Fótbolti

Enska úrvalsdeildin sam­þykkir kaup Ratcliffe í Manchester United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Sir Jim Ratcliffe er að kaupa fjórðungshlut í Manchester United.
Sir Jim Ratcliffe er að kaupa fjórðungshlut í Manchester United. Matthew Peters/Manchester United via Getty Images

Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt kaup Sir Jim Ratcliffe á 25 prósent hlut í Manchester United.

Íslandsvinurinn Ratcliffe er eigandi INEOS Group sem kaupir fjórðungshlut í enska úrvalsdeildarfélaginu fyrir einn milljarð punda, sem samsvarar um 175,5 milljörðum króna. Enska knattspyrnusambandið á þó eftir að gefa grænt ljós fyrir kaupunum.

Glazer-fjölskyldan er enn langstærsti eigandi Manchester United með 69 prósent eignarhlut. Óhætt er að segja að skiptar skoðanir séu á meirihlutaeigendunum og hafa stuðningsmenn félagsins ítrekað mótmælt eignarhaldinu.

Nú hefur Glazer-fjölskyldan samþykkt að afhenda Ratcliffe, og INEOS Group, stjórn á leikmannakeupum og örðu fótboltatengdu innan félagsins og því spurning hvort afstaða stuðningsmanna muni breytast á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×