklu meira að mati Bergþóru, en hún gagnrýnir þau harðlega. „Þetta snýst um líf nokkurra barna á hættulegasta stað í heimi,“ segir hún og furðar sig á því að skyndilega sé farið að tala um að innviðir Íslands séu að þrotum komnir.Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson sagði í fréttum í gær alrangt að Ísland sæti aðgerðarlaust í málaflokknum. Hann sagðist óttast að innviðir landsins myndu springa með áframhaldi á núverandi fyrirkomulagi. „Ef fólk er að komast út með aðstoð annarra, þá er það bara flott. Ég gleðst yfir því að það geti gerst,“ sagði hann, en bætti við stjórnvöld þyrftu að líta heildstætt á málið, og nú væri slík skipulagning í gangi.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. 7. febrúar 2024 09:31 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6. febrúar 2024 20:09 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Fleiri fréttir Leit við Meradali og úti á sjó vegna neyðarboðs Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Sjá meira
Stöndum með Palestínufólki! Fjölskyldurnar heim! Þegar þetta er skrifað hefur Gasa verið undir stöðugu sprengjuregni í 122 daga; 35.000 manns hafa verið myrt og 2 milljónir eru fastar í herkví Ísraelshers. Aðstæðum hefur verið lýst sem fordæmalausri neyð af öllum helstu mannúðarsamtökum, mannúðaraðstoðin er fjársvelt og lítið sem ekkert af henni er leyft að berast á svæðið. 7. febrúar 2024 09:31
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23
Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6. febrúar 2024 20:09