Völler minnist Brehme: Var HM-hetjan okkar en líka svo miklu meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 11:31 Rudi Völler og Andreas Brehme fagna saman heimsmeistaratitli Þjóðverja árið 1990. Getty/David Cannon Rudi Völler, fyrrum framherji og þjálfari þýska fótboltalandsliðsins, er einn þeirra sem hefur minnst Andreas Brehme sem lést úr hjartaáfalli aðeins 63 ára gamall. Völler og Brehme voru saman í þýska heimsmeistaraliðinu á HM á Ítalíu 1990. Völler fiskaði vítið sem Brehme skoraði sigurmarkið úr í úrslitaleiknum á móti Argentínu. Ruhe in Frieden, Andy! #RIP #Brehme | IMAGO pic.twitter.com/JfNGcZOi6v— DFB-Team (@DFB_Team) February 20, 2024 „Ég trúi þessu ekki. Fréttirnar af óvæntu fráfalli Andreas gera mig ótrúlega leiðan,“ sagði Rudi Völler sem starfar núna sem yfirmaður þýska landsliðsins. Stutt viðtal við hann birtist á heimasíðu þýska sambandsins. „Andy var HM-hetjan okkar en líka svo miklu meira. Hann var náinn vinur minn og félagi allt til dagsins í dag,“ sagði Völler. „Ég mun sakna hinnar yndislegu lífsgleði hans. Hugur minn er nú hjá fjölskyldu hans, vinum og þá sérstaklega tveimur sonum hans. Ég óska þess að þeir finni styrk,“ sagði Völler. „Andreas Brehme er einn af farsælustu og bestu fótboltamönnunum í sögu Þýskalands. Þýskur fótbolti á honum mikið að þakka. Ásamt Mario Gotze, Gerd Muller og Helmut Rahn þá er hann einn af fjórum leikmönnum sem tryggðu þjóð okkar heimsmeistaratitilinn,“ sagði Bernd Neuendorf, forseti þýska sambandsins. „Sterkar taugar hans og hversu öflugur hann var í návígi. Hann var jafnfættur með frábærar fyrirgjafir, góðar sendingar og lagði sig alltaf mikið fram. Allt þetta var hans auðkenni en gaf okkur svo mikla ánægju og líka svo margar frábærar stundir,“ sagði Neuendorf. Du bleibst unvergessen! Rudi Völler zum Tod von Andy Brehme: "Andy war unser WM-Held, aber für mich noch viel mehr - er war mein enger Freund und Begleiter bis zum heutigen Tag. Seine wunderbare Lebensfreude wird mir fehlen."Zum Nachruf: https://t.co/LK21A2LaxQ pic.twitter.com/Bg8ee5aYs4— DFB-Team (@DFB_Team) February 20, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Völler og Brehme voru saman í þýska heimsmeistaraliðinu á HM á Ítalíu 1990. Völler fiskaði vítið sem Brehme skoraði sigurmarkið úr í úrslitaleiknum á móti Argentínu. Ruhe in Frieden, Andy! #RIP #Brehme | IMAGO pic.twitter.com/JfNGcZOi6v— DFB-Team (@DFB_Team) February 20, 2024 „Ég trúi þessu ekki. Fréttirnar af óvæntu fráfalli Andreas gera mig ótrúlega leiðan,“ sagði Rudi Völler sem starfar núna sem yfirmaður þýska landsliðsins. Stutt viðtal við hann birtist á heimasíðu þýska sambandsins. „Andy var HM-hetjan okkar en líka svo miklu meira. Hann var náinn vinur minn og félagi allt til dagsins í dag,“ sagði Völler. „Ég mun sakna hinnar yndislegu lífsgleði hans. Hugur minn er nú hjá fjölskyldu hans, vinum og þá sérstaklega tveimur sonum hans. Ég óska þess að þeir finni styrk,“ sagði Völler. „Andreas Brehme er einn af farsælustu og bestu fótboltamönnunum í sögu Þýskalands. Þýskur fótbolti á honum mikið að þakka. Ásamt Mario Gotze, Gerd Muller og Helmut Rahn þá er hann einn af fjórum leikmönnum sem tryggðu þjóð okkar heimsmeistaratitilinn,“ sagði Bernd Neuendorf, forseti þýska sambandsins. „Sterkar taugar hans og hversu öflugur hann var í návígi. Hann var jafnfættur með frábærar fyrirgjafir, góðar sendingar og lagði sig alltaf mikið fram. Allt þetta var hans auðkenni en gaf okkur svo mikla ánægju og líka svo margar frábærar stundir,“ sagði Neuendorf. Du bleibst unvergessen! Rudi Völler zum Tod von Andy Brehme: "Andy war unser WM-Held, aber für mich noch viel mehr - er war mein enger Freund und Begleiter bis zum heutigen Tag. Seine wunderbare Lebensfreude wird mir fehlen."Zum Nachruf: https://t.co/LK21A2LaxQ pic.twitter.com/Bg8ee5aYs4— DFB-Team (@DFB_Team) February 20, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira