Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Kalda vatnið fór af á vellinum í morgun vegna bilunar í kaldavatnslögn sem er ótengd eldgosinu sem hófst í gær á Reykjanesskaga.
Nokkrum salerniskjörnum flugvallarins hafði verið lokað vegna bilunarinnar en þeir hafa verið opnaðir á ný. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að ná fullum krafti en það ætti að gerast á næstu tímum að sögn Guðjóns.
Vegna heitavatnsleysisins hafa verið settir upp hitablásarar víðsvegar um flugvöllinn til að halda hita þar hita. Vonir standa til að heitt vatn komist aftur þar á í kvöld.

