Fréttamaður spreytir sig á græjunni sem allir eru að tala um Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 19:31 Fréttamaður spreytir sig á sýndarveruleikagleraugum Apple í dag. Skjáskot Nokkur eintök af nýjum sýndarveruleikagleraugum Apple, sem tröllriðið hafa samfélagsmiðlum, eru komin til landsins og verða til sýnis í verslunum Nova. Tæknin sem notuð er til að stjórna gleraugunum er afar framúrstefnuleg, eins og fréttamaður komst að við prófun í dag. Það ætlaði allt um koll að keyra vestanhafs í byrjun mánaðar þegar Vision Pro, sýndarveruleikagleraugu Apple, komu í bandarískar verslanir. Við fjölluðum um fárið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nýliðinni viku og sögðum enn fremur frá því að bið yrði á því að gleraugun kæmu hingað í búðir. Það stendur enn, einhver ár gætu verið í innreið Vision Pro á Evrópumarkað og þau verða þar með ekki til sölu hér á landi í bráð. En fáein sýningareintök eru nú komin til landsins á vegum Nova. Hægara sagt en gert, að sögn Ingvars Óskarssonar, vörustjóra Nova. „Það er náttúrulega alveg biðlisti vestanhafs,“ segir Ingvar Óskarsson. „Það þurfti alveg að hafa mikið fyrir því að verða okkur úti um græjuna, vissulega.“ Ingvar og félagar í Nova hafa prufukeyrt gleraugun síðustu daga og láta vel af. „Það er mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru að prófa græjuna í fyrsta sinn. Það er gaman að horfa á hvað fólk verður hissa á því hversu fullkomin þessi græja er í raun og veru,“ segir Ingvar. Skrýtið en tilkomumikið Við sjáum nú til með það! Nú er röðin semsagt komin að fréttmanni að spreyta sig. Prufukeyrsluna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsta mál á dagskrá er að koma gleraugunum fyrir á höfðinu. Snúra sem liggur úr gleraugunum er tengd við rafhlöðu, sem notendur hafa gjarnan í vasanum. Virkni gleraugnanna felst svo í samspili augngota og handahreyfinga. Notandi horfir á það sem hann vill opna og klípur svo hálfpartinn fingrum út í loftið til að klára athöfnina. Fréttamaður getur vel ímyndað sér að erfitt sé að venjast þessu fyrirkomulagi. Undirrituð náði í það minnsta ekki tökum á því eftir stutta prufukeyrslu í dag. En þetta er ansi tilkomumikið. Gleraugun sendu fréttamann á tunglið, þar sem hann virti fyrir sér jörðina úr órafjarlægð og renndi yfir helstu fréttir á Vísi á sama tíma. Þá verða ljósmyndir sem teknar eru með gleraugunum að þrívíðri upplifun en græjan er þó vissulega nokkuð þung, eins og sérfræðingar vestanhafs hafa lýst síðustu daga. Niðurstaðan, eftir þessa örstuttu prufukeyrslu, er sú að fréttamaður telur kannski ekki brýna þörf á tæki sem þessu í safnið. Einkum í ljósi verðmiða upp á hálfa milljón króna. En almenningi gefst nú kostur á að dæma um þetta sjálfur. Áhugasamir geta komið í verslun Nova í Lágmúla og prófað gleraugun frá og með morgundeginum. Þá verða einnig eintök til sýnis í Nova-verslunum í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri frá og með næsta föstudegi. „Þannig getur fólk komið til okkar og skyggnst inn í framtíðina,“ segir Ingvar Óskarsson sölustjóri Nova. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um Vision Pro frá því í síðustu viku má svo horfa á hér. Apple Tækni Verslun Nova Tengdar fréttir Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Það ætlaði allt um koll að keyra vestanhafs í byrjun mánaðar þegar Vision Pro, sýndarveruleikagleraugu Apple, komu í bandarískar verslanir. Við fjölluðum um fárið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í nýliðinni viku og sögðum enn fremur frá því að bið yrði á því að gleraugun kæmu hingað í búðir. Það stendur enn, einhver ár gætu verið í innreið Vision Pro á Evrópumarkað og þau verða þar með ekki til sölu hér á landi í bráð. En fáein sýningareintök eru nú komin til landsins á vegum Nova. Hægara sagt en gert, að sögn Ingvars Óskarssonar, vörustjóra Nova. „Það er náttúrulega alveg biðlisti vestanhafs,“ segir Ingvar Óskarsson. „Það þurfti alveg að hafa mikið fyrir því að verða okkur úti um græjuna, vissulega.“ Ingvar og félagar í Nova hafa prufukeyrt gleraugun síðustu daga og láta vel af. „Það er mjög gaman að fylgjast með viðbrögðum þeirra sem eru að prófa græjuna í fyrsta sinn. Það er gaman að horfa á hvað fólk verður hissa á því hversu fullkomin þessi græja er í raun og veru,“ segir Ingvar. Skrýtið en tilkomumikið Við sjáum nú til með það! Nú er röðin semsagt komin að fréttmanni að spreyta sig. Prufukeyrsluna má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrsta mál á dagskrá er að koma gleraugunum fyrir á höfðinu. Snúra sem liggur úr gleraugunum er tengd við rafhlöðu, sem notendur hafa gjarnan í vasanum. Virkni gleraugnanna felst svo í samspili augngota og handahreyfinga. Notandi horfir á það sem hann vill opna og klípur svo hálfpartinn fingrum út í loftið til að klára athöfnina. Fréttamaður getur vel ímyndað sér að erfitt sé að venjast þessu fyrirkomulagi. Undirrituð náði í það minnsta ekki tökum á því eftir stutta prufukeyrslu í dag. En þetta er ansi tilkomumikið. Gleraugun sendu fréttamann á tunglið, þar sem hann virti fyrir sér jörðina úr órafjarlægð og renndi yfir helstu fréttir á Vísi á sama tíma. Þá verða ljósmyndir sem teknar eru með gleraugunum að þrívíðri upplifun en græjan er þó vissulega nokkuð þung, eins og sérfræðingar vestanhafs hafa lýst síðustu daga. Niðurstaðan, eftir þessa örstuttu prufukeyrslu, er sú að fréttamaður telur kannski ekki brýna þörf á tæki sem þessu í safnið. Einkum í ljósi verðmiða upp á hálfa milljón króna. En almenningi gefst nú kostur á að dæma um þetta sjálfur. Áhugasamir geta komið í verslun Nova í Lágmúla og prófað gleraugun frá og með morgundeginum. Þá verða einnig eintök til sýnis í Nova-verslunum í Kringlunni, Smáralind og á Akureyri frá og með næsta föstudegi. „Þannig getur fólk komið til okkar og skyggnst inn í framtíðina,“ segir Ingvar Óskarsson sölustjóri Nova. Kvöldfrétt Stöðvar 2 um Vision Pro frá því í síðustu viku má svo horfa á hér.
Apple Tækni Verslun Nova Tengdar fréttir Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Byltingarkennd en líka þung, einmanaleg og óhemju dýr Sýndarveruleikagleraugu frá Apple, sem nýkomin eru í verslanir í Bandaríkjunum, eru táknmynd þess sem koma skal, að mati sérfræðings. Tæknin sé mun þróaðri en hjá keppinautum. En vandamál hafa einnig gert vart við sig; gleraugun hafa reynst bæði þung og verið einmannaleg. 15. febrúar 2024 09:01