Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 23:08 Netanyahu kom fram á blaðamannafundi í dag vegna vopnahlésviðræðna. EPA Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. Netanyahu kom fram á blaðamannafundi í dag eftir að Hamas-skamtökin höfðu lagt fram kröfu um vopnahlé á Gasa. Hamas gerðu kröfu um fjögurra og hálfs mánaða langt vopnahlé. Meðan á því stæði yrðu allir gíslar í haldi þeirra látnir lausir, hermenn Ísraelshers myndu yfirgefa Gasa. Þá næðist samkomulag um stríðslok. Tillaga Hamas var mótsvar við vopnahléstillögu sem bandarískir og ísraelskir njósnaforingjar sömdu og sáttasemjarar frá Katar og Egyptalandi afhentu samtökunum í síðustu viku. Blinken vongóður Á fundinum sagði Netanyahu samningaviðræður við Hamas gengið brösuglega og sagði kröfur samtakanna fáránlegar. Samningaviðræðum er þó ekki lokið og enn er unnið í von um að samkomulag náist. „Það er engin önnur lausn en endanlegur sigur,“ sagði Netanyahu á blaðamannafundinum. „Ef Hamas-samtökin lifa af í Gasa er einungis tímaspursmál hvenær næsta fjöldamorð á sér stað.“ Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er staddur í Tel Aviv og kom fram á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Þar sagðist hann enn vongóður um að vopnahléssamningur næðist. Hann sagðist sjá möguleika í þeim tillögum sem Hamas höfðu sent til baka og að ætlunin væri að ná fram vopnahléi. Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas, lýsti ummælum Netanyahu sem pólitískum mannalátum sem sýndu ásetning forsætisráðherrans að halda áfram átökum á svæðinu. Annar talsmaður Hamas, Osama Hamdan, sagði sendinefnd Hamas munu ferðast til Kaíró á morgun til frekari viðræðna um vopnahlé við sáttasemjara Egyptalands og Katar. Hamdan hvatti jafnframt hersveitir Palestínumanna til frekari bardaga. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. 4. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Netanyahu kom fram á blaðamannafundi í dag eftir að Hamas-skamtökin höfðu lagt fram kröfu um vopnahlé á Gasa. Hamas gerðu kröfu um fjögurra og hálfs mánaða langt vopnahlé. Meðan á því stæði yrðu allir gíslar í haldi þeirra látnir lausir, hermenn Ísraelshers myndu yfirgefa Gasa. Þá næðist samkomulag um stríðslok. Tillaga Hamas var mótsvar við vopnahléstillögu sem bandarískir og ísraelskir njósnaforingjar sömdu og sáttasemjarar frá Katar og Egyptalandi afhentu samtökunum í síðustu viku. Blinken vongóður Á fundinum sagði Netanyahu samningaviðræður við Hamas gengið brösuglega og sagði kröfur samtakanna fáránlegar. Samningaviðræðum er þó ekki lokið og enn er unnið í von um að samkomulag náist. „Það er engin önnur lausn en endanlegur sigur,“ sagði Netanyahu á blaðamannafundinum. „Ef Hamas-samtökin lifa af í Gasa er einungis tímaspursmál hvenær næsta fjöldamorð á sér stað.“ Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er staddur í Tel Aviv og kom fram á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Þar sagðist hann enn vongóður um að vopnahléssamningur næðist. Hann sagðist sjá möguleika í þeim tillögum sem Hamas höfðu sent til baka og að ætlunin væri að ná fram vopnahléi. Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas, lýsti ummælum Netanyahu sem pólitískum mannalátum sem sýndu ásetning forsætisráðherrans að halda áfram átökum á svæðinu. Annar talsmaður Hamas, Osama Hamdan, sagði sendinefnd Hamas munu ferðast til Kaíró á morgun til frekari viðræðna um vopnahlé við sáttasemjara Egyptalands og Katar. Hamdan hvatti jafnframt hersveitir Palestínumanna til frekari bardaga.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. 4. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23
Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. 4. febrúar 2024 12:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent