Styrktartónleikar til að koma fjölskyldunni frá Gasa: „Ég hélt að þetta væri ógjörningur“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. febrúar 2024 08:01 Tónlistarmaðurinn Alexander Jarl stefnir á að fara út til Egyptalands til að koma ættingjum sínum til bjargar. Það kostar sitt og því verða haldnir styrktartónleikar í Iðnó næsta laugardag. aðsend „Ég hélt í raun að þetta væri ógjörningur,“ segir tónlistarmaðurinn Alexander Jarl um áform sín um að koma fjölskyldumeðlimum, sem staddir eru á stríðshrjáðu Gasa-svæðinu, til bjargar. Styrktartónleikar fyrir verkefninu fara fram næsta laugardag í Iðnó. „Þegar ég sá íslensku konurnar, sem fóru til Egyptalands og björguðu fjölskyldu þar frá Rafah, þá ákvað ég að kanna þetta. Ég heyrði í þeim og fékk upplýsingar frá fjölskyldu minni sem er stödd í Rafah. Það kemur í ljós að þetta kostar gígantískar upphæðir,“ segir Alexander í samtali við Vísi. Eins og áður segir verða styrktartónleikarnir haldnir næsta laugardag í Iðnó, og það er stórskotalið sem mætir til leiks ásamt Alexander Jarl; Birnir, Floni, Clubdub, Daniil, Kzoba og Krabba Mane. „Ég hef þetta, ég hef rappið og kollega í rappsenunni sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þetta er í grunninn það sem hipp hopp snýst um, þó það hafi aðeins farið af brautinni,“ bætir Alexander við. „Þú færð ekki svona line-up fyrir fimm og níu annars staðar.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu. Frá mótmælum á Austurvelli, þar sem krafist hefur verið fjölskyldusameiningar á grundvelli dvalarleyfa. aðsend Búið að reyna allt annað Alexander er sjálfur fæddur og uppalinn í Vesturbæ. Hann á íslenska móður en föður frá Palestínu. „Á sama tíma og konurnar fóru út hef ég verið í auknum samskiptum við fjölskylduna mína úti. Þau spurðu mig síðan hvort þau gætu komið til Íslands. Ég fór og heimsótti ömmu mína þegar ég var sex ára á Gasa-svæðið, en síðan hef ég bara hitt hana hjá pabba mínum sem er búsettur í Bandaríkjunum.“ Alexander hefur sömuleiðis verið í sambandi við föðurbróður sinn og fjölskyldu á netinu. „Þau hef ég ekki hitt í langan tíma. Þannig að það að þau séu að hafa samband við mig en ekki aðra ættingja þýðir að það er búið að reyna allt annað,“ segir Alexander sem fékk þær upplýsingar frá yfirvöldum hér að ættingjarnir þyrftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komu, prenta það út sérstaklega og skila í frumriti. Alexander ásamt dóttur sinni Ronju, sem skírð er eftir frænku þeirra sem nú er stödd á Gasa-svæðinu.aðsend „Þau fara ekki að prenta út í flóttamannabúðum í Rafah, sem er verið að sprengja daglega.“ Til stendur að bjarga þeim ættingjum sem hafa vegabréf undir höndum. Ömmu hans Alexanders, föðurbróður, konu hans og börnum þeirra fimm. „Þau eru frá fjögurra ára og upp í sextán ára. Þau eiga öll vegabréf en svo eiga föðursystir mín, Ronja, og tvö börn ekki vegabréf. Og þá skilst mér að þær eigi í raun ekki séns. En planið er að koma þeim sem ég get yfir og það kostar einhverjar milljónir, þótt upphæðin sé óljós á þessu stigi. En þetta er byrjunin, og ef ég næ bara að safna fyrir einum þá gerum við það, eða komum þessu í hendur þeirra sem geta það úti.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Egyptaland Tónleikar á Íslandi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Þegar ég sá íslensku konurnar, sem fóru til Egyptalands og björguðu fjölskyldu þar frá Rafah, þá ákvað ég að kanna þetta. Ég heyrði í þeim og fékk upplýsingar frá fjölskyldu minni sem er stödd í Rafah. Það kemur í ljós að þetta kostar gígantískar upphæðir,“ segir Alexander í samtali við Vísi. Eins og áður segir verða styrktartónleikarnir haldnir næsta laugardag í Iðnó, og það er stórskotalið sem mætir til leiks ásamt Alexander Jarl; Birnir, Floni, Clubdub, Daniil, Kzoba og Krabba Mane. „Ég hef þetta, ég hef rappið og kollega í rappsenunni sem voru tilbúnir að gefa vinnuna sína sem ég er mjög þakklátur fyrir. Þetta er í grunninn það sem hipp hopp snýst um, þó það hafi aðeins farið af brautinni,“ bætir Alexander við. „Þú færð ekki svona line-up fyrir fimm og níu annars staðar.“ Hér má nálgast nánari upplýsingar um tónleikana og miðasölu. Frá mótmælum á Austurvelli, þar sem krafist hefur verið fjölskyldusameiningar á grundvelli dvalarleyfa. aðsend Búið að reyna allt annað Alexander er sjálfur fæddur og uppalinn í Vesturbæ. Hann á íslenska móður en föður frá Palestínu. „Á sama tíma og konurnar fóru út hef ég verið í auknum samskiptum við fjölskylduna mína úti. Þau spurðu mig síðan hvort þau gætu komið til Íslands. Ég fór og heimsótti ömmu mína þegar ég var sex ára á Gasa-svæðið, en síðan hef ég bara hitt hana hjá pabba mínum sem er búsettur í Bandaríkjunum.“ Alexander hefur sömuleiðis verið í sambandi við föðurbróður sinn og fjölskyldu á netinu. „Þau hef ég ekki hitt í langan tíma. Þannig að það að þau séu að hafa samband við mig en ekki aðra ættingja þýðir að það er búið að reyna allt annað,“ segir Alexander sem fékk þær upplýsingar frá yfirvöldum hér að ættingjarnir þyrftu að sækja um dvalarleyfi fyrir komu, prenta það út sérstaklega og skila í frumriti. Alexander ásamt dóttur sinni Ronju, sem skírð er eftir frænku þeirra sem nú er stödd á Gasa-svæðinu.aðsend „Þau fara ekki að prenta út í flóttamannabúðum í Rafah, sem er verið að sprengja daglega.“ Til stendur að bjarga þeim ættingjum sem hafa vegabréf undir höndum. Ömmu hans Alexanders, föðurbróður, konu hans og börnum þeirra fimm. „Þau eru frá fjögurra ára og upp í sextán ára. Þau eiga öll vegabréf en svo eiga föðursystir mín, Ronja, og tvö börn ekki vegabréf. Og þá skilst mér að þær eigi í raun ekki séns. En planið er að koma þeim sem ég get yfir og það kostar einhverjar milljónir, þótt upphæðin sé óljós á þessu stigi. En þetta er byrjunin, og ef ég næ bara að safna fyrir einum þá gerum við það, eða komum þessu í hendur þeirra sem geta það úti.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Egyptaland Tónleikar á Íslandi Mest lesið Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent
Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Innlent