Ungt fólk þyrst í fræðsluefni um kynheilbrigði Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2024 15:01 Sóley S. Bender segir áríðandi að námsefni um kynheilbrigði taki mið af óskum ungmenna og barna. Þau vilji fræðslu sem tali um sambönd, tilfinningar og margt meira. Mynd/HÍ/Kristinn Ingvarsson Nýlega gáfu Samtök um kynheilbrigði út nýja handbók, Kynheilbrigði og vellíðan ungs fólks, fyrir kennara í framhaldsskólum til að kenna um kynheilbrigðismál. Tilgangur handbókarinnar er að stuðla að kynheilbrigði ungs fólks. Ritstjórar efnisins eru Sóley og Yvonne K. Fulbright, kynfræðingur. Sóley S. Bender formaður samtakanna, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í kynheilbrigði, segir að fram hafi komið í rannsóknum, meðal annars hennar, að mikil þörf er á kennslu um kynheilbrigði í framhaldsskólum. Sem dæmi hafi komið fram í könnun sem framkvæmd var árið 2022 meðal nemenda í framhaldsskólum hér á landi að um 50 prósent sögðust hafa fengið kynfræðslu á 1. ári en aðeins 8 prósent á 2. ári og 3 prósent á 3. ári. Handbókin samanstendur af 13 kennslustundum sem fjalla um einstaklinginn, sambönd og forvarnir Hver kennslustund byggist á gagnvirkum kennsluaðferðum þar sem nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum. Kennarinn fær sérstakt efni til að undirbúa sig undir kennsluna. Handbókin byggir á hugmyndafræði sem er í örri þróun og snýst um heilbrigði og jákvæða kynverund einstaklingsins. Sú hugmyndafræði leggur áherslu á kynferðislega vellíðan og að einstaklingurinn eigi að geta notið sín sem kynvera. Forsíða nýju handbókarinnar. Sóley segir að þannig hafi verið gerð bókarinnar sérstaklega verið hugað að stefnum og straumum um kynvitund, fjölbreytileika og rétti einstaklingsins til að njóta kynlífs án ofbeldis. Auk þess hafi verið tekið mið af alþjóðlegum og evrópskum leiðbeiningum um heildræna kynfræðslu. „Hugtakið kynheilbrigði nær bæði til kynlífs einstaklinga og frjóseminnar. Báðir þessir þættir fléttaðir saman. En það er svo mikilvægt í sambandi við kynheilbrigði og skilgreningu á því að það nái til sálrænna, tilfinningalegra, félagslegra og líkamlegra þátta. Það þýðir að við getum ekki kennt bara um kynþroska mannsins, eitthvað líkamlegt, heldur þurfum við líka að kenna um tilfinningar og hvað felst í kynferðislegri vellíðan. Við þurfum að tala um það hvernig við tjáum okkur. Því við erum nú einu sinni bara manneskja með tilfinningar, langanir og þrár og við þurfum einhvern veginn að hafa fengið einhverja umræðu um þetta til að hjálpa okkur þegar við svo stöndum í aðstæðunum,“ segir hún og heldur áfram: „Þessi jákvæða kynverund er einmitt andstæðan við þessa ofuráherslu á áhætturnar. Að því að í gamla daga var verið að ganga út frá vandamálunum. Það var verið að kenna krökkunum um kynsjúkdómana og svo skuluðu bara ykkur að fá ekki kynsjúkdóm. Í stað þess að kenna þeim ýmsar leiðir að þau verði svo góð að tjá sig og beri virðingu fyrir öðrum. Þori að opna umræðuna. Og það geri það að verkum að þau verði þá öruggari í að nota smokkinn þegar þau þurf á honum að halda. Og þá komum við í veg fyrir kynsjúkdóma.“ Kennarar og hjúkrunarfræðingar geti notað efnið saman Sóley segir handbókina ætlaða kennurum í framhaldsskólum en að hún geti einnig nýst námsráðgjöfum eða skólahjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á efni. Þá sé heldur ekkert sem banni að kennarar og hjúkrunarfræðingar vinni með efni í samstarfi. Spurð hvort mikið nýtt sé að finna í handbókinni segir Sóley að árið 2011 hafi samtökin gefið út handbók. „Á þeim tíma þá voru aðstæður á ákveðinn veg. Við höfum ekki upplifað #metoo byltinguna og höfðum ekki svona mikla umfjöllum um hinseginleikann,“ segir Sóley og að eins hafi aðgengi að upplýsingum aukist verulega síðasta áratuginn og notkun samfélagsmiðla. „Það er svo margt svona sem hefur verið að gerast á seinni árum sem þarf að taka tillit til. Það kemur þarna inn í að við þurfumað átta okkur á fjölbreytileikanum frá svo mörgum hliðum og þessum þjóðfélagsbreytingum. Það eru öðruvísi þarfir í rauninni í okkar samfélagi og hvernig við leggjum upp með námsefni. Það þarf að taka mið af slíkum breytingum, en það þarf líka að taka við af alþjóðlegum og evrópskum leiðbeiningum. Við, hér á Íslandi, þurfum að vera í takt við það sem er að gerast í hinum stóra heimi,“ segir Sóley. Handbókin byggir á hugmyndafræði sem er í örri þróun og snýst um heilbrigði og jákvæða kynverund einstaklingsins. Sú hugmyndafræði leggur áherslu á kynferðislega vellíðan og að einstaklingurinn eigi að geta notið sín sem kynvera. „Kannski til að útskýra aðeins í sambandi við jákvæða kynverund. Þá miðast hún við að stuðla að vellíðan og heilbrigðis einstaklingsins, sem kynveru. Að kynverund er í raun allt sem við erum sem kynverur. Hún grundvallast á mannréttindum og þar með rétti til einstaklingsins til kynheilbrigðis.2 Sóley segir margt háð mannréttindum, jafnræði og sjálfsákvörðunarvald, og að hugmyndin um jákvæða kynverund sé ætlað að valdefla einstaklinginn í stað þess að leggja áherslu á hætturnar sem geta fylgt því að stunda kynlíf. Fræða ekki hræða „Lengi vel var það þannig, eins og unglingarnir sögðu gjarnan, það var alltaf verið að hræða okkur. Við viljium láta fræða okkur ekki hræða okkur. Þannig er áherslan í dag út frá þessari jákvæðu kynverund að byggja þau upp. Að draga fram þeirra styrkleika,“ segir Sóley og að meðal þess sem börn og ungmenni eigi að læra af fræðslunni sé hvernig sé að vera í sambandi. „Það er flókið oft og hvernig maður á að tjá sig og hvernig maður á að vera framfylginn sjálfum sér. Eins og hvenær gefur maður samþykki og hvenær ekki,“ segir Sóley og að það sé svo margt sem þarf að kunna í dag. Við vinnslu handbókarinnar var unnið með mörgum fagaðilum og hagsmunasamtökum. Má þar nefna Samtökin 78, Kynfræðifélag Íslands, Trans Ísland og Tabú. Sóley segir að það hafi fyrst verið árið 2020 sem samtökin leituðu til þessara samtaka í þeirri von að geta uppfært efnið sem upprunalega var gefið út árið 2011. „Til þess að lesa yfir efnið eins og það var á þeim tíma og síðan þegar allir voru búnir að gefa sínar umsagnir, höfðum við tvær vinnusmiðjur. Tvær hálfsdagsvinnusmiðjur þar sem farið var yfir umsagnirnar og hvernig væri gott að leggja það upp og hvað við gætum lagt meiri áherslu á og hvað ekki,“ segir Sóley og að það hafi verið afar góð upplifun að hittast með þessu móti. Það hafi safnast saman þekking sem hafi verið leiðarljós í ritstjórn nýju handbókarinnar. Flókin umræða Í haust fór fram umræða í samfélaginu um kyn- og hinseginfræðslu sem oft á tíðum var villandi. Varpað var fram myndum úr kennsluefni sem ætlað er börnum í grunnskóla og það tekið úr samhengi. Kveikjan að umræðunni var kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu á síðasta ári. Umræðan sem fylgdi einkenndist að miklu leyti á upplýsingaóreiðu og voru Samtökin ´78 verið bendluð við bókina og kynfræðslu þrátt fyrir að hafa hvorki komið að þýðingu né útgáfu bókarinnar. Sóley segir númer eittt, tvö og þrjú að jaðarsettum hópum sé sýndur skilningur. „en séum ekki tilbúin með fordómana, bara einn, tveir og þrír. Við þurfum að átta okkur á því og setja okkur í spor einstaklinga sem eru staddir á einhverjum öðrum stað en við. Við þurfum að reyna að setja okkur í þær aðstæður. Fordómar í rauninni byggja alltaf á því að við höfum litlar upplýsingar. Síðan drögum við ályktanir og það er ekki góð leið. Við þurfum að hafa góðar upplýsingar til að draga góðar ályktanir,“ segir Sóley og að það sem hafi gerst í þessari umræðu í haust hafi verið hlaupið of hratt í að fordæma. Hún segir að efnið sem hafi þá verið til umræðu hafi verið fyrir yngri hóp en það efni sem Samtök um kynheilbrigði eru nú að gefa út. Yngri börn séu viðkvæmari hópur og því hafi umræðan líklega tekið sína stefnu með mið af því. „Þarna ertu komin með unglingana eftir grunnskólann. Þau eru að byrja í framhaldsskóla og orðin miklu sjálfstæðari í hugsun. Þau vilja mörg aðgreina sig frá foreldrum sínum og það er eðlilegt miða við aldur þeirra og þroska. Einhver hluti þeirra er byrjaður að stunda kynlíf en alls ekki allir,“ segir Sóley og að börn á framhaldsskólastigi séu á allt öðru þroskastigi. „Þau þurfa að halda áfram að fá góða kynfræðslu. Þau eru alls ekkert öll byrjuð að stunda kynlíf í grunnskóla sem betur fer. En þau þurfa á þessum upplýsingum að halda.“ Ekki gott að kenna í fyrirlestri Sóley segist hafa rannsakað efnið vel og að það hafi alltaf komið fram sama krafan frá ungu fólki, sama á hvaða tíma það var, um gott kynfræðsluefni. „Það er alveg gríðarlega þyrst í að fá góðar upplýsingar og umræðu um þessi málefni. Fá umræðu um tilfinningar og hvernig á að segja þetta og segja hitt. Það er það sem við þurfum á að halda og þess vegna þurfum við að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir,“ segir Sóley en kennsluefnið sem fylgir nýju handbókinni er einmitt allt gagnvirkt. „Það eru ekki fyrirlestrar í þessu efni. Já ok. Já og hlær. En aftur á móti. Af því að fyrirlestrar eru mjög góðir til að koma miklu efni fyrir á stuttum tíma. Sem eru þekkingarlegs eðlis. En þega rþú æytlar að vinna með viðhorf og færni þá eru þessar aðferðir ekki góð leið,“ segir Sóley og að í stað þess sé efnið kennt með hópavinnu, einstaklingsvinnum, verkefnavinnu og umræðum. Þannig nái upplýsingarnar að flæða á milli nemenda og svo sé kennarinn til leiðsagnar. Þannig það má alveg gera ráð fyrir því að umræðurnar og tímarnir séu ólíkir eftir hverjum sem tekur þetta efni fyrir? Já, út af því að nemendur eru líka staddir á ólíkum stigum. Þeir hafa sinn bakgrunn frá sínum sinni fjölskyldu og annað.“ Hún segir það því miður sjaldnast þannig að börn læri um kynfræðslu frá foreldrum sínum. Ef þau heyri eitthvað slíkt heima sé líklegra að það sé frá mæðrum en feðrum. Þannig séu börn misvel undirbúin fyrir umræður um kynfræðslu þegar hún svo fer fram í skólanum. „Svo er misjafnt hvað þau hafa verið að kynna sér á netinu. Þannig að þau eru mismunandi stödd og mismunandi hvað þau hafa reynt fyrir sér með öðrum einstaklingi í kynferðislegu sambandi. Það er líka bara mismunandi,“ segir Sóley og þess vegna verði hver kennslustund ólík. Efnið er öllum aðgengilegt á vef Samtaka um kynheilbrigði. „En svo verður þetta hluti af rannsókn við Háskóla Íslands. Að öllum líkindum næsta haust. Þá getum við séð bæði hvernig gengur kennurum að kenna efnið og hvernig upplifir nemandinn efnið. Þetta er allavega það sem ungt fólk er búið að biðja alveg gríðarlega mikið um.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Grunnskólar Framhaldsskólar Kynlíf Tengdar fréttir Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00 Augljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í samfélaginu Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu. 24. september 2023 16:32 Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56 „Almennt er mjög mikil ánægja með þetta“ Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum. 3. maí 2023 21:00 Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi. 22. desember 2022 19:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Sóley S. Bender formaður samtakanna, prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðingur í kynheilbrigði, segir að fram hafi komið í rannsóknum, meðal annars hennar, að mikil þörf er á kennslu um kynheilbrigði í framhaldsskólum. Sem dæmi hafi komið fram í könnun sem framkvæmd var árið 2022 meðal nemenda í framhaldsskólum hér á landi að um 50 prósent sögðust hafa fengið kynfræðslu á 1. ári en aðeins 8 prósent á 2. ári og 3 prósent á 3. ári. Handbókin samanstendur af 13 kennslustundum sem fjalla um einstaklinginn, sambönd og forvarnir Hver kennslustund byggist á gagnvirkum kennsluaðferðum þar sem nemendur vinna að fjölbreyttum verkefnum. Kennarinn fær sérstakt efni til að undirbúa sig undir kennsluna. Handbókin byggir á hugmyndafræði sem er í örri þróun og snýst um heilbrigði og jákvæða kynverund einstaklingsins. Sú hugmyndafræði leggur áherslu á kynferðislega vellíðan og að einstaklingurinn eigi að geta notið sín sem kynvera. Forsíða nýju handbókarinnar. Sóley segir að þannig hafi verið gerð bókarinnar sérstaklega verið hugað að stefnum og straumum um kynvitund, fjölbreytileika og rétti einstaklingsins til að njóta kynlífs án ofbeldis. Auk þess hafi verið tekið mið af alþjóðlegum og evrópskum leiðbeiningum um heildræna kynfræðslu. „Hugtakið kynheilbrigði nær bæði til kynlífs einstaklinga og frjóseminnar. Báðir þessir þættir fléttaðir saman. En það er svo mikilvægt í sambandi við kynheilbrigði og skilgreningu á því að það nái til sálrænna, tilfinningalegra, félagslegra og líkamlegra þátta. Það þýðir að við getum ekki kennt bara um kynþroska mannsins, eitthvað líkamlegt, heldur þurfum við líka að kenna um tilfinningar og hvað felst í kynferðislegri vellíðan. Við þurfum að tala um það hvernig við tjáum okkur. Því við erum nú einu sinni bara manneskja með tilfinningar, langanir og þrár og við þurfum einhvern veginn að hafa fengið einhverja umræðu um þetta til að hjálpa okkur þegar við svo stöndum í aðstæðunum,“ segir hún og heldur áfram: „Þessi jákvæða kynverund er einmitt andstæðan við þessa ofuráherslu á áhætturnar. Að því að í gamla daga var verið að ganga út frá vandamálunum. Það var verið að kenna krökkunum um kynsjúkdómana og svo skuluðu bara ykkur að fá ekki kynsjúkdóm. Í stað þess að kenna þeim ýmsar leiðir að þau verði svo góð að tjá sig og beri virðingu fyrir öðrum. Þori að opna umræðuna. Og það geri það að verkum að þau verði þá öruggari í að nota smokkinn þegar þau þurf á honum að halda. Og þá komum við í veg fyrir kynsjúkdóma.“ Kennarar og hjúkrunarfræðingar geti notað efnið saman Sóley segir handbókina ætlaða kennurum í framhaldsskólum en að hún geti einnig nýst námsráðgjöfum eða skólahjúkrunarfræðingum sem hafa áhuga á efni. Þá sé heldur ekkert sem banni að kennarar og hjúkrunarfræðingar vinni með efni í samstarfi. Spurð hvort mikið nýtt sé að finna í handbókinni segir Sóley að árið 2011 hafi samtökin gefið út handbók. „Á þeim tíma þá voru aðstæður á ákveðinn veg. Við höfum ekki upplifað #metoo byltinguna og höfðum ekki svona mikla umfjöllum um hinseginleikann,“ segir Sóley og að eins hafi aðgengi að upplýsingum aukist verulega síðasta áratuginn og notkun samfélagsmiðla. „Það er svo margt svona sem hefur verið að gerast á seinni árum sem þarf að taka tillit til. Það kemur þarna inn í að við þurfumað átta okkur á fjölbreytileikanum frá svo mörgum hliðum og þessum þjóðfélagsbreytingum. Það eru öðruvísi þarfir í rauninni í okkar samfélagi og hvernig við leggjum upp með námsefni. Það þarf að taka mið af slíkum breytingum, en það þarf líka að taka við af alþjóðlegum og evrópskum leiðbeiningum. Við, hér á Íslandi, þurfum að vera í takt við það sem er að gerast í hinum stóra heimi,“ segir Sóley. Handbókin byggir á hugmyndafræði sem er í örri þróun og snýst um heilbrigði og jákvæða kynverund einstaklingsins. Sú hugmyndafræði leggur áherslu á kynferðislega vellíðan og að einstaklingurinn eigi að geta notið sín sem kynvera. „Kannski til að útskýra aðeins í sambandi við jákvæða kynverund. Þá miðast hún við að stuðla að vellíðan og heilbrigðis einstaklingsins, sem kynveru. Að kynverund er í raun allt sem við erum sem kynverur. Hún grundvallast á mannréttindum og þar með rétti til einstaklingsins til kynheilbrigðis.2 Sóley segir margt háð mannréttindum, jafnræði og sjálfsákvörðunarvald, og að hugmyndin um jákvæða kynverund sé ætlað að valdefla einstaklinginn í stað þess að leggja áherslu á hætturnar sem geta fylgt því að stunda kynlíf. Fræða ekki hræða „Lengi vel var það þannig, eins og unglingarnir sögðu gjarnan, það var alltaf verið að hræða okkur. Við viljium láta fræða okkur ekki hræða okkur. Þannig er áherslan í dag út frá þessari jákvæðu kynverund að byggja þau upp. Að draga fram þeirra styrkleika,“ segir Sóley og að meðal þess sem börn og ungmenni eigi að læra af fræðslunni sé hvernig sé að vera í sambandi. „Það er flókið oft og hvernig maður á að tjá sig og hvernig maður á að vera framfylginn sjálfum sér. Eins og hvenær gefur maður samþykki og hvenær ekki,“ segir Sóley og að það sé svo margt sem þarf að kunna í dag. Við vinnslu handbókarinnar var unnið með mörgum fagaðilum og hagsmunasamtökum. Má þar nefna Samtökin 78, Kynfræðifélag Íslands, Trans Ísland og Tabú. Sóley segir að það hafi fyrst verið árið 2020 sem samtökin leituðu til þessara samtaka í þeirri von að geta uppfært efnið sem upprunalega var gefið út árið 2011. „Til þess að lesa yfir efnið eins og það var á þeim tíma og síðan þegar allir voru búnir að gefa sínar umsagnir, höfðum við tvær vinnusmiðjur. Tvær hálfsdagsvinnusmiðjur þar sem farið var yfir umsagnirnar og hvernig væri gott að leggja það upp og hvað við gætum lagt meiri áherslu á og hvað ekki,“ segir Sóley og að það hafi verið afar góð upplifun að hittast með þessu móti. Það hafi safnast saman þekking sem hafi verið leiðarljós í ritstjórn nýju handbókarinnar. Flókin umræða Í haust fór fram umræða í samfélaginu um kyn- og hinseginfræðslu sem oft á tíðum var villandi. Varpað var fram myndum úr kennsluefni sem ætlað er börnum í grunnskóla og það tekið úr samhengi. Kveikjan að umræðunni var kynfræðslubókin Kyn, kynlíf og allt hitt (2015) eftir þau Cory Silverberg og Fionu Smyth sem kom út í íslenskri þýðingu á síðasta ári. Umræðan sem fylgdi einkenndist að miklu leyti á upplýsingaóreiðu og voru Samtökin ´78 verið bendluð við bókina og kynfræðslu þrátt fyrir að hafa hvorki komið að þýðingu né útgáfu bókarinnar. Sóley segir númer eittt, tvö og þrjú að jaðarsettum hópum sé sýndur skilningur. „en séum ekki tilbúin með fordómana, bara einn, tveir og þrír. Við þurfum að átta okkur á því og setja okkur í spor einstaklinga sem eru staddir á einhverjum öðrum stað en við. Við þurfum að reyna að setja okkur í þær aðstæður. Fordómar í rauninni byggja alltaf á því að við höfum litlar upplýsingar. Síðan drögum við ályktanir og það er ekki góð leið. Við þurfum að hafa góðar upplýsingar til að draga góðar ályktanir,“ segir Sóley og að það sem hafi gerst í þessari umræðu í haust hafi verið hlaupið of hratt í að fordæma. Hún segir að efnið sem hafi þá verið til umræðu hafi verið fyrir yngri hóp en það efni sem Samtök um kynheilbrigði eru nú að gefa út. Yngri börn séu viðkvæmari hópur og því hafi umræðan líklega tekið sína stefnu með mið af því. „Þarna ertu komin með unglingana eftir grunnskólann. Þau eru að byrja í framhaldsskóla og orðin miklu sjálfstæðari í hugsun. Þau vilja mörg aðgreina sig frá foreldrum sínum og það er eðlilegt miða við aldur þeirra og þroska. Einhver hluti þeirra er byrjaður að stunda kynlíf en alls ekki allir,“ segir Sóley og að börn á framhaldsskólastigi séu á allt öðru þroskastigi. „Þau þurfa að halda áfram að fá góða kynfræðslu. Þau eru alls ekkert öll byrjuð að stunda kynlíf í grunnskóla sem betur fer. En þau þurfa á þessum upplýsingum að halda.“ Ekki gott að kenna í fyrirlestri Sóley segist hafa rannsakað efnið vel og að það hafi alltaf komið fram sama krafan frá ungu fólki, sama á hvaða tíma það var, um gott kynfræðsluefni. „Það er alveg gríðarlega þyrst í að fá góðar upplýsingar og umræðu um þessi málefni. Fá umræðu um tilfinningar og hvernig á að segja þetta og segja hitt. Það er það sem við þurfum á að halda og þess vegna þurfum við að nota fjölbreyttar kennsluaðferðir,“ segir Sóley en kennsluefnið sem fylgir nýju handbókinni er einmitt allt gagnvirkt. „Það eru ekki fyrirlestrar í þessu efni. Já ok. Já og hlær. En aftur á móti. Af því að fyrirlestrar eru mjög góðir til að koma miklu efni fyrir á stuttum tíma. Sem eru þekkingarlegs eðlis. En þega rþú æytlar að vinna með viðhorf og færni þá eru þessar aðferðir ekki góð leið,“ segir Sóley og að í stað þess sé efnið kennt með hópavinnu, einstaklingsvinnum, verkefnavinnu og umræðum. Þannig nái upplýsingarnar að flæða á milli nemenda og svo sé kennarinn til leiðsagnar. Þannig það má alveg gera ráð fyrir því að umræðurnar og tímarnir séu ólíkir eftir hverjum sem tekur þetta efni fyrir? Já, út af því að nemendur eru líka staddir á ólíkum stigum. Þeir hafa sinn bakgrunn frá sínum sinni fjölskyldu og annað.“ Hún segir það því miður sjaldnast þannig að börn læri um kynfræðslu frá foreldrum sínum. Ef þau heyri eitthvað slíkt heima sé líklegra að það sé frá mæðrum en feðrum. Þannig séu börn misvel undirbúin fyrir umræður um kynfræðslu þegar hún svo fer fram í skólanum. „Svo er misjafnt hvað þau hafa verið að kynna sér á netinu. Þannig að þau eru mismunandi stödd og mismunandi hvað þau hafa reynt fyrir sér með öðrum einstaklingi í kynferðislegu sambandi. Það er líka bara mismunandi,“ segir Sóley og þess vegna verði hver kennslustund ólík. Efnið er öllum aðgengilegt á vef Samtaka um kynheilbrigði. „En svo verður þetta hluti af rannsókn við Háskóla Íslands. Að öllum líkindum næsta haust. Þá getum við séð bæði hvernig gengur kennurum að kenna efnið og hvernig upplifir nemandinn efnið. Þetta er allavega það sem ungt fólk er búið að biðja alveg gríðarlega mikið um.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Réttindi barna Grunnskólar Framhaldsskólar Kynlíf Tengdar fréttir Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00 Augljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í samfélaginu Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu. 24. september 2023 16:32 Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56 „Almennt er mjög mikil ánægja með þetta“ Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum. 3. maí 2023 21:00 Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi. 22. desember 2022 19:00 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hló og grét þegar hún seldi fyrir milljón á einum degi „Jú það kom alveg tími þar sem ég efaðist. Hvort ég ætti að halda áfram eða hætta. Kannski gæti ég þetta ekkert, mér fannst ég ekki nógu sæt eða vita nógu mikið og svo framvegis,“ segir Gerður Huld Arinbjarnardóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Blush. 30. janúar 2024 07:00
Augljóst að ætlunin hafi verið að varpa sprengju í samfélaginu Eva Hauksdóttir lögmaður og Alexandra Briem borgarfulltrúi, ræddu umdeilda kynfræðslu í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þær voru sammála um að ákveðið menningarstríð væri í gangi. Alexandra sagði augljóst að þeir sem væru á móti fræðslunni hefðu viljandi farið í stórar aðgerðir sem myndu varpa sprengju í samfélaginu. 24. september 2023 16:32
Námsefni tekið úr samhengi og stillt upp á villandi hátt Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. 14. september 2023 16:56
„Almennt er mjög mikil ánægja með þetta“ Veggspjöld um kynheilbrigði voru fjarlægð af veggjum grunnskóla í Kópavogi að beiðni foreldra ungra nemenda. Verkefnastýra hjá Reykjavíkurborg sér ekkert slæmt við það að yngri börn geti kynnt sér efnið á spjöldunum. 3. maí 2023 21:00
Krakkar oft komnir lengra en fagfólk í kynfræðslu Samræma þarf kynfræðslu í grunnskólum og gera hana betri að mati fagstjóra heilsuverndar skólabarna. Nauðsynlegt sé að uppfæra hana því oft séu krakkarnir komnir mun lengra en fagfólk. Hún segir slæmt að nánast engin kynfræðsla sé á leikskóla-og framhaldsskólastigi. 22. desember 2022 19:00