Veist að þingmanni: „Hann langaði bara að hræða mig“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2024 19:52 Diljá Mist Einarsdóttir er formaður utanríkismálanefndar. Vísir/Vilhelm Formaður utanríkismálanefndar varð fyrir aðkasti mótmælanda fyrir utan Alþingi í dag. Maður sem kom askvaðandi að henni þegar hún kom út úr þinghúsinu kastaði hlut í bíl hennar og hellti úr skálum reiði sinnar. „Ég bara keyri löturhægt út úr bílakjallaranum okkar, eins og maður þarf að gera, því það er oft fólk að labba þar. Þegar ég kem upp þá er einhverju kastað af alefli í bílinn minn, og mér bregður svakalega. Í áttina að mér kemur askvaðandi fullorðinn maður.“ Þetta segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðsiflokksins og formaður utanríksimálanefndar, í samtali við Vísi. „Ég skrúfa ósjálfrátt rúðuna niður og spyr hvort hann hafi verið að kasta einhverju í mig. Það voru ósjálfráð viðbrögð og eftir á er búið að vara mig við því af öryggisástæðum. En ég gerði þetta bara ef hann skyldi hafa verið í vandræðum eða eitthvað slíkt. Ég sé þá að hann kemur úr hópi mótmælenda, hann kemur og er að öskra að mér einhverjum ókvæðisorðum,“ segir Diljá. Hún hafi ekki heyrt vel hverju maðurinn hafi ætlað að koma til skila, svo mikið hafi honum verið niðri fyrir. Hún hafi þó heyrt hann segja „fokkaðu þér“ nokkrum sinnum. Lögreglan var með viðbúnað á Austurvelli vegna mótmælanna í dag og hafði hendur í hári mannsins rétt eftir að hann hafði kastað því sem Diljá telur að hafi verið klaki í bíl hennar. Dóttirin nýbúin að vera í bílnum Diljá segir sér brugðið og að atvikið hafi verið óþægilegt. „Ég var að taka þátt í umræðum í þinginu, og hafði þurft að skjótast heim út af dóttur minni, þannig að hún var nýbúin að vera í bílnum með mér,“ segir Diljá og bætir við að stundum taki hún dóttur sína með sér í vinnuna. Þannig að ég var bara að hugsa á leiðinni heim hvað það hefði verið hræðilegt ef hún hefði verið með mér þarna. Diljá segir einsýnt að maðurinn hafi ekki haft sérstakan áhuga á að ræða við hana á hefðbundinn hátt. „Ef hann vildi tala við mig, þá hefði honum verið það í lófa lagið. Hann langaði ekkert að eiga samræður við mig, hann langaði bara að hræða mig. Til þess er leikurinn gerður. Að fullorðinn maður staldri ekki við, heldur labbi í áttina að konu og kasti einhverju í hana. Mér finnst þetta ótrúlegt,“ segir Diljá. Stundum gangi hún þessa sömu leið fótgangandi, sem hefði verið enn óþægilegra en að sitja inni í bíl. Milliliðalaust samtal undir Diljá segir lögregluna hafa haft samband síðar í dag til að athuga með líðan hennar og mögulegar skemmdir á bílnum, sem Diljá kveðst ekki hafa tekið eftir í fljótu bragði. Hún segir þennan hluta starfs lögreglunnar ekki öfundsverðan. Með uppákomum sem þessari sé verið að skemma milliliðalaust samtal almennings við ráðafólk, sem hingað til hafi verið hægt að ganga að sem nokkuð vísu. „Við erum nýbúin að sjá atburði í Bandaríkjunum sem vöktu upp spurningar hjá fólki, þegar það verður múgæsingur og veist er að ráðamönnum og stofnunum. Að endingu myndi þetta þýða að við þyrftum að breyta fyrirkomulaginu hér á Íslandi,“ segir Diljá og vísar þar til árásar stuðningsmanna Donalds Trump á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Lögregla var með mikinn viðbúnað á Austurvelli í dag.Vísir/Arnar Mikill viðbúnaður lögreglu Fjöldi mótmælafunda hefur verið haldinn á Austurvelli undanfarna mánuði, til stuðnings Palestínumönnum. Mótmæli dagsins voru á vegum No Borders-samtakanna, þar sem þess var krafist að íslenska ríkið greiddi götu Palestínumanna á Gasa sem fengið hafa samþykktar fjölskyldusameiningar hér á landi. Lögregla var með mikinn viðbúnað á svæðinu. Þá var þess einnig krafist að brottvísunum á palestínsku fólki verði hætt. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum. Alþingi Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6. febrúar 2024 20:09 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
„Ég bara keyri löturhægt út úr bílakjallaranum okkar, eins og maður þarf að gera, því það er oft fólk að labba þar. Þegar ég kem upp þá er einhverju kastað af alefli í bílinn minn, og mér bregður svakalega. Í áttina að mér kemur askvaðandi fullorðinn maður.“ Þetta segir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðsiflokksins og formaður utanríksimálanefndar, í samtali við Vísi. „Ég skrúfa ósjálfrátt rúðuna niður og spyr hvort hann hafi verið að kasta einhverju í mig. Það voru ósjálfráð viðbrögð og eftir á er búið að vara mig við því af öryggisástæðum. En ég gerði þetta bara ef hann skyldi hafa verið í vandræðum eða eitthvað slíkt. Ég sé þá að hann kemur úr hópi mótmælenda, hann kemur og er að öskra að mér einhverjum ókvæðisorðum,“ segir Diljá. Hún hafi ekki heyrt vel hverju maðurinn hafi ætlað að koma til skila, svo mikið hafi honum verið niðri fyrir. Hún hafi þó heyrt hann segja „fokkaðu þér“ nokkrum sinnum. Lögreglan var með viðbúnað á Austurvelli vegna mótmælanna í dag og hafði hendur í hári mannsins rétt eftir að hann hafði kastað því sem Diljá telur að hafi verið klaki í bíl hennar. Dóttirin nýbúin að vera í bílnum Diljá segir sér brugðið og að atvikið hafi verið óþægilegt. „Ég var að taka þátt í umræðum í þinginu, og hafði þurft að skjótast heim út af dóttur minni, þannig að hún var nýbúin að vera í bílnum með mér,“ segir Diljá og bætir við að stundum taki hún dóttur sína með sér í vinnuna. Þannig að ég var bara að hugsa á leiðinni heim hvað það hefði verið hræðilegt ef hún hefði verið með mér þarna. Diljá segir einsýnt að maðurinn hafi ekki haft sérstakan áhuga á að ræða við hana á hefðbundinn hátt. „Ef hann vildi tala við mig, þá hefði honum verið það í lófa lagið. Hann langaði ekkert að eiga samræður við mig, hann langaði bara að hræða mig. Til þess er leikurinn gerður. Að fullorðinn maður staldri ekki við, heldur labbi í áttina að konu og kasti einhverju í hana. Mér finnst þetta ótrúlegt,“ segir Diljá. Stundum gangi hún þessa sömu leið fótgangandi, sem hefði verið enn óþægilegra en að sitja inni í bíl. Milliliðalaust samtal undir Diljá segir lögregluna hafa haft samband síðar í dag til að athuga með líðan hennar og mögulegar skemmdir á bílnum, sem Diljá kveðst ekki hafa tekið eftir í fljótu bragði. Hún segir þennan hluta starfs lögreglunnar ekki öfundsverðan. Með uppákomum sem þessari sé verið að skemma milliliðalaust samtal almennings við ráðafólk, sem hingað til hafi verið hægt að ganga að sem nokkuð vísu. „Við erum nýbúin að sjá atburði í Bandaríkjunum sem vöktu upp spurningar hjá fólki, þegar það verður múgæsingur og veist er að ráðamönnum og stofnunum. Að endingu myndi þetta þýða að við þyrftum að breyta fyrirkomulaginu hér á Íslandi,“ segir Diljá og vísar þar til árásar stuðningsmanna Donalds Trump á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Lögregla var með mikinn viðbúnað á Austurvelli í dag.Vísir/Arnar Mikill viðbúnaður lögreglu Fjöldi mótmælafunda hefur verið haldinn á Austurvelli undanfarna mánuði, til stuðnings Palestínumönnum. Mótmæli dagsins voru á vegum No Borders-samtakanna, þar sem þess var krafist að íslenska ríkið greiddi götu Palestínumanna á Gasa sem fengið hafa samþykktar fjölskyldusameiningar hér á landi. Lögregla var með mikinn viðbúnað á svæðinu. Þá var þess einnig krafist að brottvísunum á palestínsku fólki verði hætt. Hér að neðan má sjá myndefni frá mótmælunum.
Alþingi Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6. febrúar 2024 20:09 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Eggjum grýtt og unglingar handteknir á Austurvelli Tveir voru handteknir á fjölmennum mótmælum skólabarna á Austurvelli í dag. Krakkarnir kröfðust vopnahlés á Gasa og að íslensk stjórnvöld kæmu fjölskyldusameiningum til framkvæmda. Forsætisráðherra viðurkennir að málið þyrfti skjóta afgreiðslu en flókin framkvæmd tefji fyrir. 6. febrúar 2024 20:09