Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2024 15:05 Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dublin þann 9. febrúar árið 2019. Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. Jón Þröstur yfirgaf Bonnington hótelið um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar árið 2019. Hann sást svo ganga fram hjá Highfield sjúkrahúsinu í áttina að gatnamótunum við Collins Avenue. Frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 má sjá að neðan. Síðan hefur ekkert sést til Jóns Þrastar. Hann var við keppni á pókermóti með unnustu sinni. Hann kom til Dublin á föstudeginum og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, daginn eftir. Fimm ára rússíbanareið Anna Hildur og Davíð Karl, systkini Jóns Þrastar, eru mætt til Dublin til að aðstoða írsku lögregluna sem biðlar til almennings eftir upplýsingum. Lögreglan segist hafa fengið tvær áhugaverðar nafnlausar ábendingar og biðlar til fólksins sem sendi þær að gefa sig fram við lögreglu. Anna Hildur lýsir í viðtali við Ríkissjónvarpið á Írlandi RTE hvernig Jón Þröstur hafi verið kletturinn í fjölskyldunni, í raun eins og föðurímynd hennar og systkinanna. Hvarf hans sé ráðgáfa enda hafi Jón Þröstur verið með plön fyrir lífið. „Það hefur ekkert spurst til hans,“ segir Hildur í viðtalinu. Davíð Karl lýsir síðustu fimm árum sem rússíbanareið fyrir fjölskylduna. Hvarfið hefði verið úr karakter fyrir Jón Þröst. Fjölskyldan héldi í vonina og væri bjartsýn. „Vonandi kemur eitthvað gott út úr ferð okkar hingað.“ Vilja fá að kveðja Þau ætli að gera hvað þau geti til að aðstoða við rannsókn málsins. Þau þrái að fá svör til að geta lokað málinu. „Auðvitað vonum við að hann sé á lífi og hann komi bara til okkar með skottið á milli lappanna. En ég held að staðan sé ekki sú,“ segir Anna Hildur. Systkinin hafa lagt sig virkilega fram við leitina að Jóni Þresti. Davíð Karl fór í viðtal í sjónvarpsþætti á Írlandi fyrir fjórum árum. Þá flutti hann til Írlands um tíma til að halda þrýstingi á rannsókn lögreglu. „Ég vil bara að hann finnist, að við fáum að vita hvað gerðist og getum kvatt hann. Það er erfitt að kveðja ef einhver er ekki farinn fyrir fullt og allt.“ Davíð Karl segist tilbúin að taka hverju sem er en þau þurfi svör. Hvað sem gerst hafi vilji þau koma Jóni Þresti til Íslands. Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14 Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Jón Þröstur yfirgaf Bonnington hótelið um ellefuleytið að morgni laugardagsins 9. febrúar árið 2019. Hann sást svo ganga fram hjá Highfield sjúkrahúsinu í áttina að gatnamótunum við Collins Avenue. Frétt Stöðvar 2 frá í febrúar 2019 má sjá að neðan. Síðan hefur ekkert sést til Jóns Þrastar. Hann var við keppni á pókermóti með unnustu sinni. Hann kom til Dublin á föstudeginum og unnusta hans, Jana Guðjónsdóttir, daginn eftir. Fimm ára rússíbanareið Anna Hildur og Davíð Karl, systkini Jóns Þrastar, eru mætt til Dublin til að aðstoða írsku lögregluna sem biðlar til almennings eftir upplýsingum. Lögreglan segist hafa fengið tvær áhugaverðar nafnlausar ábendingar og biðlar til fólksins sem sendi þær að gefa sig fram við lögreglu. Anna Hildur lýsir í viðtali við Ríkissjónvarpið á Írlandi RTE hvernig Jón Þröstur hafi verið kletturinn í fjölskyldunni, í raun eins og föðurímynd hennar og systkinanna. Hvarf hans sé ráðgáfa enda hafi Jón Þröstur verið með plön fyrir lífið. „Það hefur ekkert spurst til hans,“ segir Hildur í viðtalinu. Davíð Karl lýsir síðustu fimm árum sem rússíbanareið fyrir fjölskylduna. Hvarfið hefði verið úr karakter fyrir Jón Þröst. Fjölskyldan héldi í vonina og væri bjartsýn. „Vonandi kemur eitthvað gott út úr ferð okkar hingað.“ Vilja fá að kveðja Þau ætli að gera hvað þau geti til að aðstoða við rannsókn málsins. Þau þrái að fá svör til að geta lokað málinu. „Auðvitað vonum við að hann sé á lífi og hann komi bara til okkar með skottið á milli lappanna. En ég held að staðan sé ekki sú,“ segir Anna Hildur. Systkinin hafa lagt sig virkilega fram við leitina að Jóni Þresti. Davíð Karl fór í viðtal í sjónvarpsþætti á Írlandi fyrir fjórum árum. Þá flutti hann til Írlands um tíma til að halda þrýstingi á rannsókn lögreglu. „Ég vil bara að hann finnist, að við fáum að vita hvað gerðist og getum kvatt hann. Það er erfitt að kveðja ef einhver er ekki farinn fyrir fullt og allt.“ Davíð Karl segist tilbúin að taka hverju sem er en þau þurfi svör. Hvað sem gerst hafi vilji þau koma Jóni Þresti til Íslands.
Leitin að Jóni Þresti Írland Tengdar fréttir Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14 Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05 Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Jón Þröstur sagður hafa verið myrtur af öðrum Íslendingi Jón Þröstur Jónsson, sem hvarf sporlaust á Írlandi í fyrra, var myrtur fyrir slysni af öðrum Íslendingi vegna deilna um peninga sem töpuðust á pókermóti. Þetta er fullyrt í frétt Sunday Independent á Írlandi. 4. október 2020 10:14
Ár frá hvarfi Jóns í Dublin Í færslu á Facebook segir að dagurinn sé erfiður fyrir alla fjölskyldu hans og vini. Fyrir alla sem þekktu hann. Þau eru þó ekki hætt að leita svara varðandi hvað varð um Jón. 9. febrúar 2020 19:05
Bróðir Jóns Þrastar flutti til Dyflinnar: „Bónus að geta haldið þrýstingi á lögregluna“ Fékk vinnu í borginni og segist taka einn dag í einu. 2. ágúst 2019 11:11