Rétt og rangt um Rapyd Björn B Björnsson skrifar 15. febrúar 2024 09:30 Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi afstaða þykir flestum Íslendingum ógeðfelld og framandi og því vilja mörg fyrirtæki og neytendur forðast tengsl og viðskipti við Rapyd. Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi tekur til varna fyrir félagið í blaðagreinum, en tekst heldur óhöndulega - enda er málstaðurinn ekki góður. Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael. Garðar segir að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játar síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd. Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“. Það er því miður líka rangt hjá Garðari að Rapyd sé „ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram.“ Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimsíðu Shtilmans á Likedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyriirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka. Í lokin kemur svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða styggja húsbónda sinn í Ísrael: „Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.“ Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Björn B. Björnsson Tengdar fréttir Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00 Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Ísraelska færslufyrirtækið Rapyd hefur verið mikið til umræðu á Íslandi í kjölfar yfirlýsinga forstjóra og aðaleiganda þess, Arik Shtilman, um að Rapyd standi með ísraelska hernum í árásum hans á Gaza og að mannfall óbreyttra borgara þar skipti engu svo fremi sem herinn nái markmiðum sínum. Þessi afstaða þykir flestum Íslendingum ógeðfelld og framandi og því vilja mörg fyrirtæki og neytendur forðast tengsl og viðskipti við Rapyd. Garðar Stefánsson forstjóri Rapyd á Íslandi tekur til varna fyrir félagið í blaðagreinum, en tekst heldur óhöndulega - enda er málstaðurinn ekki góður. Garðar heldur því fram að Rapyd stundi ekki viðskipti í landránsbyggðum Ísraela sem eru brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Þetta er einfaldlega rangt enda augljóst að fyrirtæki sem styður hernaðinn á Gaza setur slíkt ekki fyrir sig, frekar en önnur fyrirtæki í Ísrael. Garðar segir að Rapyd á Íslandi sé íslenskt fyrirtæki en játar síðan að félagið sé í eigu hins ísraelska Rapyd. Fyrirtækið er því ekki íslenskt fyrirtæki frekar en önnur slík sem eru í erlendri eigu þótt nauðsynlegt sé að um þau sé hlutafélag á Íslandi. Enda er það svo að þegar Rapyd er flett upp í fyrirtækjaskrá á Íslandi kemur í ljós að aðaleigandi þess er hinn ísraelski Arik Shtilman, forstjóri fyrirtækisins. Næst stærsti eigandinn er líka Ísraeli og sá þriðji er Breti. Það er því líka rangt sem Garðar heldur fram að fyrirtækið sé „að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða“. Það er því miður líka rangt hjá Garðari að Rapyd sé „ekki með nokkru móti að styðja hernað Ísraelshers, eins og ranglega hefur komið fram.“ Ummæli forstjóra og eiganda Rapyd, vinnuveitanda Garðars, sem vitnað er til hér að ofan eru afdráttarlaus og ganga þvert gegn þessum orðum Garðars. Á heimsíðu Shtilmans á Likedin er mynd af ísraelska fánanum með orðunum: Rapyd styður Ísrael. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyriirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka. Í lokin kemur svo greining Garðars á átökunum þar sem hann forðast að taka afstöðu eða styggja húsbónda sinn í Ísrael: „Átökin og rót þeirra eru flókin, tilfinningaþrungin og um margt sorgleg.“ Enn missir Garðar marks því það er ekkert flókið við það sem þarna er að gerast. Hvert mannsbarn sér að átökin og rót þeirra eru þau að ein þjóð er í krafti vopnavalds að ræna landi annarrar þjóðar. Ef Garðar hefur ekki áttað sig á þessum einföldu sannindum bendi ég honum vinsamlegast á að bera saman landakort af svæðinu frá 1948 til þessa dags. Ég skil vel að það sé erfitt fyrir starfsfólk Rapyd á Íslandi að vinna fyrir fyrirtæki sem styður opinberlega morð á óbreyttum borgurum. Það gæti ég ekki. Höfundur er áhugamaður um mannréttindi.
Staðreyndir um Rapyd Að undanförnu hefur fámennur hópur fólks haft sig mikið frammi um Rapyd. Rangfærslur í málflutningi þessa hóps hvað varðar Rapyd eru margar. Þeim verður ekki öllum svarað hér. 13. febrúar 2024 10:00
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun