Sorgarmiðstöð Alma D. Möller skrifar 18. febrúar 2024 10:30 Þakkir til Sorgarmiðstöðvar Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja. Frá stofnun hennar hefur verið lögð áhersla á að halda úti öflugu stuðningshópastarfi fyrir syrgjendur. Einnig sinnir miðstöðin fræðslustarfi í skólum, heldur reglulega fræðsluerindi fyrir syrgjendur, sinnir stuðningi og fræðslu á vinnustöðum og býður uppá margvíslega samveru. Landlæknir fékk þann heiður að vera verndari Sorgarmiðstöðvar og með því er áréttað að stuðningur við syrgjendur falli undir lýðheilsustarf og sé mikilvægur þáttur lýðheilsu. Embætti landlæknis og Sorgarmiðstöð hafa starfað saman frá stofnun Sorgarmiðstöðvar, meðal annars við gerð upplýsingaefnis, að vitundarvakningu og að forvarnarverkefnum í tengslum við sjálfsvíg. Bent er á bæklingana Í kjölfar skyndilegs andláts (í endurskoðun þar sem dánarvottorð eru orðin rafræn) og Í kjölfar sjálfsvígs. Undirrituð flytur starfsfólki, sjálfboðaliðum og stjórn Sorgarmiðstöðvar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf og gott samstarf. Sorgarviðbrögð og snemmtæk íhlutun Mikilvægt er að hafa í huga að sorgin er eðlilegt viðbragð með margvíslegri birtingarmynd og stigum tilfinninga, allt frá afneitun, reiði og jafnvel sektarkennd, til úrvinnslu, sáttar og skilnings. Flest ná að aðlagast breyttum veruleika með tímanum, en önnur þurfa að upplifa og takast á við langvinna sorg með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Rannsóknir benda til að þau sem upplifa mikla sorg eru í aukinni áhættu á ýmsum geðröskunum, t.d. þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsunum og áfallastreituröskun sem og líkamlegum sjúkdómum, einkum hjarta-og æðasjúkdómum. Því þarf að grípa snemma inn þegar syrgjandi hefur alvarleg einkenni og mikilvægt er að viðeigandi úrræði séu fyrir hendi Sífellt fleiri leita sér stuðnings og ráðgjafar hjá Sorgarmiðstöð enda umræðan um sorg og mikilvægi sorgarúrvinnslu opnari en áður var. Sorgarmiðstöð vinnur náið með fagaðilum á landinu, s.s. heilbrigðisstofnunum, kirkjum, sveitarfélögum, viðbragðsaðilum og skólum, til að hlúa sem best að syrgjendum og tryggja aðgengi að upplýsingum og úrræðum tengdum sorgarúrvinnslu. Þakkir frá Sorgarmiðstöð Sorgarmiðstöð fékk á dögunum veglegan styrk í tengslum við samning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Sú fjárveiting mun gera Sorgarmiðstöðinni kleift að styrkja þjónustu sína við syrgjendur, bæði börn og fullorðna en sérstök áhersla er á sorg og sorgarviðbrögð barna og stuðning eftir skyndilegan missi. Meðal annars er horft til þess að auka aðgengi að ráðgjafasamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi Sorgarmiðstöðvarinnar. Þá mun miðstöðin halda áfram að styðja við innleiðingu áfallamiðaðrar nálgunar í skólum og nærsamfélagi barna sem og að efla kennara og umsjónaraðila barna í viðbrögðum við sorg og missi. Styrktarsamningur ráðuneytanna við Sorgarmiðstöð er liður í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum um fjölbreytt og snemmtæk inngrip og úrræði sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði samhliða því að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta samstarf þriggja ráðuneyta vitnar um aukinn skilning á áhrifum missis á lýðheilsu og gerir Sorgarmiðstöð kleift að styðja áfram við faglega nálgun í sorgarúrvinnslu einstaklinga. Þetta er jafnframt mikil viðurkenning á starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar eru hér færðar hjartans þakkir til ráðherra og starfsfólks mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Einnig eru þakkir til allra samstarfsaðila og velunnara; þeirra sem stutt hafa Sorgarmiðstöð frá stofnun hennar, einstaklinga, félaga, fyrirtækja og sjóða. Sérstakar þakkir til Hafnarfjarðarbæjar, fyrir velvilja í garð miðstöðvarinnar, en hún hefur aðsetur í Lífsgæðasetri St. Jó. Höfundur er landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma D. Möller Sorg Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þakkir til Sorgarmiðstöðvar Sorgarmiðstöð var opnuð árið 2019. Unnið er markvisst að því að samræma úrræði fyrir syrgjendur, efla samfélagsumræðu um sorg, stuðla að skilvirkari upplýsingagjöf og ráðgjöf ásamt því að almennt gæta hagsmuna þeirra sem syrgja. Frá stofnun hennar hefur verið lögð áhersla á að halda úti öflugu stuðningshópastarfi fyrir syrgjendur. Einnig sinnir miðstöðin fræðslustarfi í skólum, heldur reglulega fræðsluerindi fyrir syrgjendur, sinnir stuðningi og fræðslu á vinnustöðum og býður uppá margvíslega samveru. Landlæknir fékk þann heiður að vera verndari Sorgarmiðstöðvar og með því er áréttað að stuðningur við syrgjendur falli undir lýðheilsustarf og sé mikilvægur þáttur lýðheilsu. Embætti landlæknis og Sorgarmiðstöð hafa starfað saman frá stofnun Sorgarmiðstöðvar, meðal annars við gerð upplýsingaefnis, að vitundarvakningu og að forvarnarverkefnum í tengslum við sjálfsvíg. Bent er á bæklingana Í kjölfar skyndilegs andláts (í endurskoðun þar sem dánarvottorð eru orðin rafræn) og Í kjölfar sjálfsvígs. Undirrituð flytur starfsfólki, sjálfboðaliðum og stjórn Sorgarmiðstöðvar hjartans þakkir fyrir óeigingjarnt starf og gott samstarf. Sorgarviðbrögð og snemmtæk íhlutun Mikilvægt er að hafa í huga að sorgin er eðlilegt viðbragð með margvíslegri birtingarmynd og stigum tilfinninga, allt frá afneitun, reiði og jafnvel sektarkennd, til úrvinnslu, sáttar og skilnings. Flest ná að aðlagast breyttum veruleika með tímanum, en önnur þurfa að upplifa og takast á við langvinna sorg með tilheyrandi skerðingu á lífsgæðum. Rannsóknir benda til að þau sem upplifa mikla sorg eru í aukinni áhættu á ýmsum geðröskunum, t.d. þunglyndi, kvíða, sjálfsvígshugsunum og áfallastreituröskun sem og líkamlegum sjúkdómum, einkum hjarta-og æðasjúkdómum. Því þarf að grípa snemma inn þegar syrgjandi hefur alvarleg einkenni og mikilvægt er að viðeigandi úrræði séu fyrir hendi Sífellt fleiri leita sér stuðnings og ráðgjafar hjá Sorgarmiðstöð enda umræðan um sorg og mikilvægi sorgarúrvinnslu opnari en áður var. Sorgarmiðstöð vinnur náið með fagaðilum á landinu, s.s. heilbrigðisstofnunum, kirkjum, sveitarfélögum, viðbragðsaðilum og skólum, til að hlúa sem best að syrgjendum og tryggja aðgengi að upplýsingum og úrræðum tengdum sorgarúrvinnslu. Þakkir frá Sorgarmiðstöð Sorgarmiðstöð fékk á dögunum veglegan styrk í tengslum við samning frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu og félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Sú fjárveiting mun gera Sorgarmiðstöðinni kleift að styrkja þjónustu sína við syrgjendur, bæði börn og fullorðna en sérstök áhersla er á sorg og sorgarviðbrögð barna og stuðning eftir skyndilegan missi. Meðal annars er horft til þess að auka aðgengi að ráðgjafasamtölum, stuðningshópastarfi og jafningjastuðningi Sorgarmiðstöðvarinnar. Þá mun miðstöðin halda áfram að styðja við innleiðingu áfallamiðaðrar nálgunar í skólum og nærsamfélagi barna sem og að efla kennara og umsjónaraðila barna í viðbrögðum við sorg og missi. Styrktarsamningur ráðuneytanna við Sorgarmiðstöð er liður í stefnu stjórnvalda í geðheilbrigðismálum um fjölbreytt og snemmtæk inngrip og úrræði sem efla geðheilbrigði og draga úr áhrifum áfalla á lífsgæði samhliða því að samþætta þjónustu í þágu farsældar barna. Þetta samstarf þriggja ráðuneyta vitnar um aukinn skilning á áhrifum missis á lýðheilsu og gerir Sorgarmiðstöð kleift að styðja áfram við faglega nálgun í sorgarúrvinnslu einstaklinga. Þetta er jafnframt mikil viðurkenning á starfsemi Sorgarmiðstöðvar. Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar eru hér færðar hjartans þakkir til ráðherra og starfsfólks mennta- og barnamálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og félags- og vinnumarkaðsráðuneytis. Einnig eru þakkir til allra samstarfsaðila og velunnara; þeirra sem stutt hafa Sorgarmiðstöð frá stofnun hennar, einstaklinga, félaga, fyrirtækja og sjóða. Sérstakar þakkir til Hafnarfjarðarbæjar, fyrir velvilja í garð miðstöðvarinnar, en hún hefur aðsetur í Lífsgæðasetri St. Jó. Höfundur er landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar