Hefur rætt við umhverfisráðherra um umdeilda rafrettureglugerð Bjarki Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2024 13:00 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Ráðherra hefur fengið athugasemdir um slæm umhverfisáhrif sem gætu fylgt nýrri breytingu á lögum um rafrettur. Hann kannast ekki við að gengið sé fram hjá samráði líkt og þeir sem selja rafrettur hafa kvartað yfir. Fyrir skömmu síðan var rætt við Ernu Margréti Oddsdóttur eiganda rafrettuverslunar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar lýsti hún óánægju sinni með breytingu á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara en með innleiðingu hennar er það takmarkað gífurlega hversu mikill nikótínvökvi má vera í einni rafrettu eða áfyllingarflösku. „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ sagði Erna Margrét. Hún kvartaði einnig undan því að samráð við verslanirnar hafi verið lítið sem ekkert. Samráð í flestöllu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, lagði fram reglugerðarbreytinguna en hann segir samráð vera í flestöllum málum ráðuneytisins. „Áformin fara í samráð og þegar drög af frumvarpi liggja fyrir fara þau í samráð í sömu málum. Svo fara öll frumvörp fyrir Alþingi og þar fara þau í samráð í gegnum vinnslu nefnda. Oft eru starfshópar á bak við það að vinna frumvarp sem kalla hagaðila að borðinu í frekara samtal,“ segir Willum. Mögulega umhverfismál frekar Hann segir það þurfi að skoða málið út frá umhverfissjónarmiðum en með breytingunni fjölgar einnota rafrettum gríðarlega þar sem minni vökvi má vera í hverri græju. „Ég hef fengið svona athugasemdir varðandi þetta inn á mitt borð og hef rætt það við umhverfisráðherra og inni í ráðuneytinu. Þannig ég reikna með því að við reynum að taka einhverja skynsamlega afstöðu í þessu máli,“ segir Willum. Rafrettur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Fyrir skömmu síðan var rætt við Ernu Margréti Oddsdóttur eiganda rafrettuverslunar í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þar lýsti hún óánægju sinni með breytingu á reglugerð um innihaldsefni nikótínvara en með innleiðingu hennar er það takmarkað gífurlega hversu mikill nikótínvökvi má vera í einni rafrettu eða áfyllingarflösku. „Þetta leggst alls ekki vel í okkur því þetta er heftandi bæði fyrir neytandann og söluaðilann. Þetta er meiri mengun fyrir umhverfið, dýrara fyrir neytandann og fyrir okkur öll þannig þetta er ekki gott,“ sagði Erna Margrét. Hún kvartaði einnig undan því að samráð við verslanirnar hafi verið lítið sem ekkert. Samráð í flestöllu Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, lagði fram reglugerðarbreytinguna en hann segir samráð vera í flestöllum málum ráðuneytisins. „Áformin fara í samráð og þegar drög af frumvarpi liggja fyrir fara þau í samráð í sömu málum. Svo fara öll frumvörp fyrir Alþingi og þar fara þau í samráð í gegnum vinnslu nefnda. Oft eru starfshópar á bak við það að vinna frumvarp sem kalla hagaðila að borðinu í frekara samtal,“ segir Willum. Mögulega umhverfismál frekar Hann segir það þurfi að skoða málið út frá umhverfissjónarmiðum en með breytingunni fjölgar einnota rafrettum gríðarlega þar sem minni vökvi má vera í hverri græju. „Ég hef fengið svona athugasemdir varðandi þetta inn á mitt borð og hef rætt það við umhverfisráðherra og inni í ráðuneytinu. Þannig ég reikna með því að við reynum að taka einhverja skynsamlega afstöðu í þessu máli,“ segir Willum.
Rafrettur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira