Natasha kölluð inn í landsliðið Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 10:30 Natasha Anasi hefur skorað eitt mark í fimm landsleikjum, í sigri gegn Tékkum á SheBelieves Cup fyrir tveimur árum. Ronald Martinez/Getty Images Natasha Anasi, miðvörður Brann í Noregi, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið fyrir leikina mikilvægu við Serbíu sem framundan eru. Natasha kemur inn í íslenska hópinn í stað Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur sem fór meidd af velli í leik með Val gegn Fylki í Lengjubikarnum í gærkvöld, en óttast er að meiðslin séu alvarleg. Natasha, sem er 32 ára, flutti til Íslands frá bandaríkjunum árið 2014 og spilaði hér á landi til ársins 2022, þegar hún fór til Brann. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað fimm A-landsleiki, þar af einn mótsleik í undankeppni HM 2023. Natasha sleit hásin í janúar á síðasta ári, rétt eftir komuna til Brann, en vann sig upp úr meiðslunum og hefur verið að spila með Brann í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þar er liðið komið í 8-liða úrslit og mætir ríkjandi meisturum Barcelona. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn síðastliðinn föstudag. Þar bar hæst endurkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir meiðsli, en Agla María Albertsdóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Leikirnir við Serbíu skera úr um það hvort liðanna spilar í A-deild Þjóðadeildar UEFA í ár, og hvort þeirra verður í B-deild. Liðin í A-deild eiga umtalsvert meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn er á útivelli 23. febrúar en sá seinni á Kópavogsvelli klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira
Natasha kemur inn í íslenska hópinn í stað Örnu Sifjar Ásgrímsdóttur sem fór meidd af velli í leik með Val gegn Fylki í Lengjubikarnum í gærkvöld, en óttast er að meiðslin séu alvarleg. Natasha, sem er 32 ára, flutti til Íslands frá bandaríkjunum árið 2014 og spilaði hér á landi til ársins 2022, þegar hún fór til Brann. Hún hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur spilað fimm A-landsleiki, þar af einn mótsleik í undankeppni HM 2023. Natasha sleit hásin í janúar á síðasta ári, rétt eftir komuna til Brann, en vann sig upp úr meiðslunum og hefur verið að spila með Brann í Meistaradeild Evrópu í vetur. Þar er liðið komið í 8-liða úrslit og mætir ríkjandi meisturum Barcelona. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari tilkynnti landsliðshóp sinn síðastliðinn föstudag. Þar bar hæst endurkoma Sveindísar Jane Jónsdóttur eftir meiðsli, en Agla María Albertsdóttir gaf ekki kost á sér af persónulegum ástæðum. Leikirnir við Serbíu skera úr um það hvort liðanna spilar í A-deild Þjóðadeildar UEFA í ár, og hvort þeirra verður í B-deild. Liðin í A-deild eiga umtalsvert meiri möguleika á að komast í lokakeppni EM á næsta ári. Fyrri leikurinn er á útivelli 23. febrúar en sá seinni á Kópavogsvelli klukkan 14:30 þriðjudaginn 27. febrúar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Fleiri fréttir Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Sjá meira