Íslendingar, innflytjendur – og íslenska Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 7. febrúar 2024 17:31 Innflytjenda- og útlendingamál eru heitasta umræðuefnið í samfélaginu um þessar mundir. Í „Torginu“, ágætum umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu í gær, voru þátttakendur sammála um að íslenskan væri mikilvægasti þátturinn í inngildingu innflytjenda og rótfestingu þeirra í íslensku samfélagi. En það er mikilvægt að skoða þennan þátt frá þremur sjónarhornum: Sjónarmiði (innfæddra) Íslendinga, sjónarhorni innflytjenda, og sjónarhorni íslenskunnar. Inngildingin veltur á því að okkur takist að sætta þessi sjónarmið sem stundum stangast dálítið á – og ekki bara sætta þau á yfirborðinu, heldur samþætta þau í eina heildstæða málstefnu. Í þeirri málstefnu þurfa allir aðilar að gefa eitthvað eftir en fá í staðinn eitthvað á móti. Íslendingar þurfa að sætta sig við að geta ekki notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en eiga á móti rétt á íslenska sé notuð þar sem þess er nokkur kostur og ávallt sé reynt að koma til móts við þá á einhvern hátt. Innflytjendur þurfa að leggja það á sig að læra íslensku, en eiga á móti rétt á að þeim sé liðsinnt við það og komið til móts við þá með góðum ókeypis íslenskunámskeiðum, vönduðum kennslugögnum, íslenskukennslu á vinnutíma og síðast en síst umburðarlyndi gagnvart ófullkominni íslensku. Íslenskan verður að sætta sig við að vera stundum töluð með hreim, ófullkomnum beygingum og óvenjulegri orðaröð, en fær á móti tækifæri til að lifa og dafna um langa framtíð og vera burðarás í fjölmenningarsamfélagi. Það virðist vera almenn skoðun Íslendinga að íslenskan sé sérlega erfitt tungumál – og það er eiginlega eins og við viljum hafa það þannig, okkur sé metnaðarmál að íslenskan sé erfið og finnist hún verða merkilegra tungumál fyrir vikið. En það er ekkert sem bendir til þess að íslenska sé erfiðari en gengur og gerist um tungumál – erfiðleikastig tungumáls fer eftir ýmsu, svo sem móðurmáli þeirra sem eru að læra málið, þeim málum sem þau kunna, o.s.frv. Ég hef lengi talið að þessi hugmynd eigi einkum rætur í því að vegna þess hve lengi Ísland var eintyngt samfélag erum við svo óvön að heyra íslensku talaða af öðrum en þeim sem eiga hana að móðurmáli að við dæmum öll frávik frá venjulegu máli mjög hart. Þetta leiðir til þess að við gerum mjög oft athugasemd við málfar þeirra sem eru að læra íslensku, hvort sem það er hreimur, beygingar eða annað, látum í ljós óþolinmæði og skiptum iðulega yfir í ensku. Þess vegna missir fólk kjarkinn, gefst upp á íslenskunni og fær það á tilfinninguna að það geti ekki gert neitt rétt og íslenskan hljóti þess vegna að vera óskaplega erfið – og vissulega er íslenska erfið ef ætlast er til að hún sé töluð fullkomlega rétt. En það gildir vitanlega um öll tungumál. Það er ekkert síður erfitt að ná móðurmálsfærni í ensku en íslensku eins og hér var nýlega skrifað um. Enskumælandi fólk er hins vegar vant því að heyra ensku talaða á ótal vegu og kippir sér venjulega ekkert upp við það. Rannsóknir benda til þess að mikill meirihluti innflytjenda vilji læra íslensku. En með því að bregðast ekki nógu vel við tilraunum fólksins og vilja til þess að tala málið hrekjum við það yfir í ensku. Margt fólk sem hingað kemur lærir ensku á undan íslensku – eða í staðinn fyrir íslensku – og á samskipti við Íslendinga og aðra hópa innflytjenda á ensku, enda þótt hún sé ekki móðurmál þess. Þetta er auðvitað ekki fullkomin enska, meira að segja oft mjög léleg enska. En okkur er alveg sama um það, enda er okkar enska ekki fullkomin heldur þótt við höldum það oft. Við erum viðkvæm fyrir hönd íslenskunnar en ekki enskunnar. Það er í sjálfu sér skiljanlegt – en ef við viljum íslenskunni vel er grundvallaratriði að breyta um viðhorf. Í Facebook-hópnum Málspjall hefur undanfarið töluvert verið rætt um athugasemdir sem gerðar eru við „ófullkomna“ íslensku fólks sem er að læra málið. Sum þeirra sem taka þátt í umræðunni segjast þekkja slíkar athugasemdir vel en önnur segjast ekkert kannast við slíkt þrátt fyrir að umgangast innflytjendur mikið. Í sjálfu sér þarf þetta ekkert að vera óeðlilegt – auðvitað eru aðstæður misjafnar, við umgöngumst ekki öll sama eða sams konar fólk og reynsla okkar getur því verið ólík í þessu efni eins og öðrum. Það er samt athyglisvert að Íslendingar virðast sjaldnast kannast við athugasemdir af þessu tagi en innflytjendur þekkja þær yfirleitt vel. Þótt ég geti auðvitað ekki fullyrt neitt um þetta grunar mig að þessi munur sé ekki tilviljun. Mér finnst mun líklegra að þarna sé iðulega um að ræða öráreitni sem við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum ekki eftir, af því að við verðum ekki fyrir henni. „Öráreitni er hugtak sem notað er yfir hversdagslegar athafnir, athugasemdir eða umhverfisþætti sem eru niðrandi eða niðurlægjandi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og eiga sinn þátt í jaðarsetningu þess“ segir á vefnum Hinsegin frá Ö til A. Oft eru þetta góðlátlegar athugasemdir eða grín sem ekki er illa meint en verkar samt stuðandi á fólk sem fyrir því verður þótt öðrum finnist það jafnvel krúttlegt. Vissulega má gæta þess að lenda ekki í ofurviðkvæmni hvað þetta varðar en það skiptir máli að við hugum að því hvernig við bregðumst við frávikum í máli innflytjenda. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Eiríkur Rögnvaldsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Innflytjenda- og útlendingamál eru heitasta umræðuefnið í samfélaginu um þessar mundir. Í „Torginu“, ágætum umræðuþætti í Ríkissjónvarpinu í gær, voru þátttakendur sammála um að íslenskan væri mikilvægasti þátturinn í inngildingu innflytjenda og rótfestingu þeirra í íslensku samfélagi. En það er mikilvægt að skoða þennan þátt frá þremur sjónarhornum: Sjónarmiði (innfæddra) Íslendinga, sjónarhorni innflytjenda, og sjónarhorni íslenskunnar. Inngildingin veltur á því að okkur takist að sætta þessi sjónarmið sem stundum stangast dálítið á – og ekki bara sætta þau á yfirborðinu, heldur samþætta þau í eina heildstæða málstefnu. Í þeirri málstefnu þurfa allir aðilar að gefa eitthvað eftir en fá í staðinn eitthvað á móti. Íslendingar þurfa að sætta sig við að geta ekki notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en eiga á móti rétt á íslenska sé notuð þar sem þess er nokkur kostur og ávallt sé reynt að koma til móts við þá á einhvern hátt. Innflytjendur þurfa að leggja það á sig að læra íslensku, en eiga á móti rétt á að þeim sé liðsinnt við það og komið til móts við þá með góðum ókeypis íslenskunámskeiðum, vönduðum kennslugögnum, íslenskukennslu á vinnutíma og síðast en síst umburðarlyndi gagnvart ófullkominni íslensku. Íslenskan verður að sætta sig við að vera stundum töluð með hreim, ófullkomnum beygingum og óvenjulegri orðaröð, en fær á móti tækifæri til að lifa og dafna um langa framtíð og vera burðarás í fjölmenningarsamfélagi. Það virðist vera almenn skoðun Íslendinga að íslenskan sé sérlega erfitt tungumál – og það er eiginlega eins og við viljum hafa það þannig, okkur sé metnaðarmál að íslenskan sé erfið og finnist hún verða merkilegra tungumál fyrir vikið. En það er ekkert sem bendir til þess að íslenska sé erfiðari en gengur og gerist um tungumál – erfiðleikastig tungumáls fer eftir ýmsu, svo sem móðurmáli þeirra sem eru að læra málið, þeim málum sem þau kunna, o.s.frv. Ég hef lengi talið að þessi hugmynd eigi einkum rætur í því að vegna þess hve lengi Ísland var eintyngt samfélag erum við svo óvön að heyra íslensku talaða af öðrum en þeim sem eiga hana að móðurmáli að við dæmum öll frávik frá venjulegu máli mjög hart. Þetta leiðir til þess að við gerum mjög oft athugasemd við málfar þeirra sem eru að læra íslensku, hvort sem það er hreimur, beygingar eða annað, látum í ljós óþolinmæði og skiptum iðulega yfir í ensku. Þess vegna missir fólk kjarkinn, gefst upp á íslenskunni og fær það á tilfinninguna að það geti ekki gert neitt rétt og íslenskan hljóti þess vegna að vera óskaplega erfið – og vissulega er íslenska erfið ef ætlast er til að hún sé töluð fullkomlega rétt. En það gildir vitanlega um öll tungumál. Það er ekkert síður erfitt að ná móðurmálsfærni í ensku en íslensku eins og hér var nýlega skrifað um. Enskumælandi fólk er hins vegar vant því að heyra ensku talaða á ótal vegu og kippir sér venjulega ekkert upp við það. Rannsóknir benda til þess að mikill meirihluti innflytjenda vilji læra íslensku. En með því að bregðast ekki nógu vel við tilraunum fólksins og vilja til þess að tala málið hrekjum við það yfir í ensku. Margt fólk sem hingað kemur lærir ensku á undan íslensku – eða í staðinn fyrir íslensku – og á samskipti við Íslendinga og aðra hópa innflytjenda á ensku, enda þótt hún sé ekki móðurmál þess. Þetta er auðvitað ekki fullkomin enska, meira að segja oft mjög léleg enska. En okkur er alveg sama um það, enda er okkar enska ekki fullkomin heldur þótt við höldum það oft. Við erum viðkvæm fyrir hönd íslenskunnar en ekki enskunnar. Það er í sjálfu sér skiljanlegt – en ef við viljum íslenskunni vel er grundvallaratriði að breyta um viðhorf. Í Facebook-hópnum Málspjall hefur undanfarið töluvert verið rætt um athugasemdir sem gerðar eru við „ófullkomna“ íslensku fólks sem er að læra málið. Sum þeirra sem taka þátt í umræðunni segjast þekkja slíkar athugasemdir vel en önnur segjast ekkert kannast við slíkt þrátt fyrir að umgangast innflytjendur mikið. Í sjálfu sér þarf þetta ekkert að vera óeðlilegt – auðvitað eru aðstæður misjafnar, við umgöngumst ekki öll sama eða sams konar fólk og reynsla okkar getur því verið ólík í þessu efni eins og öðrum. Það er samt athyglisvert að Íslendingar virðast sjaldnast kannast við athugasemdir af þessu tagi en innflytjendur þekkja þær yfirleitt vel. Þótt ég geti auðvitað ekki fullyrt neitt um þetta grunar mig að þessi munur sé ekki tilviljun. Mér finnst mun líklegra að þarna sé iðulega um að ræða öráreitni sem við sem eigum íslensku að móðurmáli tökum ekki eftir, af því að við verðum ekki fyrir henni. „Öráreitni er hugtak sem notað er yfir hversdagslegar athafnir, athugasemdir eða umhverfisþætti sem eru niðrandi eða niðurlægjandi fyrir fólk sem tilheyrir jaðarsettum hópum og eiga sinn þátt í jaðarsetningu þess“ segir á vefnum Hinsegin frá Ö til A. Oft eru þetta góðlátlegar athugasemdir eða grín sem ekki er illa meint en verkar samt stuðandi á fólk sem fyrir því verður þótt öðrum finnist það jafnvel krúttlegt. Vissulega má gæta þess að lenda ekki í ofurviðkvæmni hvað þetta varðar en það skiptir máli að við hugum að því hvernig við bregðumst við frávikum í máli innflytjenda. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun