Sjálfstæðismenn skriðið í eina sæng með röngum bandamanni Jakob Bjarnar skrifar 19. febrúar 2024 16:28 Inga hélt því fram að á Íslandi ríkti algert ófremdarástand í málefnum hælisleitenda, á því bæri Sjálfstæðisflokkurinn alla ábyrgð. Guðrún var til andmæla en Ingu varð ekki hnikað. vísir/vilhelm Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, beindi fyrirspurn til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á Alþingi nú áðan. Og vandaði Sjálfstæðisflokknum ekki kveðjurnar í leiðinni. „Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Síðustu tvö ár hefur kostnaður okkar vegna þessara umsókna verið yfir 35 milljarðar króna,“ sagði Inga. Og hún vildi meina að þessu fylgdi tilheyrandi álag á innviði og aukinn félagslegan vanda. „Ég spyr hæstvirtan dómsmálaráðherra hvers vegna dómsmálaráðuneytið er ekki búið að koma upp tímabundnu innra eftirliti með landamærunum í samræmi við undanþágu í Schengen-samstarfinu líkt og Austurríki, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Noregur og Svíþjóð hafa gert.“ Engin vernd fyrir alþjóðlegri glæpastarfsemi Þá vildi Inga gjarnan fá upplýsingar um hvar gerð PNR-samninga standi? „Til að tryggja að erlend flugfélög skili öllum farþegalistum sem óskað er eftir við komu þeirra hingað til lands. Þannig munum við efla getu lögreglu til að tryggja frekara öryggi okkar og um leið koma í veg fyrir innflutta skipulagða glæpastarfsemi.“ Ingu var heitt í hamsi og hún var ekki hætt því hún vildi einnig spyrja Guðrúnu um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem allir viti að hefur um árabil borið hundrað prósent ábyrgð á útlendingamálunum, sé sáttur við ófremdarástand sem skapast hefur í málefnum hælisleitenda, þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd. „Þar sem flokkurinn, kannski í valdagræðgi sinni – ég veit það ekki – skríður ítrekað í eina sæng með Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem allir vita að aðhyllist hér algjörlega opin landamæri.“ Guðrún komst ekki mikið lengra með að svara fyrirspurn Ingu en að því leytinu til að minna á að hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af fjölda þeirra sem hingað koma og sækja um vernd. Þeir séu alltof margir, jafn margir og byggja Árborg. „Síðustu tíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með málaflokkinn en hins vegar er það svo að þingið hefur hafnað öllum breytingum, ekki einu sinni eða tvisvar heldur fimm sinnum. Þingið hefur komið í veg fyrir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að gera breytingar. Og það hafi ekkert með valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins að gera.“ Í bólið með röngum aðila Guðrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa tekið að sér málaflokkinn af mikilli ábyrgð en þinginu væri um að kenna að ekkert hafi hnikast. Inga þakkaði Guðrún svarið en sagði hana hafa fest umsvifalaust í vangaveltu sinni um valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins. Það sé hins vegar svo að það þýði ekkert fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð í þessum efnum. Hún væri hundrað prósent. „Þeir hafa bara valið sér ranga bandamenn, skríða í sæng með röngum aðila sem þeir vita fyrirfram að er bara til vandræða,“ sagði Inga. Hún vildi meina að það skipti öllu að velja sér bandamenn við hæfi svo hlutirnir gætu gengið hér smurt fyrir heill samfélagsins alls. Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
„Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum hælisleitenda um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Síðustu tvö ár hefur kostnaður okkar vegna þessara umsókna verið yfir 35 milljarðar króna,“ sagði Inga. Og hún vildi meina að þessu fylgdi tilheyrandi álag á innviði og aukinn félagslegan vanda. „Ég spyr hæstvirtan dómsmálaráðherra hvers vegna dómsmálaráðuneytið er ekki búið að koma upp tímabundnu innra eftirliti með landamærunum í samræmi við undanþágu í Schengen-samstarfinu líkt og Austurríki, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Noregur og Svíþjóð hafa gert.“ Engin vernd fyrir alþjóðlegri glæpastarfsemi Þá vildi Inga gjarnan fá upplýsingar um hvar gerð PNR-samninga standi? „Til að tryggja að erlend flugfélög skili öllum farþegalistum sem óskað er eftir við komu þeirra hingað til lands. Þannig munum við efla getu lögreglu til að tryggja frekara öryggi okkar og um leið koma í veg fyrir innflutta skipulagða glæpastarfsemi.“ Ingu var heitt í hamsi og hún var ekki hætt því hún vildi einnig spyrja Guðrúnu um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem allir viti að hefur um árabil borið hundrað prósent ábyrgð á útlendingamálunum, sé sáttur við ófremdarástand sem skapast hefur í málefnum hælisleitenda, þeirra sem hér sækja um alþjóðlega vernd. „Þar sem flokkurinn, kannski í valdagræðgi sinni – ég veit það ekki – skríður ítrekað í eina sæng með Vinstri hreyfingunni grænu framboði sem allir vita að aðhyllist hér algjörlega opin landamæri.“ Guðrún komst ekki mikið lengra með að svara fyrirspurn Ingu en að því leytinu til að minna á að hún hafi ítrekað lýst yfir áhyggjum af fjölda þeirra sem hingað koma og sækja um vernd. Þeir séu alltof margir, jafn margir og byggja Árborg. „Síðustu tíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með málaflokkinn en hins vegar er það svo að þingið hefur hafnað öllum breytingum, ekki einu sinni eða tvisvar heldur fimm sinnum. Þingið hefur komið í veg fyrir að ráðherra Sjálfstæðisflokksins hafi tekist að gera breytingar. Og það hafi ekkert með valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins að gera.“ Í bólið með röngum aðila Guðrún sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa tekið að sér málaflokkinn af mikilli ábyrgð en þinginu væri um að kenna að ekkert hafi hnikast. Inga þakkaði Guðrún svarið en sagði hana hafa fest umsvifalaust í vangaveltu sinni um valdagræðgi Sjálfstæðisflokksins. Það sé hins vegar svo að það þýði ekkert fyrir Sjálfstæðismenn að reyna að koma sér undan ábyrgð í þessum efnum. Hún væri hundrað prósent. „Þeir hafa bara valið sér ranga bandamenn, skríða í sæng með röngum aðila sem þeir vita fyrirfram að er bara til vandræða,“ sagði Inga. Hún vildi meina að það skipti öllu að velja sér bandamenn við hæfi svo hlutirnir gætu gengið hér smurt fyrir heill samfélagsins alls.
Alþingi Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira