Frakkar herða útlendingalög með umdeildri breytingu í Indlandshafi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 14:07 Börn á Mayotte. Getty/Gamma-Rapho Sem hluti af nýrri útlendingalöggjöf Frakklands munu þeir sem fæðast á eyjaklasanum Mayotte ekki lengur sjálfkrafa vera franskir ríkisborgarar. Íbúar klasans hafa mótmælt á götum úti í þrjár vikur vegna yfirvofandi breytinga. Norðan við Madagaskar og austur af ströndum Mósambík má finna eyjaklasann Mayotte. Landsvæði eyjunnar er 374 ferkílómetrar, svipað og Reykjavík og Kópavogur til samans. Þar búa 320 þúsund manns, lang flestir á stærstu eyju klasans, Grande-Terre, sem þýðist yfir á íslensku sem „Stórt-Land“. Fæðast sem Frakkar Mayotte hefur tilheyrt Frakklandi síðan árið 1841 og var um tíma oft talað um hana sem hluta af Kómoreyjum sem eru staðsettar ekki langt vestur af Mayotte. Árið 1975 fengu Kómorar sjálfstæði frá Frökkum en það vildu íbúar Mayotte ekki. Þeir kusu að halda áfram að vera undir stjórn Frakka og árið 2011 varð klasinn formlega „handanhafssýsla“ Frakka, það er sýsla innan Frakklands sem staðsett er í annarri heimsálfu. Íbúi þar hafði þar með nákvæmlega sömu réttindi og íbúi Frakklands á meginlandi Evrópu. Vegna þessa „handanhafssýslu“-stöðu innan franska stjórnkerfisins hafa allir innfæddir íbúar Mayotte fengið franskan ríkisborgararétt, sem og þeir sem fæðast þar í landi, óháð því hvers lenskir þeir eru. Við það hefur skapast stórt vandamál fyrir Frakka, sem er að fólk frá fátækari löndum nálægt Mayotte, til að mynda Kómoreyjum, flytur þangað í leit að betra lífi, og frönskum ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Tæplega helmingur íbúa Mayotte eru erlendir ríkisborgarar en samkvæmt tölfræði frá árinu 2018 lifa 84 prósent íbúa undir fátæktarmörkunum. Fjörutíu prósent búa í bárujárnskofum, 34 prósent eru atvinnulausir og 29 prósent íbúa hafa ekkert vatn á heimili sínu. Þá er helmingur íbúa undir sautján ára aldri. Hingað og ekki lengra Nýlega kynnti innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, ný lög sem snúa eingöngu að íbúum Mayotte. Héðan í frá eru er ekki hægt að verða franskur ríkisborgari nema þú sért getinn af frönskum ríkisborgara. „Þetta eru gríðarlega sterk, skýr og róttækar aðgerðir, sem augljóslega eiga eingöngu við um Mayotte-eyjaklasann,“ hefur The Guardian eftir Darmanin. Hægri vængurinn vill ganga lengra Fjölmargir íbúar eyjunnar hafa mótmælt þessari umdeildu breytingu síðustu vikur en vinstri flokkar í Frakklandi segja þetta vera skýrt brot á stjórnarskrá landsins. Hægri flokkarnir vilja hins vegar ganga enn lengra og innleiða sömu reglu í öllu Frakklandi. „Macron talar mikið, en gerir ekki neitt. Við verðum að hætta að veita öllum þeim sem fæðast á franskri grundu ríkisborgararétt,“ hafði Éric Zemmour, fyrrverandi forsetaframbjóðandi á hægri vængnum, um málið að segja. Frakkland Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Norðan við Madagaskar og austur af ströndum Mósambík má finna eyjaklasann Mayotte. Landsvæði eyjunnar er 374 ferkílómetrar, svipað og Reykjavík og Kópavogur til samans. Þar búa 320 þúsund manns, lang flestir á stærstu eyju klasans, Grande-Terre, sem þýðist yfir á íslensku sem „Stórt-Land“. Fæðast sem Frakkar Mayotte hefur tilheyrt Frakklandi síðan árið 1841 og var um tíma oft talað um hana sem hluta af Kómoreyjum sem eru staðsettar ekki langt vestur af Mayotte. Árið 1975 fengu Kómorar sjálfstæði frá Frökkum en það vildu íbúar Mayotte ekki. Þeir kusu að halda áfram að vera undir stjórn Frakka og árið 2011 varð klasinn formlega „handanhafssýsla“ Frakka, það er sýsla innan Frakklands sem staðsett er í annarri heimsálfu. Íbúi þar hafði þar með nákvæmlega sömu réttindi og íbúi Frakklands á meginlandi Evrópu. Vegna þessa „handanhafssýslu“-stöðu innan franska stjórnkerfisins hafa allir innfæddir íbúar Mayotte fengið franskan ríkisborgararétt, sem og þeir sem fæðast þar í landi, óháð því hvers lenskir þeir eru. Við það hefur skapast stórt vandamál fyrir Frakka, sem er að fólk frá fátækari löndum nálægt Mayotte, til að mynda Kómoreyjum, flytur þangað í leit að betra lífi, og frönskum ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Tæplega helmingur íbúa Mayotte eru erlendir ríkisborgarar en samkvæmt tölfræði frá árinu 2018 lifa 84 prósent íbúa undir fátæktarmörkunum. Fjörutíu prósent búa í bárujárnskofum, 34 prósent eru atvinnulausir og 29 prósent íbúa hafa ekkert vatn á heimili sínu. Þá er helmingur íbúa undir sautján ára aldri. Hingað og ekki lengra Nýlega kynnti innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, ný lög sem snúa eingöngu að íbúum Mayotte. Héðan í frá eru er ekki hægt að verða franskur ríkisborgari nema þú sért getinn af frönskum ríkisborgara. „Þetta eru gríðarlega sterk, skýr og róttækar aðgerðir, sem augljóslega eiga eingöngu við um Mayotte-eyjaklasann,“ hefur The Guardian eftir Darmanin. Hægri vængurinn vill ganga lengra Fjölmargir íbúar eyjunnar hafa mótmælt þessari umdeildu breytingu síðustu vikur en vinstri flokkar í Frakklandi segja þetta vera skýrt brot á stjórnarskrá landsins. Hægri flokkarnir vilja hins vegar ganga enn lengra og innleiða sömu reglu í öllu Frakklandi. „Macron talar mikið, en gerir ekki neitt. Við verðum að hætta að veita öllum þeim sem fæðast á franskri grundu ríkisborgararétt,“ hafði Éric Zemmour, fyrrverandi forsetaframbjóðandi á hægri vængnum, um málið að segja.
Frakkland Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira