Vita ekki hvar í heiminum Pétur gæti verið staddur Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2024 12:30 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. Í gær tilkynnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að lýst væri eftir 45 ára Íslendingi, Pétri Jökli Jónassyni, á vef Interpol. Eftirlýsingin var birt að beiðni lögreglunnar hér á landi og tengist Stóra-kókaínmálinu svokallaða. Ekki algengasta úrræði lögreglunnar Fjórir menn hafa fengið dóm vegna málsins en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, vill ekki gefa upp hvernig Pétur tengist málinu nákvæmlega. „Raunverulega er þetta úrræði sem við höfum þegar við náum ekki sambandi við fólk sem við þurfum að ná sambandi við, þá er þetta eitt úrræði, þetta er kannski frekar aftarlega að nota þetta. Við reynum að ná sambandi við einhvern, til dæmis fyrrverandi verjendur. Til að ná sambandi við viðkomandi og hvetja viðkomandi til að koma heim til þess að koma í skýrslutöku. Þegar það tekst ekki, þá er þetta úrræði sem við höfum úr að spila og erum að nota núna,“ segir Grímur. Vita ekkert hvar hann gæti verið Pétur hefur áður verið dæmdur fyrir kókaíninnflutning en lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. „Ég vil ekki fara neitt út í hans aðild að málinu og hver hún er. Við viljum bara ná tali af honum í tengslum við þetta mál og förum þessa leið sem er bara eitt af þeim úrræðum sem við höfum úr að spila,“ segir Grímur. Pétur er ekki talinn hættulegur og er eftirlýsingin bundin við þetta eina mál. „Hvað varðar þessa eftirlýsingu þá er hún bara varðandi þetta mál og ekkert annað,“ segir Grímur. Stóra kókaínmálið 2022 Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Í gær tilkynnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að lýst væri eftir 45 ára Íslendingi, Pétri Jökli Jónassyni, á vef Interpol. Eftirlýsingin var birt að beiðni lögreglunnar hér á landi og tengist Stóra-kókaínmálinu svokallaða. Ekki algengasta úrræði lögreglunnar Fjórir menn hafa fengið dóm vegna málsins en Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, vill ekki gefa upp hvernig Pétur tengist málinu nákvæmlega. „Raunverulega er þetta úrræði sem við höfum þegar við náum ekki sambandi við fólk sem við þurfum að ná sambandi við, þá er þetta eitt úrræði, þetta er kannski frekar aftarlega að nota þetta. Við reynum að ná sambandi við einhvern, til dæmis fyrrverandi verjendur. Til að ná sambandi við viðkomandi og hvetja viðkomandi til að koma heim til þess að koma í skýrslutöku. Þegar það tekst ekki, þá er þetta úrræði sem við höfum úr að spila og erum að nota núna,“ segir Grímur. Vita ekkert hvar hann gæti verið Pétur hefur áður verið dæmdur fyrir kókaíninnflutning en lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur. „Ég vil ekki fara neitt út í hans aðild að málinu og hver hún er. Við viljum bara ná tali af honum í tengslum við þetta mál og förum þessa leið sem er bara eitt af þeim úrræðum sem við höfum úr að spila,“ segir Grímur. Pétur er ekki talinn hættulegur og er eftirlýsingin bundin við þetta eina mál. „Hvað varðar þessa eftirlýsingu þá er hún bara varðandi þetta mál og ekkert annað,“ segir Grímur.
Stóra kókaínmálið 2022 Lögreglumál Fíkniefnabrot Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira