Sagður kalla Netanjahú drullusokk Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2024 16:16 Joe Biden og Benjamín Netanjahú hafa þekkst um langt skeið. Biden er sgaður orðinn pirraður á forsætisráðherranum. AP/Miriam Alster Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður út í Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og hefur kallað hann drullusokk. Það hefur hann meðal annars gert í samræðum við stuðningsmenn forsetaframboðs síns og snýst reiði forsetans að mestu um það hvernig Netanjahú hefur haldið á spöðunum varðandi hernað Ísrael á Gasaströndinni. Biden hefur reynt að fá ráðamenn í Ísrael til að breyta um stefnu en samkvæmt heimildarmönnum NBC News hefur „drullusokkurinn“ Netanjahú staðið í vegi þess. Biden hefur sagt ómögulegt að eiga við forsætisráðherrann ísraelska. Undanfarnar vikur hefur reiði Biden í garð Netanjahú skinið í gegn, samkvæmt heimildarmönnum NBC, og hefur Biden minnst þrisvar sinnum kallað hann drullusokk eða „asshole“ á ensku. Talsmaður Netanjahú sagði í samtali við miðilinn að Biden hefði gert ljóst að hann væri ósammála forsætisráðherranum að einhverju leyti. Leiðtogarnir hefðu þekkst í áratugi og samband þeirra byggði á virðingu, bæði opinberlega og í einrúmi. Mótfallinn innrás í Rafah Biden ræddi við Netanjahú í síma í gær. Þar sagði Biden að bæta þyrfti aðgengi íbúa Gasastrandarinnar að neyðarbirgðum og aðstoð og að Ísraelar ættu ekki að ráðast á Rafah, án þess hafa skipulagt vel hvernig hægt væri að vernda óbreytta borgara. Allt að ein milljón manna heldur til í Rafah en þangað hafa þó flúið vegna hernaðar Ísraela gegn Hamas samtökunum. Ísraelar hyggjast nú ætla að ráðast á borgina. Sjá einnig: Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Samkvæmt frétt NBC telur Biden þó að hann ætti ekki að vera of harðorður í garð Netanjahú á opinberum vettvangi. Þá ku Biden ekki vilja gera miklar breytingar á stefnu Bandaríkjanna varðandi hernað Ísraela og telur að stuðningur við ríkið sé mikilvægur. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38 Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Biden hefur reynt að fá ráðamenn í Ísrael til að breyta um stefnu en samkvæmt heimildarmönnum NBC News hefur „drullusokkurinn“ Netanjahú staðið í vegi þess. Biden hefur sagt ómögulegt að eiga við forsætisráðherrann ísraelska. Undanfarnar vikur hefur reiði Biden í garð Netanjahú skinið í gegn, samkvæmt heimildarmönnum NBC, og hefur Biden minnst þrisvar sinnum kallað hann drullusokk eða „asshole“ á ensku. Talsmaður Netanjahú sagði í samtali við miðilinn að Biden hefði gert ljóst að hann væri ósammála forsætisráðherranum að einhverju leyti. Leiðtogarnir hefðu þekkst í áratugi og samband þeirra byggði á virðingu, bæði opinberlega og í einrúmi. Mótfallinn innrás í Rafah Biden ræddi við Netanjahú í síma í gær. Þar sagði Biden að bæta þyrfti aðgengi íbúa Gasastrandarinnar að neyðarbirgðum og aðstoð og að Ísraelar ættu ekki að ráðast á Rafah, án þess hafa skipulagt vel hvernig hægt væri að vernda óbreytta borgara. Allt að ein milljón manna heldur til í Rafah en þangað hafa þó flúið vegna hernaðar Ísraela gegn Hamas samtökunum. Ísraelar hyggjast nú ætla að ráðast á borgina. Sjá einnig: Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Samkvæmt frétt NBC telur Biden þó að hann ætti ekki að vera of harðorður í garð Netanjahú á opinberum vettvangi. Þá ku Biden ekki vilja gera miklar breytingar á stefnu Bandaríkjanna varðandi hernað Ísraela og telur að stuðningur við ríkið sé mikilvægur.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Joe Biden Tengdar fréttir Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38 Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46 Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26 Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. 12. febrúar 2024 15:38
Fjölgun í hópi íslensku sjálfboðaliðana í Egyptalandi Fjölgað hefur í hópi íslenskra sjálfboðaliða sem vinna að því að koma Palestínumönnum sem fengið hafa dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar út af Gasa. Hópurinn er allur staddur í Kaíró í Egyptalandi og vinna þau þaðan. 12. febrúar 2024 12:46
Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. 12. febrúar 2024 11:26
Starfsmenn flóttamannaaðstoðarinnar hafi verið reknir án sönnunargagna Philippe Lazzarini yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðarinnar segist hafa rekið starfsmenn sem sakaðir voru um hollustu við Hamas án nokkurra sönnunargagna og án þess að hafa rannsakað ásakanirnar á hendur þeim. 11. febrúar 2024 10:40