Felldu einn af leiðtogum Kataib Hezbollah í drónaárás Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2024 09:46 Eldflaug hæfði bíl sem Al-Saadi var í, ásamt tveimur öðrum. AP/Hadi Mizban Einn af æðstu leiðtogum vígahópsins Kataib Hezbollah var felldur í drónaárás Bandaríkjamanna í Bagdad í Írak í gær. Hann er sagður hafa komið með beinum hætti að skipulagningu og framkvæmd árása á bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi og Jórdaníu. Talsmaður forsætisráðherra Íraks segir loftárásir Bandaríkjanna þar í landi muni leiða til þess að ríkisstjórnin bindi enda á veru bandarískra hermanna þar. Hann sagði Bandaríkjamenn auka á óreiðu í Írak og ógna því að átök hefjist í landinu. Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru formlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir stýra sér að mestu sjálfir. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Þessir hópar eru sagðir hafa gert að nærri því 170 árásir á bandaríska hermenn Meðlimir Kataib Hezbollah í Írak, hafa verið hvað umsvifamestir þegar kemur að árásum á bandaríska hermenn. Hópurinn gerði drónaárás á bandaríska herstöð í Jórdaníu í síðasta mánuði sem þrír bandarískir hermenn féllu í. Þá lýstu forsvarsmenn hópsins því yfir að árásum á bandaríska hermenn yrði hætt, að virðist að beiðni yfirvalda í Írak. Bandaríski herinn gerði svo seinna loftárásir á sveitir Írans og hópa þeim tengdum í Mið-Austurlöndum. Þar á meðal var Kataib Hezbollah en árásirnar þótt mjög fyrirsjáanlegar og fáir féllu í þeim. Sjá einnig: Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Í gær var Wissam Muhammad Sabir Al-Saadi, sem einnig gengur undir nafninu Abu Baqir Al-Saadi, í bíl í Bagdad og varð bíllinn fyrir eldflaug. Hann stýrði aðgerðum Kataib Hezbollah í Sýrlandi. Í yfirlýsingu frá bandaríska hernum segir að svo virðist sem engir óbreyttir borgarar hafi hlotið skaða af árásinni en samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar féllu þrír meðlimir KH í árásinni, að Al-Saadi meðtöldum. „Við munum ekki hika við að draga alla þá sem ógna öryggi hermanna okkar til ábyrgðar,“ stóð í yfirlýsingunni. USCENTCOM Conducts Strike Killing Kata ib Hezbollah Senior LeaderAt 9:30 p.m. (Baghdad Time) February 7, U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted a unilateral strike in Iraq in response to the attacks on U.S. service members, killing a Kata ib Hezbollah commander pic.twitter.com/Zhkjimx5UG— U.S. Central Command (@CENTCOM) February 7, 2024 Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum í Washington DC að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi samþykkt árás á Al-Saadi í síðustu viku. Þá hafi ráðamenn í Írak verið látnir vita af árásinni, rétt eftir en hún var framkvæmd í gær. Bandaríkin Írak Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00 Skutu drónann ekki niður vegna misskilnings Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður. 29. janúar 2024 18:57 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Talsmaður forsætisráðherra Íraks segir loftárásir Bandaríkjanna þar í landi muni leiða til þess að ríkisstjórnin bindi enda á veru bandarískra hermanna þar. Hann sagði Bandaríkjamenn auka á óreiðu í Írak og ógna því að átök hefjist í landinu. Bandarískir hermenn í Írak hafa orðið fyrir fjölmörgum árásum þar í landi frá vopnahópum, sem eru formlegur hluti af írakska hernum en eru studdir og jafnvel fjármagnaðir af yfirvöldum í Íran og tengjast klerkastjórninni nánum böndum. Hóparnir stýra sér að mestu sjálfir. Hóparnir voru myndaðir þegar baráttan gegn vígamönnum ISIS stóð hvað hæst. Her Bandaríkjanna hefur svarað þessum árásum með loftárásum innan landamæra Íraks. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Þessir hópar eru sagðir hafa gert að nærri því 170 árásir á bandaríska hermenn Meðlimir Kataib Hezbollah í Írak, hafa verið hvað umsvifamestir þegar kemur að árásum á bandaríska hermenn. Hópurinn gerði drónaárás á bandaríska herstöð í Jórdaníu í síðasta mánuði sem þrír bandarískir hermenn féllu í. Þá lýstu forsvarsmenn hópsins því yfir að árásum á bandaríska hermenn yrði hætt, að virðist að beiðni yfirvalda í Írak. Bandaríski herinn gerði svo seinna loftárásir á sveitir Írans og hópa þeim tengdum í Mið-Austurlöndum. Þar á meðal var Kataib Hezbollah en árásirnar þótt mjög fyrirsjáanlegar og fáir féllu í þeim. Sjá einnig: Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Í gær var Wissam Muhammad Sabir Al-Saadi, sem einnig gengur undir nafninu Abu Baqir Al-Saadi, í bíl í Bagdad og varð bíllinn fyrir eldflaug. Hann stýrði aðgerðum Kataib Hezbollah í Sýrlandi. Í yfirlýsingu frá bandaríska hernum segir að svo virðist sem engir óbreyttir borgarar hafi hlotið skaða af árásinni en samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar féllu þrír meðlimir KH í árásinni, að Al-Saadi meðtöldum. „Við munum ekki hika við að draga alla þá sem ógna öryggi hermanna okkar til ábyrgðar,“ stóð í yfirlýsingunni. USCENTCOM Conducts Strike Killing Kata ib Hezbollah Senior LeaderAt 9:30 p.m. (Baghdad Time) February 7, U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted a unilateral strike in Iraq in response to the attacks on U.S. service members, killing a Kata ib Hezbollah commander pic.twitter.com/Zhkjimx5UG— U.S. Central Command (@CENTCOM) February 7, 2024 Wall Street Journal hefur eftir heimildarmönnum í Washington DC að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi samþykkt árás á Al-Saadi í síðustu viku. Þá hafi ráðamenn í Írak verið látnir vita af árásinni, rétt eftir en hún var framkvæmd í gær.
Bandaríkin Írak Íran Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31 Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00 Skutu drónann ekki niður vegna misskilnings Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður. 29. janúar 2024 18:57 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58
Biden segist búinn að ákveða sig Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. 30. janúar 2024 22:31
Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00
Skutu drónann ekki niður vegna misskilnings Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður. 29. janúar 2024 18:57
Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33
Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44