Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Árni Sæberg skrifar 9. febrúar 2024 16:56 Rifflarnir tveir hægra megin voru lagðir fyrir dóminn í dag. Sá lengra til hægri er sagður hálfsjálfvirkur. Vísir/Vilhelm Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. Þrír rifflar sem fundust heima hjá Sindra Snæ Birgissyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og fjölda vopnalagabrota, hafa leikið stórt hlutverk í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins síðustu tvo daga. Annars vegar hefur verið bitist um hver eigi rifflana og hins vegar hvers eðlis þeir eru. Ákæruvaldið byggir á því að Sindri Snær hafi verið raunverulegur eigandi rifflanna og tveir þeirra sé svokallaðir árásarrifflar. Sindri Snær og allir í hans herbúðum hafa aftur á móti sagt að faðir hans, Birgir Ragnar Baldursson, sé eigandi rifflanna. Þá hóf Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, aðalmeðferðina á að benda Karli Inga Vilbergssyni, sækjanda í málinu, á það að „mistök“ hafi verið gerð við samningu ákærunnar. Þar væru tveir rifflar kallaðir árásarrifflar en þeir væru hlutrænt séð ekki slík vopn. Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Bannað að mynda rifflana Fyrir dóminn var kallaður Ágúst Bjarki Magnússon, tæknifræðingur sem rannsakaði rifflana, og rifflarnir voru lagðir fram í dómsal. Viðstaddir blaðamenn og ljósmyndarar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þegar tveir lögreglumenn læddu rifflunum inn bakdyramegin á meðan dómarar voru inni í dómsal. Ljósmyndataka er nefnilega stranglega bönnuð á meðan dómarar eru inni í dómsal. Ágúst sagði að við rannsókn á AR-15 rifflinum hafi komið í ljós að gat hafði verið borað í hlaup riffilsins og gasröri komið fyrir í honum. Það geri það að verkum að riffillinn verði hálfsjálfvirkur. Þannig þurfi ekki að hlaða hann handvirkt á milli skota heldur eingöngu taka í gikkinn. Sindri sé „gormur“ Þetta sagði hann vera tiltölulega einfalda aðgerð fyrir mann sem væri sæmilega flinkur í höndunum. Sindri Snær lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði frá barnæsku haft mikinn áhuga á alls konar fikti með vélar og annað slíkt. Hann hafi til að mynda byrjað að taka fjarstýrða bíla í sundur þegar hann var fjögurra ára gamall. Þá sagði faðir hans í morgun að hann væri „gormur“, hugsaði út fyrir boxið og væri sniðugur strákur. Sindri Snær og faðir hans fóru fyrir dómi ekki í neinar grafgötur með það að Sindri Snær hefði borað gat á riffilinn og gert hann hálfsjálfvirkan. Hann hefði aftur á móti breytt honum aftur til baka í einskotariffil eftir að hafa notað hann einu sinni á skotsvæði í Höfnum. Sérfræðingurinn Ágúst Bjarki sagði hins vegar að riffillinn sem lá frammi í dómsal hafi enn verið hálfsjálfvirkur þegar hann rannsakaði gripinn. Sækjandi spurði hversu mörgum skotum mætti skjóta úr rifflinum á tíu sekúndum. Heilu „magasíni“ eða þrjátíu skotum, sagði sérfræðingurinn. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þrír rifflar sem fundust heima hjá Sindra Snæ Birgissyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og fjölda vopnalagabrota, hafa leikið stórt hlutverk í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins síðustu tvo daga. Annars vegar hefur verið bitist um hver eigi rifflana og hins vegar hvers eðlis þeir eru. Ákæruvaldið byggir á því að Sindri Snær hafi verið raunverulegur eigandi rifflanna og tveir þeirra sé svokallaðir árásarrifflar. Sindri Snær og allir í hans herbúðum hafa aftur á móti sagt að faðir hans, Birgir Ragnar Baldursson, sé eigandi rifflanna. Þá hóf Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, aðalmeðferðina á að benda Karli Inga Vilbergssyni, sækjanda í málinu, á það að „mistök“ hafi verið gerð við samningu ákærunnar. Þar væru tveir rifflar kallaðir árásarrifflar en þeir væru hlutrænt séð ekki slík vopn. Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Bannað að mynda rifflana Fyrir dóminn var kallaður Ágúst Bjarki Magnússon, tæknifræðingur sem rannsakaði rifflana, og rifflarnir voru lagðir fram í dómsal. Viðstaddir blaðamenn og ljósmyndarar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þegar tveir lögreglumenn læddu rifflunum inn bakdyramegin á meðan dómarar voru inni í dómsal. Ljósmyndataka er nefnilega stranglega bönnuð á meðan dómarar eru inni í dómsal. Ágúst sagði að við rannsókn á AR-15 rifflinum hafi komið í ljós að gat hafði verið borað í hlaup riffilsins og gasröri komið fyrir í honum. Það geri það að verkum að riffillinn verði hálfsjálfvirkur. Þannig þurfi ekki að hlaða hann handvirkt á milli skota heldur eingöngu taka í gikkinn. Sindri sé „gormur“ Þetta sagði hann vera tiltölulega einfalda aðgerð fyrir mann sem væri sæmilega flinkur í höndunum. Sindri Snær lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði frá barnæsku haft mikinn áhuga á alls konar fikti með vélar og annað slíkt. Hann hafi til að mynda byrjað að taka fjarstýrða bíla í sundur þegar hann var fjögurra ára gamall. Þá sagði faðir hans í morgun að hann væri „gormur“, hugsaði út fyrir boxið og væri sniðugur strákur. Sindri Snær og faðir hans fóru fyrir dómi ekki í neinar grafgötur með það að Sindri Snær hefði borað gat á riffilinn og gert hann hálfsjálfvirkan. Hann hefði aftur á móti breytt honum aftur til baka í einskotariffil eftir að hafa notað hann einu sinni á skotsvæði í Höfnum. Sérfræðingurinn Ágúst Bjarki sagði hins vegar að riffillinn sem lá frammi í dómsal hafi enn verið hálfsjálfvirkur þegar hann rannsakaði gripinn. Sækjandi spurði hversu mörgum skotum mætti skjóta úr rifflinum á tíu sekúndum. Heilu „magasíni“ eða þrjátíu skotum, sagði sérfræðingurinn.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11