Frá þessu er greint í tilkynningu lögreglu um verkefni næturinnar.
Lögregla handtók einnig einstakling í tengslum við þjófnað í miðborginni en sá er sagður grunaður um að dvelja ólöglega hér á landi. Þá var tilkynnt um þjófnað í póstnúmerinu 110.
Lögregla var einnig kölluð til vegna elds í gámi í póstnúmerinu 112 og voru tvö ungmenni grunuðu um íkveikjuna. Málið var unnið með aðkomu foreldra.
Í miðborginni var tilkynnt um einstaklinga sem voru til vandræða í bílastæðahúsi og þá var kvarta um ónæði sökum hávaða frá verkstæði í póstnúmerinu 104.
Ein heldur óvenjuleg beiðni barst frá ökumanni sem reyndist hafa fest bifreið sína í snjó. Um var að ræða bílaleigubíl og var viðkomandi leiðbeint með það hvernig hann gæti komið sér úr vandanum.