Höfðar mál gegn Disney og Lucasfilm með stuðningi Musks Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2024 14:24 Gina Carano á frumsýningu Star Wars: Rise of Skywalker árið 2019. Getty/Rodin Eckenroth Leikkonan Gina Carano hefur höfðað mál gegn Walt Disney og Lucasfilm, með stuðningi auðjöfursins Elons Musk. Carano heldur því fram að hún hafi ranglega verið rekin frá þáttunum Mandalorian árið 2021 vegna þess að hún hafi dreift íhaldssömum stjórnmálaskoðunum sínum á samfélagsmiðlum. Hún heldur því einnig fram að hún hafi verið áreitt og vegið hefði verið að æru hennar vegna þess að hún hafi ekki deilt skoðunum forsvarsmanna fyrirtækjanna um Black Lives Matter hreyfinguna, fornöfn fólks og forsetakosningarnar 2020. Hún krefst þess að fyrirtækið verði skikkað til að ráða hana aftur og að hún fái allt að 75 þúsund dali í skaðabætur og þar að auki frekari skaðabætur sem ákvarðaðar yrðu í dómsal, samkvæmt frétt Reuters. Elon Musk fjármagnar lögsókn Carano en hann hefur heitið því að borga brúsann fyrir lögsóknir fólks sem telur sig hafa verið beitt mismunun vegna skoðana þeirra á samfélagsmiðli auðjöfursins X, áður Twitter. Hann hefur einnig um nokkuð skeið verið reiður í garð Disney og forsvarsmanna fyrirtækisins, eftir að þeir tóku þá ákvörðun að hætta að auglýsa á X. Það var meðal annars gert vegna ummæla Musks á X um gyðinga. Á ráðstefnu í nóvember sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að fara í rassgat. Carano var rekin frá hinum gífurlega vinsælu þáttum eftir að hún birti færslur á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum þar sem hún bar meðal annars meintar þjáningar hægri sinnaðs fólks á samfélagsmiðlum við þjáningar gyðinga í helförinni og líkti fólki sem níddist á hægri sinnuðu fólki við nasista. Hún hafði einnig birt færslur þar sem hún tók undir lygar fólks um að forsetakosningunum 2020 hefðu verið stolið af Donald Trump og gagnrýndi fólk fyrir að vera með andlitsgrímur. Umboðsstofa hennar, UTA, hætti á sama tíma að starfa fyrir hana, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Carano heldur því fram að forsvarsmenn Disney hafi reynt að skikka hana til að funda með fólki frá réttindasamtökum hinsegin fólks og krafist þess að hún bæðist afsökunar. Hún segist hafa neitað því og þá hafi henni verið sagt að hitta Kathleen kennedy, yfirmann Lucasfilm, og 45 hinsegin starfsmenn fyrirtækisins. Hún segist einnig hafa neitað því og að í kjölfarið hafi hún verið rekin. Auk þess að segja að hún hafi verið ranglega rekin, heldur Carano því einnig fram að kyn hennar hafi skipt máli, þar sem karlkyns leikarar í þáttunum hafi ekki verið reknir fyrir að opinbera skoðanir sínar. Vísar hún til færslu leikarans Pedro Pascal, sem leikur aðalhlutverkið í Mandalorian, frá árinu 2017. Þar líkti hann Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Hitler. Lék í mynd fyrir Breitbart News Síðasta kvikmyndin sem Carano lék í var myndin My Son Hunter, sem fjallar um Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og son hans Hunter Biden. Myndin er skáldskapur sem snýr að ásökunum Donalds Trump og annarra um meinta spillingu feðganna. Hún er töluvert umdeild en gagnrýnandi Guardian sagði hana til að mynda vera eingöngu fyrir „jaðar-geðsjúklinga“. Myndin var gefin út af miðlinum Breitbart News, sem er í eigu Steve Bannon. Hann var fyrrverandi ráðgjafi Trumps og náinn bandamaður hans. Eitt af síðustu embættisverkum Trumps í embætti forseta var að náða Bannon, sem hafði verið ákærður fyrir fjársvik í tengslum við fjáröflun vegna múrsins sem Trump vildi reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Disney X (Twitter) Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Sjá meira
Hún heldur því einnig fram að hún hafi verið áreitt og vegið hefði verið að æru hennar vegna þess að hún hafi ekki deilt skoðunum forsvarsmanna fyrirtækjanna um Black Lives Matter hreyfinguna, fornöfn fólks og forsetakosningarnar 2020. Hún krefst þess að fyrirtækið verði skikkað til að ráða hana aftur og að hún fái allt að 75 þúsund dali í skaðabætur og þar að auki frekari skaðabætur sem ákvarðaðar yrðu í dómsal, samkvæmt frétt Reuters. Elon Musk fjármagnar lögsókn Carano en hann hefur heitið því að borga brúsann fyrir lögsóknir fólks sem telur sig hafa verið beitt mismunun vegna skoðana þeirra á samfélagsmiðli auðjöfursins X, áður Twitter. Hann hefur einnig um nokkuð skeið verið reiður í garð Disney og forsvarsmanna fyrirtækisins, eftir að þeir tóku þá ákvörðun að hætta að auglýsa á X. Það var meðal annars gert vegna ummæla Musks á X um gyðinga. Á ráðstefnu í nóvember sagði Musk Bob Iger, forstjóra Disney, að fara í rassgat. Carano var rekin frá hinum gífurlega vinsælu þáttum eftir að hún birti færslur á Twitter og öðrum samfélagsmiðlum þar sem hún bar meðal annars meintar þjáningar hægri sinnaðs fólks á samfélagsmiðlum við þjáningar gyðinga í helförinni og líkti fólki sem níddist á hægri sinnuðu fólki við nasista. Hún hafði einnig birt færslur þar sem hún tók undir lygar fólks um að forsetakosningunum 2020 hefðu verið stolið af Donald Trump og gagnrýndi fólk fyrir að vera með andlitsgrímur. Umboðsstofa hennar, UTA, hætti á sama tíma að starfa fyrir hana, samkvæmt frétt Hollywood Reporter. Carano heldur því fram að forsvarsmenn Disney hafi reynt að skikka hana til að funda með fólki frá réttindasamtökum hinsegin fólks og krafist þess að hún bæðist afsökunar. Hún segist hafa neitað því og þá hafi henni verið sagt að hitta Kathleen kennedy, yfirmann Lucasfilm, og 45 hinsegin starfsmenn fyrirtækisins. Hún segist einnig hafa neitað því og að í kjölfarið hafi hún verið rekin. Auk þess að segja að hún hafi verið ranglega rekin, heldur Carano því einnig fram að kyn hennar hafi skipt máli, þar sem karlkyns leikarar í þáttunum hafi ekki verið reknir fyrir að opinbera skoðanir sínar. Vísar hún til færslu leikarans Pedro Pascal, sem leikur aðalhlutverkið í Mandalorian, frá árinu 2017. Þar líkti hann Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, við Hitler. Lék í mynd fyrir Breitbart News Síðasta kvikmyndin sem Carano lék í var myndin My Son Hunter, sem fjallar um Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, og son hans Hunter Biden. Myndin er skáldskapur sem snýr að ásökunum Donalds Trump og annarra um meinta spillingu feðganna. Hún er töluvert umdeild en gagnrýnandi Guardian sagði hana til að mynda vera eingöngu fyrir „jaðar-geðsjúklinga“. Myndin var gefin út af miðlinum Breitbart News, sem er í eigu Steve Bannon. Hann var fyrrverandi ráðgjafi Trumps og náinn bandamaður hans. Eitt af síðustu embættisverkum Trumps í embætti forseta var að náða Bannon, sem hafði verið ákærður fyrir fjársvik í tengslum við fjáröflun vegna múrsins sem Trump vildi reisa á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.
Disney X (Twitter) Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Sjá meira