Sakar Umhverfisstofnun um stæka karlrembu Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2024 13:23 Bergþóra Valgeirsdóttir og Eiður Gísli sem gagnrýnir Umhverfisstofnun harðlega fyrir það hvernig haldið er á málum varðandi hreindýraleiðsögunámskeiðin fyrir austan. aðsend Veruleg ólga er meðal hreindýraleiðsögumanna fyrir austan vegna leiðsögumannanámskeiðs sem haldið verður. Umhverfisstofnun er sökuð um að halda konum niðri og taka inn „helgarpabba“ í stað austanpilta sem eru fyrir á staðnum. Eiður Gísli Guðmundsson hreindýraleiðsögðumaður er ómyrkur í máli þegar við hann er rætt um þessi mál. Svo ósáttur er Eiður Gísli með hvernig staðið er að málum að hann er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar. „Sem þýðir að svæði 7 fer í fokk,“ segir Eiður Gísli en í fyrra fór hann með 70 menn til veiða á því svæði. Tvær færar konur komust ekki inn Eina leiðin til að fá hreindýraleiðsögumannsleyfi er að fara í gegnum téð námskeið sem hefur verið notað til að stemma stigu við ásókn í starfið og hafa skikk á leiðsögumannastóðinu. Nú sóttu 99 manns um að fá að fara á námskeiðið en aðeins þrjátíu eru teknir inn og ekki þeir hæfustu, að því er hermt. Meðal þess sem Eiður Gísli vill gagnrýna er meint kvenfyrirlitning Umhverfisstofnunar en honum er kunnugt um tvær konur sem sóttu um en fengu ekki að fara á námskeiðið. Eiður Gísli hefur verið leiðsögumaður frá árinu 2011. Hann vill meina að lítil innstæða sé fyrir tali þar sem konur eru hvattar til að sækja um. Eiður Gísli er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar sem myndi þýða að svæði 7 fer í hreina og klára vitleysu.aðsend „Nú sóttu tvær konur um og önnur er kona mína sem heitir Bergþóra Valgeirsdóttir. Hin heitir Guðný Gréta Eyþórsdóttir. Báðum synjað á þeim forsendum að þær hefðu ekki næga reynslu eða þekkingu á staðháttum.“ Þetta segir Eiður Gísli ekki fá staðist, Bergþóra hafi veitt fjögur dýr og farið oft með honum til veiða. Og hún hafi starfað í sláturhúsi við fláningu á hreindýrum. Guðný Gréta hafi svo tvívegis unnið Hreindýrahreysti sem er keppni sem haldin er reglulega. Þar hafi hún lagt reynda leiðsögumenn. Hobbímenn að sunnan í staðinn fyrir unga heimamenn Eiður Gísli rekur þetta til þess að þær eru konur, aðrar skýringar haldi ekki. Og honum finnst hreinlega, á tímum jafnréttisbaráttu að þær ættu að vera sjálfkjörnar á námskeiðið. Þá vill Eiður Gísli halda því fram að ekki komist þeir hæfustu að auk þess sem upphaflega hugmyndin hafi verið sú að hreindýraleiðsöguleyfin ættu að auka atvinnustig fyrir austan. Þetta var upphaflega hugsað fyrir bændur. En hann viti um fjölmarga unga heimamenn sem ekki komust inn, svo sem Aðalsteinn Sigurðsson – Alli Tarfur – frá Vaðbrekku. „Ég get staðið fastur á því að ekki voru valdir þeir hæfustu. Grjótharðir menn hafðir úti í kuldanum. Umhverfisstofnun telur sig hafa vit á þessu en tekur handahófskennt inn á námskeiðin, „helgarpabba“ svokallaða, einhverja hobbímenn, sem ekki eru búsettir fyrir austan. Og það fyrsta sem þeir gera þegar þeir koma austur er að hringja í mig og spyrja hvar dýrin séu?“ Stjórnsýsla Hreindýrakjöt Dýr Umhverfismál Skotveiði Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. 19. janúar 2024 10:27 Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni. 28. júní 2023 11:38 Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3. mars 2023 13:39 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Eiður Gísli Guðmundsson hreindýraleiðsögðumaður er ómyrkur í máli þegar við hann er rætt um þessi mál. Svo ósáttur er Eiður Gísli með hvernig staðið er að málum að hann er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar. „Sem þýðir að svæði 7 fer í fokk,“ segir Eiður Gísli en í fyrra fór hann með 70 menn til veiða á því svæði. Tvær færar konur komust ekki inn Eina leiðin til að fá hreindýraleiðsögumannsleyfi er að fara í gegnum téð námskeið sem hefur verið notað til að stemma stigu við ásókn í starfið og hafa skikk á leiðsögumannastóðinu. Nú sóttu 99 manns um að fá að fara á námskeiðið en aðeins þrjátíu eru teknir inn og ekki þeir hæfustu, að því er hermt. Meðal þess sem Eiður Gísli vill gagnrýna er meint kvenfyrirlitning Umhverfisstofnunar en honum er kunnugt um tvær konur sem sóttu um en fengu ekki að fara á námskeiðið. Eiður Gísli hefur verið leiðsögumaður frá árinu 2011. Hann vill meina að lítil innstæða sé fyrir tali þar sem konur eru hvattar til að sækja um. Eiður Gísli er að spá í að skila inn leyfi sínu í sumar sem myndi þýða að svæði 7 fer í hreina og klára vitleysu.aðsend „Nú sóttu tvær konur um og önnur er kona mína sem heitir Bergþóra Valgeirsdóttir. Hin heitir Guðný Gréta Eyþórsdóttir. Báðum synjað á þeim forsendum að þær hefðu ekki næga reynslu eða þekkingu á staðháttum.“ Þetta segir Eiður Gísli ekki fá staðist, Bergþóra hafi veitt fjögur dýr og farið oft með honum til veiða. Og hún hafi starfað í sláturhúsi við fláningu á hreindýrum. Guðný Gréta hafi svo tvívegis unnið Hreindýrahreysti sem er keppni sem haldin er reglulega. Þar hafi hún lagt reynda leiðsögumenn. Hobbímenn að sunnan í staðinn fyrir unga heimamenn Eiður Gísli rekur þetta til þess að þær eru konur, aðrar skýringar haldi ekki. Og honum finnst hreinlega, á tímum jafnréttisbaráttu að þær ættu að vera sjálfkjörnar á námskeiðið. Þá vill Eiður Gísli halda því fram að ekki komist þeir hæfustu að auk þess sem upphaflega hugmyndin hafi verið sú að hreindýraleiðsöguleyfin ættu að auka atvinnustig fyrir austan. Þetta var upphaflega hugsað fyrir bændur. En hann viti um fjölmarga unga heimamenn sem ekki komust inn, svo sem Aðalsteinn Sigurðsson – Alli Tarfur – frá Vaðbrekku. „Ég get staðið fastur á því að ekki voru valdir þeir hæfustu. Grjótharðir menn hafðir úti í kuldanum. Umhverfisstofnun telur sig hafa vit á þessu en tekur handahófskennt inn á námskeiðin, „helgarpabba“ svokallaða, einhverja hobbímenn, sem ekki eru búsettir fyrir austan. Og það fyrsta sem þeir gera þegar þeir koma austur er að hringja í mig og spyrja hvar dýrin séu?“
Stjórnsýsla Hreindýrakjöt Dýr Umhverfismál Skotveiði Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. 19. janúar 2024 10:27 Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni. 28. júní 2023 11:38 Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3. mars 2023 13:39 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Hreindýrakvótinn minni en á síðasta ári Heimilt verður að veiða átta hundruð hreindýr á þessu ári, rúmlega hundrað færri en á því síðasta. 19. janúar 2024 10:27
Hreindýraveiðimenn á síðustu stundu að taka skotprófið Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða á starfstöð Umhverfisstofnunar á Egilsstöðum er orðinn órólegur; honum þykir menn heldur seinir að taka tilskilið skotpróf. Það stefnir í óefni. 28. júní 2023 11:38
Færri vilja á hreindýr nú en í fyrra Jóhann G. Gunnarsson umsjónarmaður hreindýraveiða hjá umhverfisstofnun telur að eitt og annað kunni að hafa áhrif á það að umsóknir um hreindýraleyfi eru talsvert færri nú en var í fyrra. 3. mars 2023 13:39
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent