Þúsundir tonna af metangasi láku út í andrúmsloftið á sex mánuðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 12:21 Lekinn átti sér stað úr borholu í Mangistau í Kasakstan. Getty Áætlað er að um 127 þúsund tonn af metangasi hafi sloppið út í andrúmsloftið eftir að eldur kviknaði í kjölfar sprengingar í borholu í Kasakstan. Eldurinn geisaði í sex mánuði og áhrif losunarinnar sögð jafngilda árslosun 717 þúsund bensínbifreiða. Forsvarsmenn fyrirtækisins sem eiga borholuna neita því að „umtalsvert magn“ metans hafi sloppið út. BBC segir um að ræða einn stærsta metanleka sögunnar og hefur eftir Manfredi Caltagirone, yfirmanni stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með metanlosun, að umfang og tímalengd lekans séu óvenjuleg. Lekinn er sagður hafa hafist 9. júní í fyrra þegar sprenging átti sér stað við borun tilraunaholu í Mangistau í suðvesturhluta Kasakstan. Eldur kviknaði við sprenginguna og ekki náðust tök á honum fyrr en undir lok desember. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt BBC að unnið sé að því að innsigla brunninn með steypu. Sumir gervinhnettir geta numið metan og það var rannsókanrfyrirtækið Kayrros sem varð fyrst vart við lekann. Greiningar fyrirtækisins hafa verið staðfestar af stofnunum í Hollandi og á Spáni. Metangas skilur eftir sig „fingrafar“ þegar sólarljós fellur á það, sem gervihnettirnir nema, og það gerðist alls 115 sinnum á tímabilinu júní til desember. Útfrá gögnum mátu vísindamenn að losunin hefði numið um 127 þúsund tonnum. Luis Guanter, við Polytechnic University of Valencia, segir að aðeins Nord Stream-lekinn sem uppgötvaðist árið 2022 hafi valdið meiri losun. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni má rekja um 30 prósent af hækkun lofthita frá tímum iðnbyltingarinnar til metanlosunar. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC. Loftslagsmál Kasakstan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins sem eiga borholuna neita því að „umtalsvert magn“ metans hafi sloppið út. BBC segir um að ræða einn stærsta metanleka sögunnar og hefur eftir Manfredi Caltagirone, yfirmanni stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hefur eftirlit með metanlosun, að umfang og tímalengd lekans séu óvenjuleg. Lekinn er sagður hafa hafist 9. júní í fyrra þegar sprenging átti sér stað við borun tilraunaholu í Mangistau í suðvesturhluta Kasakstan. Eldur kviknaði við sprenginguna og ekki náðust tök á honum fyrr en undir lok desember. Yfirvöld á svæðinu hafa sagt BBC að unnið sé að því að innsigla brunninn með steypu. Sumir gervinhnettir geta numið metan og það var rannsókanrfyrirtækið Kayrros sem varð fyrst vart við lekann. Greiningar fyrirtækisins hafa verið staðfestar af stofnunum í Hollandi og á Spáni. Metangas skilur eftir sig „fingrafar“ þegar sólarljós fellur á það, sem gervihnettirnir nema, og það gerðist alls 115 sinnum á tímabilinu júní til desember. Útfrá gögnum mátu vísindamenn að losunin hefði numið um 127 þúsund tonnum. Luis Guanter, við Polytechnic University of Valencia, segir að aðeins Nord Stream-lekinn sem uppgötvaðist árið 2022 hafi valdið meiri losun. Samkvæmt Alþjóðaorkumálastofnuninni má rekja um 30 prósent af hækkun lofthita frá tímum iðnbyltingarinnar til metanlosunar. Ítarlega frétt um málið má finna á vef BBC.
Loftslagsmál Kasakstan Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sjá meira