Rapyd og Ríkiskaup Björn B Björnsson skrifar 8. febrúar 2024 11:30 Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Auk þessa stundar Rapyd viðskipti í landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum, sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við manndrápin á Gasa hefur komið illa við flesta Íslendinga og leitt til þess að fjöldi fólks vill ekki skipta við þetta fyrirtæki. Eigendur og stjórnendur margra fyrirtækja vilja heldur ekki tengja sín fyrirtæki við Rapyd og hafa því skipt um færsluhirði. Hægt er að fylgjast með þessum hræringum á síðunni hirdir.is. Ríkiskaup eru með samning við Rapyd fyrir hönd opinberra aðila og stofnana ríkisins. Sá samningur rennur út síðar í þessum mánuði og það er einlæg ósk margra Íslendinga að hann verði ekki endurnýjaður. Rökin fyrir því eru einkum þrenns konar: Í fyrsta lagi er fjöldi Íslendinga sem getur ekki hugsað sér að þurfa að skipta við Rapyd í hvert sinn sem þarf að greiða fyrir vörur eða þjónustu hins opinbera á Íslandi. Þessar tilfinningar fólks eru einlægar og sjálfsagt að tekið sé tillit til þeirra. Sambærilegt væri ef Ríkiskaup semdu við rússneskt fyrirtæki sem styddi stríð Rússa í Úkraínu og manndráp á saklausu fólki þar. Eða fyrirtæki sem styddi hryðjuverk Hamas í Ísrael. Við viljum einfaldlega ekki skipta við fyrirtæki sem styðja dráp á saklausu fólki. Síst af öllu í gegnum fjárhagsleg samskipti okkar við opinberar stofnanir á Íslandi. Í öðru lagi býr á Íslandi hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Ríkiskaup þurfa líka að taka tillit til þessara þegna landsins og það er ekki gert með því að neyða þau til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður dráp á fjölskyldum þeirra og vinum. Í þriðja lagi samrýmist endurnýjun á samningi við Rapyd ekki stefnu og markmiðum Ríkiskaupa. Stefna Ríkiskaupa er að stuðla að jávæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi." Samningur við Rapyd á þessum tímapunkti mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið og gera mjög fjarlæga þá framtíðarsýn að „Ríkiskaup séu eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa." Meginmarkmið Ríkiskaupa er að„Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa" en því markmiði verður ekki náð með samningi við fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar vill ekki skipta við. Mörg hafa tekið þann kost að ganga með reiðufé til að geta borgað þannig ef posarnir eru merktir Rapyd eða biðja um að fá reikning í heimabanka. Samningur við Rapyd mun því ekki geta gegnt hlutverki sínu, því margir vilja ekki með nokkru móti skipta við þetta fyrirtæki. „Við gætum réttsýni við úrlausn mála“ segir í siðareglum starfsfólks Ríkiskaupa. Nú þarf að standa við þau orð. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Átök í Ísrael og Palestínu Rekstur hins opinbera Björn B. Björnsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslendi vegna ummæla forstjóra og aðaleiganda þess um að fyrirtækið styðji hernað Ísraelshers á Gasa og að mannfallið þar skipti engu máli svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Auk þessa stundar Rapyd viðskipti í landránsbyggðum Ísraels á Vesturbakkanum, sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við manndrápin á Gasa hefur komið illa við flesta Íslendinga og leitt til þess að fjöldi fólks vill ekki skipta við þetta fyrirtæki. Eigendur og stjórnendur margra fyrirtækja vilja heldur ekki tengja sín fyrirtæki við Rapyd og hafa því skipt um færsluhirði. Hægt er að fylgjast með þessum hræringum á síðunni hirdir.is. Ríkiskaup eru með samning við Rapyd fyrir hönd opinberra aðila og stofnana ríkisins. Sá samningur rennur út síðar í þessum mánuði og það er einlæg ósk margra Íslendinga að hann verði ekki endurnýjaður. Rökin fyrir því eru einkum þrenns konar: Í fyrsta lagi er fjöldi Íslendinga sem getur ekki hugsað sér að þurfa að skipta við Rapyd í hvert sinn sem þarf að greiða fyrir vörur eða þjónustu hins opinbera á Íslandi. Þessar tilfinningar fólks eru einlægar og sjálfsagt að tekið sé tillit til þeirra. Sambærilegt væri ef Ríkiskaup semdu við rússneskt fyrirtæki sem styddi stríð Rússa í Úkraínu og manndráp á saklausu fólki þar. Eða fyrirtæki sem styddi hryðjuverk Hamas í Ísrael. Við viljum einfaldlega ekki skipta við fyrirtæki sem styðja dráp á saklausu fólki. Síst af öllu í gegnum fjárhagsleg samskipti okkar við opinberar stofnanir á Íslandi. Í öðru lagi býr á Íslandi hópur fólks frá Palestínu sem hefur fengið landvist hér. Þetta fólk er núna hluti af samfélagi okkar og á allt ættingja og vini sem þjást vegna stríðsins. Ríkiskaup þurfa líka að taka tillit til þessara þegna landsins og það er ekki gert með því að neyða þau til að eiga viðskipti við fyrirtæki sem styður dráp á fjölskyldum þeirra og vinum. Í þriðja lagi samrýmist endurnýjun á samningi við Rapyd ekki stefnu og markmiðum Ríkiskaupa. Stefna Ríkiskaupa er að stuðla að jávæðum áhrifum á samfélagið og umhverfi." Samningur við Rapyd á þessum tímapunkti mun hafa mjög neikvæð áhrif á samfélagið og gera mjög fjarlæga þá framtíðarsýn að „Ríkiskaup séu eftirsótt og viðurkennd sem fyrsta flokks þjónustustofnun á sviði opinberra innkaupa." Meginmarkmið Ríkiskaupa er að„Veita framúrskarandi þjónustu á sviði opinberra innkaupa" en því markmiði verður ekki náð með samningi við fyrirtæki sem stór hluti þjóðarinnar vill ekki skipta við. Mörg hafa tekið þann kost að ganga með reiðufé til að geta borgað þannig ef posarnir eru merktir Rapyd eða biðja um að fá reikning í heimabanka. Samningur við Rapyd mun því ekki geta gegnt hlutverki sínu, því margir vilja ekki með nokkru móti skipta við þetta fyrirtæki. „Við gætum réttsýni við úrlausn mála“ segir í siðareglum starfsfólks Ríkiskaupa. Nú þarf að standa við þau orð. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun