„Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengjabrúða“ Árni Sæberg skrifar 8. febrúar 2024 21:00 Ísidór Nathansson er hér lengst til hægri. Hann kveðst vera rasisti. Vísir/Árni Ísidór Nathansson, sem ákærður er fyrir hlutdeild í meintri skipulagningu Sindra Snæs Birgissonar á hryðjuverkum, segir fráleitt að ákæruvaldið haldi því fram að hann hafi hvatt Sindra Snæ til hryðjuverka. Hann hefur fyrir dómi ekki farið í grafgötur með umdeildar skoðanir sínar á samkynhneigðum og útlendingum. Fyrsta degi aðalmeðferðar í hryðjuverkamálinu svokallaða lauk um klukkan 17:30, töluvert á eftir áætlun. Dagurinn hófst með því að Sindri Snær sat fyrir svörum vegna ákæru um tilraun til hryðjuverka. Útdrátt úr framburði hans má lesa í fréttinni hér að neðan: Félagi hans Ísidór Nathansson tók svo við um klukkan þrjú og svaraði spurningum sækjanda, verjanda og dómaranna þriggja í málinu. Hann sætir ákæru fyrir hlutdeild í tilraunarbroti Sindra Snæs, með því að hafa veitt honum liðsinni í orði og verki. Þannig var honum gefið að sök að hafa hjálpað Sindra Snæ að framleiða skotvopn auk fleiri vopnalagabrota. Hann játaði að hafa komið að framleiðslu skotvopna og að hafa tekið þátt í sölu og afhendingu á einu slíku, ekki sex eins og hann var ákærður fyrir. Hafi verið beittur þrýstingi af lögreglu Ísidór neitaði alfarið að hafa hvatt Sindra Snæ til þess að fremja hryðjuverk, honum hafi aldrei dottið í hug að neitt slíkt stæði til. Karl Ingi Vilbergsson, sækjandi í málinu, spurði hann út í tvo riffla, sem ákæruvaldið telur Sindra Snæ hafa átt. Ísidór kvaðst handviss um að faðir Sindra Snæs ætti rifflana, sem rímar við það sem Sindri Snær sagði fyrr í dag. Sækjandi benti þá á að í yfirheyrslu hjá lögreglu hefði Ísidór sagt Sindra Snæ eiga rifflana. Ísidór sagði þá að hann hefði verið kúgaður í yfirheyrslum og verið í einangrun. Í einangruninni hefði hann farið að efast um það hvað væri satt og rétt í málinu. Hann gæti hafa ruglast og talið að Sindri Snær ætti vopnin vegna álags. Við lok skýrslutöku fyrir dómi spurði verjandi hans, Einar Oddur Sigurðsson, hann nánar út í yfirheyrslur hans hjá lögreglu. Hann sagðist hafa mátt sæta alls kyns andlegum pyndingum af hálfu lögreglu, lögregla hafi spurt hann leiðandi spurninga og reynt að fá eitthvað upp úr honum sem kæmi honum og vini hans í vandræði. „Mér finnst lögreglan hafa brugðist mér verulega, sérstaklega miðað við þann samvinnuvilja sem við sýndum báðir.“ Samkynhneigð og barnagirnd séu sams konar „kvillar“ Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um eru samskipti milli þeirra Ísidórs og Sindra Snæs burðarstólpi í málatilbúnaði ákæruvaldsins. Þannig er til að mynda vísað til þess í ákæru að Sindri Snær hafi sent Ísidóri hlekk á frétt um uppsagnir hjá Eflingu. „Litla kommalufsan með byltingu - ég drep hana einn daginn,“ svaraði Ísidór. „Ósmekklegt tal sem ég sé eftir í dag og bjóst aldrei við því að því yrði varpað fram fyrir almenning,“ sagði Ísidór þegar hann var beðinn um að skýra hvað hann hefði átt við með þessum ummælum. Þá sagðist hann ekki skilja hvernig það gæti talist hvatning til hryðjuverka að segjast sjálfur ætla að drepa Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þá var í ákæru vísað til samskipta þeirra félaga sem hófust með því að Ísidór sendi Sindra Snæ hlekk á myndskeið undir yfirskriftinni „Homosexual child molesters“. Þeim skilaboðum svaraði Sindri Snær með eftirfarandi: „Ertu að reyna að fá mig til að drepa alla á gay pride? Fólk er ógeð.“ Ísidór sagði fyrir dómi að myndskeiðið hefði verið frá kanadískum „rannsóknarblaðamanni“ sem hefði farið á skemmtistað samkynhneigðra og komist að þeirri niðurstöðu að allir þar hefðu verið beittir kynferðisofbeldi í æsku. „Mér finnst barnagirnd og samkynhneigð vera tengdir kvillar,“ sagði Ísidór. Spurður út í það hvern vegna hann hefði sent myndskeiðið á Sindra Snæ sagði hann að honum hafi dottið í hug að Sindri félagi sinn hefði áhuga á að sjá myndskeiðið. Hann hafi alls ekki reynt að fá Sindra Snæ til að aðhafast nokkuð. Karl Ingi Vilbergsson spurði sakborninga spjörunum úr í dag.Vísir/Árni „Þú verður að gera þér grein fyrir því að hann er fullorðinn maður, hann er eldri en ég. Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengjabrúða. Svo það er furðulegt að ætla mér að hafa verið að láta hann gera eitthvað.“ Gekkst við því að vera rasisti en sagðist hafa átt svartan vin í æsku Í einum af fjölmörgum ákæruliðum segir frá því þegar Ísidór sendi Sindra Snæ hlekk á frétt um sakamál sem varðaði tiltekið ofbeldisbrot útlendinga hér á landi með orðunum „og fólk er hissa á því að ég sé einangrunarsinni og rasisti.“ Sindri Snær svaraði með því að kominn væri tími til að „hreinsa til“. Beðinn um að útskýra orð sín nánar sagði Ísidór: „Ég vil meina að flest þau vandamál sem íslenskt samfélag finnur fyrir séu utanaðkomandi, innflutt.“ og „Ég er ekki hefðbundinn teiknimyndarasisti, sem mismunar fólki eftir húðlit. Besti vinur minni í æsku var svartur.“ Þá sagðist hann vera fylgjandi strangari reglum á landamærum landsins. Þá sagðist hann túlka orð Sindra um hreinsanir sem svo að hann vildi „sópa albönskum fíkniefnasölum út“, sem hann telji yfirvöld ekki hafa gert. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Hryðjuverkaákæran „hvorki fugl né fiskur“ og rök ákæruvaldsins haldi ekki Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild segja verulega galla í ákærunni. Ef ákæruliðum sem snúa að hryðjuverkabrotum verði ekki vísað frá verði þetta líklega í fyrsta sinn sem ákæra sem sé jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn. Saksóknari ber fyrir sig að ekki hafi verið hægt að skýra málin betur, sem dómari hefur gagnrýnt. 26. janúar 2023 18:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Fyrsta degi aðalmeðferðar í hryðjuverkamálinu svokallaða lauk um klukkan 17:30, töluvert á eftir áætlun. Dagurinn hófst með því að Sindri Snær sat fyrir svörum vegna ákæru um tilraun til hryðjuverka. Útdrátt úr framburði hans má lesa í fréttinni hér að neðan: Félagi hans Ísidór Nathansson tók svo við um klukkan þrjú og svaraði spurningum sækjanda, verjanda og dómaranna þriggja í málinu. Hann sætir ákæru fyrir hlutdeild í tilraunarbroti Sindra Snæs, með því að hafa veitt honum liðsinni í orði og verki. Þannig var honum gefið að sök að hafa hjálpað Sindra Snæ að framleiða skotvopn auk fleiri vopnalagabrota. Hann játaði að hafa komið að framleiðslu skotvopna og að hafa tekið þátt í sölu og afhendingu á einu slíku, ekki sex eins og hann var ákærður fyrir. Hafi verið beittur þrýstingi af lögreglu Ísidór neitaði alfarið að hafa hvatt Sindra Snæ til þess að fremja hryðjuverk, honum hafi aldrei dottið í hug að neitt slíkt stæði til. Karl Ingi Vilbergsson, sækjandi í málinu, spurði hann út í tvo riffla, sem ákæruvaldið telur Sindra Snæ hafa átt. Ísidór kvaðst handviss um að faðir Sindra Snæs ætti rifflana, sem rímar við það sem Sindri Snær sagði fyrr í dag. Sækjandi benti þá á að í yfirheyrslu hjá lögreglu hefði Ísidór sagt Sindra Snæ eiga rifflana. Ísidór sagði þá að hann hefði verið kúgaður í yfirheyrslum og verið í einangrun. Í einangruninni hefði hann farið að efast um það hvað væri satt og rétt í málinu. Hann gæti hafa ruglast og talið að Sindri Snær ætti vopnin vegna álags. Við lok skýrslutöku fyrir dómi spurði verjandi hans, Einar Oddur Sigurðsson, hann nánar út í yfirheyrslur hans hjá lögreglu. Hann sagðist hafa mátt sæta alls kyns andlegum pyndingum af hálfu lögreglu, lögregla hafi spurt hann leiðandi spurninga og reynt að fá eitthvað upp úr honum sem kæmi honum og vini hans í vandræði. „Mér finnst lögreglan hafa brugðist mér verulega, sérstaklega miðað við þann samvinnuvilja sem við sýndum báðir.“ Samkynhneigð og barnagirnd séu sams konar „kvillar“ Líkt og ítarlega hefur verið fjallað um eru samskipti milli þeirra Ísidórs og Sindra Snæs burðarstólpi í málatilbúnaði ákæruvaldsins. Þannig er til að mynda vísað til þess í ákæru að Sindri Snær hafi sent Ísidóri hlekk á frétt um uppsagnir hjá Eflingu. „Litla kommalufsan með byltingu - ég drep hana einn daginn,“ svaraði Ísidór. „Ósmekklegt tal sem ég sé eftir í dag og bjóst aldrei við því að því yrði varpað fram fyrir almenning,“ sagði Ísidór þegar hann var beðinn um að skýra hvað hann hefði átt við með þessum ummælum. Þá sagðist hann ekki skilja hvernig það gæti talist hvatning til hryðjuverka að segjast sjálfur ætla að drepa Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar. Þá var í ákæru vísað til samskipta þeirra félaga sem hófust með því að Ísidór sendi Sindra Snæ hlekk á myndskeið undir yfirskriftinni „Homosexual child molesters“. Þeim skilaboðum svaraði Sindri Snær með eftirfarandi: „Ertu að reyna að fá mig til að drepa alla á gay pride? Fólk er ógeð.“ Ísidór sagði fyrir dómi að myndskeiðið hefði verið frá kanadískum „rannsóknarblaðamanni“ sem hefði farið á skemmtistað samkynhneigðra og komist að þeirri niðurstöðu að allir þar hefðu verið beittir kynferðisofbeldi í æsku. „Mér finnst barnagirnd og samkynhneigð vera tengdir kvillar,“ sagði Ísidór. Spurður út í það hvern vegna hann hefði sent myndskeiðið á Sindra Snæ sagði hann að honum hafi dottið í hug að Sindri félagi sinn hefði áhuga á að sjá myndskeiðið. Hann hafi alls ekki reynt að fá Sindra Snæ til að aðhafast nokkuð. Karl Ingi Vilbergsson spurði sakborninga spjörunum úr í dag.Vísir/Árni „Þú verður að gera þér grein fyrir því að hann er fullorðinn maður, hann er eldri en ég. Ég get ekki mótað hann eins og leir, hann er ekki strengjabrúða. Svo það er furðulegt að ætla mér að hafa verið að láta hann gera eitthvað.“ Gekkst við því að vera rasisti en sagðist hafa átt svartan vin í æsku Í einum af fjölmörgum ákæruliðum segir frá því þegar Ísidór sendi Sindra Snæ hlekk á frétt um sakamál sem varðaði tiltekið ofbeldisbrot útlendinga hér á landi með orðunum „og fólk er hissa á því að ég sé einangrunarsinni og rasisti.“ Sindri Snær svaraði með því að kominn væri tími til að „hreinsa til“. Beðinn um að útskýra orð sín nánar sagði Ísidór: „Ég vil meina að flest þau vandamál sem íslenskt samfélag finnur fyrir séu utanaðkomandi, innflutt.“ og „Ég er ekki hefðbundinn teiknimyndarasisti, sem mismunar fólki eftir húðlit. Besti vinur minni í æsku var svartur.“ Þá sagðist hann vera fylgjandi strangari reglum á landamærum landsins. Þá sagðist hann túlka orð Sindra um hreinsanir sem svo að hann vildi „sópa albönskum fíkniefnasölum út“, sem hann telji yfirvöld ekki hafa gert.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Dómsmál Tengdar fréttir Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43 Hryðjuverkaákæran „hvorki fugl né fiskur“ og rök ákæruvaldsins haldi ekki Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild segja verulega galla í ákærunni. Ef ákæruliðum sem snúa að hryðjuverkabrotum verði ekki vísað frá verði þetta líklega í fyrsta sinn sem ákæra sem sé jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn. Saksóknari ber fyrir sig að ekki hafi verið hægt að skýra málin betur, sem dómari hefur gagnrýnt. 26. janúar 2023 18:00 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Sendu hjartahlý skilaboð eftir meinta skipulagningu hryðjuverka Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar sakbornings í hryðjuverkamálinu, segir að margt sem umbjóðandi hans sé sakaður um sé hreinn tilbúningur. Hann sakar ákæruvaldið um að leggja fram samtöl mannanna, í mörgum tilfellum, á samhengislausan hátt þannig að ekki sé hægt að lesa það á réttan hátt. 15. september 2023 14:43
Hryðjuverkaákæran „hvorki fugl né fiskur“ og rök ákæruvaldsins haldi ekki Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild segja verulega galla í ákærunni. Ef ákæruliðum sem snúa að hryðjuverkabrotum verði ekki vísað frá verði þetta líklega í fyrsta sinn sem ákæra sem sé jafn óljós og almennt orðuð slyppi í gegn. Saksóknari ber fyrir sig að ekki hafi verið hægt að skýra málin betur, sem dómari hefur gagnrýnt. 26. janúar 2023 18:00