„Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. febrúar 2024 15:40 Sveinn Andri er verjandi Sindra Snæs Birgissonar. Vísir/Vilhelm Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar í hryðjuverkamálinu, segir að málið gæti orðið skólabókardæmi um misheppnaða rannsókn og saksókn máls. „Ég hef sjaldan seð jafn borðleggjandi dæmi um rörsýn. Í upphafi málsins verður til kenning, og svo snýst málið um að styðja þá kenningu,“ sagði Sveinn í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í þessu samhengi minntist hann sérstaklega á blaðamannafund sem lögregla hélt snemma í málinu. Þar hafi þessari kenningu, um fyrirhugaða hryðjuverkaárás, verið haldið fram opinberlega og það vakið mikla athygli. „Þetta mál er afsprengi ótímabærrar yfirlýsingar. Síðan kemur rannsókn og saksókn sem miðar ekki að því að leiða hið sanna í ljós, heldur að sanna kenningu lögreglu.“ Sveinn lagði til fyrir dómi að Sindri fengi skilorðsbundna refsingu fyrir vopnalagabrotin í málinu. Sindri hefur játað sök varðandi það ákæruatriði. Saksóknari krafðist fimmtán til átján mánaða dóms fyrir þau brot í málflutningi sínum í morgun. „Komi svo ólíklega til“ að Sindri verður sakfelldur fyrir brotin sem varða hryðjuverk þá leggur Sveinn það í mat dómsins að meta refsinguna. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar hins sakborningsins, krefst þess einnig að refsing fyrir vopnalagabrotin verði skilorðsbundin. Hann segir að rannsóknaraðferð lögreglu verði eflaust sjálf rannsóknarefni í framtíðinni, en hann tók í sama streng um að lögregla hafi fengið kenningu um hvað hafi verið í gangi og unnið að því að sanna hana frekar en eitthvað annað. „Það hálfa væri handleggur“ Í málflutningi sínum var Sveinn afar gagnrýnin á meðferð lögreglu og saksóknara í málinu. Á meðal þess sem hann gagnrýndi var 52. ákæruliður málsins þar sem Sindra er gefið að sök að hafa farið í Hljómskálagarðinn í miðbæ Reykjavíkur og mælt bil milli vegalokanna til að átta sig á því hvort hann gæti ekið stórum bíl í gegnum þær. „Dagana 4. 22. og 23. ágúst 2022, fer inn á síðuna hinsegindagar.is og leitar að efni á netinu tengdu gaypride – Hljómskálagarður og í byrjun sama mánaðar fer ákærði Sindri á vettvang og mælir bil á milli lokana með það fyrir augum hvort unnt sé að aka stóru ökutæki þar í gegn,“ segir í ákærunni. Sveinn vill meina að engin sönnun sé til staðar fyrir þessu og að Sindri neiti því að hafa gert þetta. Þessi lýsing byggi á yfirheyrslu yfir Ísidóri þar sem hann hafi sagt Sindra vera að pæla í að mæla eitthvað þarna. Aðspurður um hvort Sindri hafi farið og gert það sagðist Ísidór ekki vita til þess. Þá hafi hann talað um steypt grindverk, en ekki bil milli lokanna. „Hvernig má þetta gerist? Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ spurði Sveinn Andri sem sagði að ekki væri hægt að líta á þetta sem smáatriði í málinu. „Þetta er svo mikil steypa, svo mikill þvættingur að það hálfa væri handleggur,“ sagði hann. „Þessi ákæruliður einn og sér hefur haft ömurlegar afleiðingar fyrir Sindra.“ Aðferðafræðin tilraun til réttarspilla Sveinn sagði mikilvægt að skoða samskipti Sindra og Ísidórs, sem eru miðlæg í málinu, án „bútasaums ákæruvaldsins“. Hann sagði lykilspurningu málsins vera hvort þeim hafi verið alvara með samskiptum sínum, þar sem þeir ræddu um að fremja hryðjuverk. „Ákæruvaldið klippir út allt sem mætti kalla spaug, grín og húmor. Það editerar samtölin þannig að allir sem sjá ákæruna halda að þeim sé alvara.“ sagði Sveinn, sem tók fram að hann hefði tekið tólf ummæli úr ákærunni til hliðar þar sem vantaði í samhengi sem varðar grín. „Þetta eru stór orð, en þessi aðferðafræði er ekkert annað en tilraun til alvarlegra réttarspilla. Það er eina tilraunin í þessu máli í raun og veru,“ bætti hann við. „Auðvitað hentar það ákæruvaldinu mjög vel að klippa út allt það sem heitir léttleiki. Það varpar allt allt allt öðru ljósi á þessi samtöl en gerir í ákærunni.“ Sveinn sagði aðalatriðið þó vera að í ummælunum fælust engin áform. Um væri að ræða „fimbulfamb“ milli tveggja manna. „Þetta er einhver einkahúmor, verulega svartur, sem sýnir ekki að þeir stefni ótvírætt að því að fremja hryðjuverk,“ sagði hann. „Öfugt við fullyrðingar Europol þá fullyrði ég að þeir eru svo sannarlega lyklaborðsstríðsmenn, og ekki einu sinni út á við, bara sín á milli. Þeir eru nördar sem brutu gegn vopnalögum.“ Í málflutningi sínum fjallaði Sveinn Andri einnig um hugmyndir sínar um að lögregla hafi átt við sönnunargögn í málinu, líkt og fréttastofa fjallaði um í morgun. Einnig setti hann spurningarmerki við að Sindri væri að selja vopn sem hann ætlaði sér að nota til að fremja hryðjuverk. „Hann yrði þá fyrsti hryðjuverkamaðurinn í sögunni sem selur vopnin sem hann ætlar að nota til að fremja hryðjuverk.“ Bókstafleg túlkun skrýtin Einar Oddur sagði í málflutningi sínum að túlkun á samræðum sakborninganna væri sérstök. Ekki vottaði fyrir hlutlægni og að sá möguleiki að þeim væri ekki alvara hefði ekki verið tekinn til skoðunar. „Það er mjög skrýtið að leggja bókstaflega túlkun á öll ummæli sakborninganna.“ Sjálfur sagði Einar að hann lyti á innihald spjalls þeirra sem útópískar fantasíur og kaldhæðni. Þá fjallaði hann sérstaklega um fyrrnefndan blaðamannafund lögreglu sem var haldinn í kjölfar handtöku mannanna, og setti út á þar hafi verið talað um að vegna aðgerða lögreglu hafi samfélagið orðið öruggara, og að komið hafi verið í veg fyrir áform og aðgerðir með þeim. Síðan hafi í framburði lögreglunnar komið fram að handtakan hafi frekar verið vegna rannsóknarhagsmuna heldur en til að koma í veg fyrir voðaverk, en að annað hljóð hafi verið í yfirmönnum lögreglu á blaðamannafundinum. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira
„Ég hef sjaldan seð jafn borðleggjandi dæmi um rörsýn. Í upphafi málsins verður til kenning, og svo snýst málið um að styðja þá kenningu,“ sagði Sveinn í málflutningi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í þessu samhengi minntist hann sérstaklega á blaðamannafund sem lögregla hélt snemma í málinu. Þar hafi þessari kenningu, um fyrirhugaða hryðjuverkaárás, verið haldið fram opinberlega og það vakið mikla athygli. „Þetta mál er afsprengi ótímabærrar yfirlýsingar. Síðan kemur rannsókn og saksókn sem miðar ekki að því að leiða hið sanna í ljós, heldur að sanna kenningu lögreglu.“ Sveinn lagði til fyrir dómi að Sindri fengi skilorðsbundna refsingu fyrir vopnalagabrotin í málinu. Sindri hefur játað sök varðandi það ákæruatriði. Saksóknari krafðist fimmtán til átján mánaða dóms fyrir þau brot í málflutningi sínum í morgun. „Komi svo ólíklega til“ að Sindri verður sakfelldur fyrir brotin sem varða hryðjuverk þá leggur Sveinn það í mat dómsins að meta refsinguna. Einar Oddur Sigurðsson, verjandi Ísidórs Nathanssonar hins sakborningsins, krefst þess einnig að refsing fyrir vopnalagabrotin verði skilorðsbundin. Hann segir að rannsóknaraðferð lögreglu verði eflaust sjálf rannsóknarefni í framtíðinni, en hann tók í sama streng um að lögregla hafi fengið kenningu um hvað hafi verið í gangi og unnið að því að sanna hana frekar en eitthvað annað. „Það hálfa væri handleggur“ Í málflutningi sínum var Sveinn afar gagnrýnin á meðferð lögreglu og saksóknara í málinu. Á meðal þess sem hann gagnrýndi var 52. ákæruliður málsins þar sem Sindra er gefið að sök að hafa farið í Hljómskálagarðinn í miðbæ Reykjavíkur og mælt bil milli vegalokanna til að átta sig á því hvort hann gæti ekið stórum bíl í gegnum þær. „Dagana 4. 22. og 23. ágúst 2022, fer inn á síðuna hinsegindagar.is og leitar að efni á netinu tengdu gaypride – Hljómskálagarður og í byrjun sama mánaðar fer ákærði Sindri á vettvang og mælir bil á milli lokana með það fyrir augum hvort unnt sé að aka stóru ökutæki þar í gegn,“ segir í ákærunni. Sveinn vill meina að engin sönnun sé til staðar fyrir þessu og að Sindri neiti því að hafa gert þetta. Þessi lýsing byggi á yfirheyrslu yfir Ísidóri þar sem hann hafi sagt Sindra vera að pæla í að mæla eitthvað þarna. Aðspurður um hvort Sindri hafi farið og gert það sagðist Ísidór ekki vita til þess. Þá hafi hann talað um steypt grindverk, en ekki bil milli lokanna. „Hvernig má þetta gerist? Hvernig er hægt að fokka þessu svona upp?“ spurði Sveinn Andri sem sagði að ekki væri hægt að líta á þetta sem smáatriði í málinu. „Þetta er svo mikil steypa, svo mikill þvættingur að það hálfa væri handleggur,“ sagði hann. „Þessi ákæruliður einn og sér hefur haft ömurlegar afleiðingar fyrir Sindra.“ Aðferðafræðin tilraun til réttarspilla Sveinn sagði mikilvægt að skoða samskipti Sindra og Ísidórs, sem eru miðlæg í málinu, án „bútasaums ákæruvaldsins“. Hann sagði lykilspurningu málsins vera hvort þeim hafi verið alvara með samskiptum sínum, þar sem þeir ræddu um að fremja hryðjuverk. „Ákæruvaldið klippir út allt sem mætti kalla spaug, grín og húmor. Það editerar samtölin þannig að allir sem sjá ákæruna halda að þeim sé alvara.“ sagði Sveinn, sem tók fram að hann hefði tekið tólf ummæli úr ákærunni til hliðar þar sem vantaði í samhengi sem varðar grín. „Þetta eru stór orð, en þessi aðferðafræði er ekkert annað en tilraun til alvarlegra réttarspilla. Það er eina tilraunin í þessu máli í raun og veru,“ bætti hann við. „Auðvitað hentar það ákæruvaldinu mjög vel að klippa út allt það sem heitir léttleiki. Það varpar allt allt allt öðru ljósi á þessi samtöl en gerir í ákærunni.“ Sveinn sagði aðalatriðið þó vera að í ummælunum fælust engin áform. Um væri að ræða „fimbulfamb“ milli tveggja manna. „Þetta er einhver einkahúmor, verulega svartur, sem sýnir ekki að þeir stefni ótvírætt að því að fremja hryðjuverk,“ sagði hann. „Öfugt við fullyrðingar Europol þá fullyrði ég að þeir eru svo sannarlega lyklaborðsstríðsmenn, og ekki einu sinni út á við, bara sín á milli. Þeir eru nördar sem brutu gegn vopnalögum.“ Í málflutningi sínum fjallaði Sveinn Andri einnig um hugmyndir sínar um að lögregla hafi átt við sönnunargögn í málinu, líkt og fréttastofa fjallaði um í morgun. Einnig setti hann spurningarmerki við að Sindri væri að selja vopn sem hann ætlaði sér að nota til að fremja hryðjuverk. „Hann yrði þá fyrsti hryðjuverkamaðurinn í sögunni sem selur vopnin sem hann ætlar að nota til að fremja hryðjuverk.“ Bókstafleg túlkun skrýtin Einar Oddur sagði í málflutningi sínum að túlkun á samræðum sakborninganna væri sérstök. Ekki vottaði fyrir hlutlægni og að sá möguleiki að þeim væri ekki alvara hefði ekki verið tekinn til skoðunar. „Það er mjög skrýtið að leggja bókstaflega túlkun á öll ummæli sakborninganna.“ Sjálfur sagði Einar að hann lyti á innihald spjalls þeirra sem útópískar fantasíur og kaldhæðni. Þá fjallaði hann sérstaklega um fyrrnefndan blaðamannafund lögreglu sem var haldinn í kjölfar handtöku mannanna, og setti út á þar hafi verið talað um að vegna aðgerða lögreglu hafi samfélagið orðið öruggara, og að komið hafi verið í veg fyrir áform og aðgerðir með þeim. Síðan hafi í framburði lögreglunnar komið fram að handtakan hafi frekar verið vegna rannsóknarhagsmuna heldur en til að koma í veg fyrir voðaverk, en að annað hljóð hafi verið í yfirmönnum lögreglu á blaðamannafundinum.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Sjá meira