Frakkar herða útlendingalög með umdeildri breytingu í Indlandshafi Bjarki Sigurðsson skrifar 12. febrúar 2024 14:07 Börn á Mayotte. Getty/Gamma-Rapho Sem hluti af nýrri útlendingalöggjöf Frakklands munu þeir sem fæðast á eyjaklasanum Mayotte ekki lengur sjálfkrafa vera franskir ríkisborgarar. Íbúar klasans hafa mótmælt á götum úti í þrjár vikur vegna yfirvofandi breytinga. Norðan við Madagaskar og austur af ströndum Mósambík má finna eyjaklasann Mayotte. Landsvæði eyjunnar er 374 ferkílómetrar, svipað og Reykjavík og Kópavogur til samans. Þar búa 320 þúsund manns, lang flestir á stærstu eyju klasans, Grande-Terre, sem þýðist yfir á íslensku sem „Stórt-Land“. Fæðast sem Frakkar Mayotte hefur tilheyrt Frakklandi síðan árið 1841 og var um tíma oft talað um hana sem hluta af Kómoreyjum sem eru staðsettar ekki langt vestur af Mayotte. Árið 1975 fengu Kómorar sjálfstæði frá Frökkum en það vildu íbúar Mayotte ekki. Þeir kusu að halda áfram að vera undir stjórn Frakka og árið 2011 varð klasinn formlega „handanhafssýsla“ Frakka, það er sýsla innan Frakklands sem staðsett er í annarri heimsálfu. Íbúi þar hafði þar með nákvæmlega sömu réttindi og íbúi Frakklands á meginlandi Evrópu. Vegna þessa „handanhafssýslu“-stöðu innan franska stjórnkerfisins hafa allir innfæddir íbúar Mayotte fengið franskan ríkisborgararétt, sem og þeir sem fæðast þar í landi, óháð því hvers lenskir þeir eru. Við það hefur skapast stórt vandamál fyrir Frakka, sem er að fólk frá fátækari löndum nálægt Mayotte, til að mynda Kómoreyjum, flytur þangað í leit að betra lífi, og frönskum ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Tæplega helmingur íbúa Mayotte eru erlendir ríkisborgarar en samkvæmt tölfræði frá árinu 2018 lifa 84 prósent íbúa undir fátæktarmörkunum. Fjörutíu prósent búa í bárujárnskofum, 34 prósent eru atvinnulausir og 29 prósent íbúa hafa ekkert vatn á heimili sínu. Þá er helmingur íbúa undir sautján ára aldri. Hingað og ekki lengra Nýlega kynnti innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, ný lög sem snúa eingöngu að íbúum Mayotte. Héðan í frá eru er ekki hægt að verða franskur ríkisborgari nema þú sért getinn af frönskum ríkisborgara. „Þetta eru gríðarlega sterk, skýr og róttækar aðgerðir, sem augljóslega eiga eingöngu við um Mayotte-eyjaklasann,“ hefur The Guardian eftir Darmanin. Hægri vængurinn vill ganga lengra Fjölmargir íbúar eyjunnar hafa mótmælt þessari umdeildu breytingu síðustu vikur en vinstri flokkar í Frakklandi segja þetta vera skýrt brot á stjórnarskrá landsins. Hægri flokkarnir vilja hins vegar ganga enn lengra og innleiða sömu reglu í öllu Frakklandi. „Macron talar mikið, en gerir ekki neitt. Við verðum að hætta að veita öllum þeim sem fæðast á franskri grundu ríkisborgararétt,“ hafði Éric Zemmour, fyrrverandi forsetaframbjóðandi á hægri vængnum, um málið að segja. Frakkland Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira
Norðan við Madagaskar og austur af ströndum Mósambík má finna eyjaklasann Mayotte. Landsvæði eyjunnar er 374 ferkílómetrar, svipað og Reykjavík og Kópavogur til samans. Þar búa 320 þúsund manns, lang flestir á stærstu eyju klasans, Grande-Terre, sem þýðist yfir á íslensku sem „Stórt-Land“. Fæðast sem Frakkar Mayotte hefur tilheyrt Frakklandi síðan árið 1841 og var um tíma oft talað um hana sem hluta af Kómoreyjum sem eru staðsettar ekki langt vestur af Mayotte. Árið 1975 fengu Kómorar sjálfstæði frá Frökkum en það vildu íbúar Mayotte ekki. Þeir kusu að halda áfram að vera undir stjórn Frakka og árið 2011 varð klasinn formlega „handanhafssýsla“ Frakka, það er sýsla innan Frakklands sem staðsett er í annarri heimsálfu. Íbúi þar hafði þar með nákvæmlega sömu réttindi og íbúi Frakklands á meginlandi Evrópu. Vegna þessa „handanhafssýslu“-stöðu innan franska stjórnkerfisins hafa allir innfæddir íbúar Mayotte fengið franskan ríkisborgararétt, sem og þeir sem fæðast þar í landi, óháð því hvers lenskir þeir eru. Við það hefur skapast stórt vandamál fyrir Frakka, sem er að fólk frá fátækari löndum nálægt Mayotte, til að mynda Kómoreyjum, flytur þangað í leit að betra lífi, og frönskum ríkisborgararétt fyrir börnin sín. Tæplega helmingur íbúa Mayotte eru erlendir ríkisborgarar en samkvæmt tölfræði frá árinu 2018 lifa 84 prósent íbúa undir fátæktarmörkunum. Fjörutíu prósent búa í bárujárnskofum, 34 prósent eru atvinnulausir og 29 prósent íbúa hafa ekkert vatn á heimili sínu. Þá er helmingur íbúa undir sautján ára aldri. Hingað og ekki lengra Nýlega kynnti innanríkisráðherra Frakka, Gérald Darmanin, ný lög sem snúa eingöngu að íbúum Mayotte. Héðan í frá eru er ekki hægt að verða franskur ríkisborgari nema þú sért getinn af frönskum ríkisborgara. „Þetta eru gríðarlega sterk, skýr og róttækar aðgerðir, sem augljóslega eiga eingöngu við um Mayotte-eyjaklasann,“ hefur The Guardian eftir Darmanin. Hægri vængurinn vill ganga lengra Fjölmargir íbúar eyjunnar hafa mótmælt þessari umdeildu breytingu síðustu vikur en vinstri flokkar í Frakklandi segja þetta vera skýrt brot á stjórnarskrá landsins. Hægri flokkarnir vilja hins vegar ganga enn lengra og innleiða sömu reglu í öllu Frakklandi. „Macron talar mikið, en gerir ekki neitt. Við verðum að hætta að veita öllum þeim sem fæðast á franskri grundu ríkisborgararétt,“ hafði Éric Zemmour, fyrrverandi forsetaframbjóðandi á hægri vængnum, um málið að segja.
Frakkland Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Sjá meira