Man Utd búið að hafa formlega samband við Ashworth Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 20:30 Dan Ashworth er kominn í leyfi. Dan Mullan/Getty Images Dan Ashworth er kominn í leyfi frá starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle United en allt bendir til þess að hann taki við sama starfi hjá Manchester United. Auðjöfurinn Jim Ratcliffe hefur svo sannarlega tekið til hendinni á Old Trafford síðan það var staðfest að hann væri að kaupa 25 prósent hlut í Man United. Fyrsta verk hans er að taka til á skrifstofunni og er markmiðið að byggja teymi sem getur komið Man Utd aftur í hæstu hæðir. Þar á meðal er Ashworth en sá er gríðarlega mikils metinn innan ensku knattspyrnunnar. Man United hefur formlega sóst eftir kröftum hans og þá hefur verið tilkynnt að Ashworth sé gríðarlega spenntur fyrir mögulegum vistaskiptum. Newcastle United can announce that Dan Ashworth has commenced a period of gardening leave.— Newcastle United FC (@NUFC) February 19, 2024 Hinn 52 ára gamli Ashworth, sem er samningsbundinn Newcastle næstu tvö árin, var formlega sendur í leyfi í dag. Hann hefur aðeins verið í starfi í Norður-Englandi í 20 mánuði en áður starfaði hann fyrir Brightin & Hove Albion og enska knattspyrnusambandið. Í yfirlýsingu Newcastle þakkaði Darren Eales, framkvæmdastjóri félagsins, Ashworth fyrir og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni. The Guardian heldur því fram að Newcastle vilji fá 20 milljónir punda fyrir Ashworth en það gerir rúmlega 3,4 milljarða íslenskra króna. Why £10m for Dan Ashworth? pic.twitter.com/fnVuIzqfX4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 19, 2024 Í frétt BBC um málið kemur hins vegar fram að Man Utd telji sig í góðri stöðu til að fá Ashworth þar sem Newcastle þarf að borga honum full laun á meðan hann er í leyfi. Að sama skapi þá kemur fram að eigendur Newcastle ætli sér ekki að aðstoða Man United í uppgangi sínum nema borgað sé uppsett verð. Ljóst er að annað liðið mun gefa eftir, stóra spurningin er bara hvort það verður United frá Manchester eða Newcastle. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Auðjöfurinn Jim Ratcliffe hefur svo sannarlega tekið til hendinni á Old Trafford síðan það var staðfest að hann væri að kaupa 25 prósent hlut í Man United. Fyrsta verk hans er að taka til á skrifstofunni og er markmiðið að byggja teymi sem getur komið Man Utd aftur í hæstu hæðir. Þar á meðal er Ashworth en sá er gríðarlega mikils metinn innan ensku knattspyrnunnar. Man United hefur formlega sóst eftir kröftum hans og þá hefur verið tilkynnt að Ashworth sé gríðarlega spenntur fyrir mögulegum vistaskiptum. Newcastle United can announce that Dan Ashworth has commenced a period of gardening leave.— Newcastle United FC (@NUFC) February 19, 2024 Hinn 52 ára gamli Ashworth, sem er samningsbundinn Newcastle næstu tvö árin, var formlega sendur í leyfi í dag. Hann hefur aðeins verið í starfi í Norður-Englandi í 20 mánuði en áður starfaði hann fyrir Brightin & Hove Albion og enska knattspyrnusambandið. Í yfirlýsingu Newcastle þakkaði Darren Eales, framkvæmdastjóri félagsins, Ashworth fyrir og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni. The Guardian heldur því fram að Newcastle vilji fá 20 milljónir punda fyrir Ashworth en það gerir rúmlega 3,4 milljarða íslenskra króna. Why £10m for Dan Ashworth? pic.twitter.com/fnVuIzqfX4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 19, 2024 Í frétt BBC um málið kemur hins vegar fram að Man Utd telji sig í góðri stöðu til að fá Ashworth þar sem Newcastle þarf að borga honum full laun á meðan hann er í leyfi. Að sama skapi þá kemur fram að eigendur Newcastle ætli sér ekki að aðstoða Man United í uppgangi sínum nema borgað sé uppsett verð. Ljóst er að annað liðið mun gefa eftir, stóra spurningin er bara hvort það verður United frá Manchester eða Newcastle.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn