Fleiri áhorfendur á leikjum í b-deildinni en í leikjum í Bundesligunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 16:02 Stuðningsmenn Schalke 04 standa á bak við félagið sitt þó það sé nú í fallbaráttu í þýsku b-deildinni. Getty/Leon Kuegeler Helgin var söguleg í þýska fótboltanum og ekki vegna þess sem gerðist inn á vellinum heldur það sem gerðist í áhorfendastúkunum. Í fyrsta sinn í sögunni komu nefnilega fleiri áhorfendur á leiki í þýsku B-deildinni heldur komu á leikina sem fóru fram í A-deildinni, sjálfri Bundesligunni. Flestir áhorfendur á einum einstaka leik voru á leik Schalke 04 og Wehen Wiesbaden í b-deildinni en heildartölurnar voru einnig hliðhollar þýsku b-deildinni. Zum ersten Mal in der Fußball-Geschichte hatte die 2. Bundesliga an einem Spieltag mehr Zuschauer als die Bundesliga. Zu den Zuschauerzahlen: https://t.co/w05dDZqUSu pic.twitter.com/X1SUluRLRl— Die falsche 9 (@die_falsche_9) February 19, 2024 Alls komu 284.643 áhorfendur á leikina níu í b-deildinni en á sama tíma voru bara 261.099 áhorfendur á leikjunum í Bundesligunni. Alls komu 60.542 manns á Schalke 04 leikinn þar sem heimamenn unnu nauman sigur. Liðið er í fallbaráttu í b-deildinni en það vantar ekki stuðninginn. Leikurinn sem fékk næstbestu aðsóknina var líka b-deildarleikur en 52.652 manns komu á leik Herthu Berlin og Magdeburgar. Bundesligan átti leikinn með þriðju bestu aðsóknina en fimmtíu þúsund manns komu á leik FC Köln og Werder Bremen. Þetta var slakast aðsóknin á umferð í Bundesligunni síðan í kórónuveirufaraldrinum. Það skiptir auðvitað máli að risarnir Bayern München og Borussia Dortmund voru að spila á útivelli og að mörg fornfræg félög spila nú í b-deildinni. Það eru einnig í gangi mótmæli meðal þýsks knattspyrnuáhugafólks með þau áform forráðamanna þýsku deildarkeppninnar að taka inn nýja utanaðkomandi hluthafa í rekstur þýsku deildarinnar. Tennisboltar og leikfangabílar enduðu inn á vellinum í þessum mótmælum um helgina. This weekend the 2. Bundesliga attendance (284,643) was higher than the Bundesliga (261,099). Some 2. Bundesliga pictures just from this weekend, I love this league pic.twitter.com/wfh3npPk86— Danny Monk (@DanTheYid_) February 19, 2024 Þýski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira
Í fyrsta sinn í sögunni komu nefnilega fleiri áhorfendur á leiki í þýsku B-deildinni heldur komu á leikina sem fóru fram í A-deildinni, sjálfri Bundesligunni. Flestir áhorfendur á einum einstaka leik voru á leik Schalke 04 og Wehen Wiesbaden í b-deildinni en heildartölurnar voru einnig hliðhollar þýsku b-deildinni. Zum ersten Mal in der Fußball-Geschichte hatte die 2. Bundesliga an einem Spieltag mehr Zuschauer als die Bundesliga. Zu den Zuschauerzahlen: https://t.co/w05dDZqUSu pic.twitter.com/X1SUluRLRl— Die falsche 9 (@die_falsche_9) February 19, 2024 Alls komu 284.643 áhorfendur á leikina níu í b-deildinni en á sama tíma voru bara 261.099 áhorfendur á leikjunum í Bundesligunni. Alls komu 60.542 manns á Schalke 04 leikinn þar sem heimamenn unnu nauman sigur. Liðið er í fallbaráttu í b-deildinni en það vantar ekki stuðninginn. Leikurinn sem fékk næstbestu aðsóknina var líka b-deildarleikur en 52.652 manns komu á leik Herthu Berlin og Magdeburgar. Bundesligan átti leikinn með þriðju bestu aðsóknina en fimmtíu þúsund manns komu á leik FC Köln og Werder Bremen. Þetta var slakast aðsóknin á umferð í Bundesligunni síðan í kórónuveirufaraldrinum. Það skiptir auðvitað máli að risarnir Bayern München og Borussia Dortmund voru að spila á útivelli og að mörg fornfræg félög spila nú í b-deildinni. Það eru einnig í gangi mótmæli meðal þýsks knattspyrnuáhugafólks með þau áform forráðamanna þýsku deildarkeppninnar að taka inn nýja utanaðkomandi hluthafa í rekstur þýsku deildarinnar. Tennisboltar og leikfangabílar enduðu inn á vellinum í þessum mótmælum um helgina. This weekend the 2. Bundesliga attendance (284,643) was higher than the Bundesliga (261,099). Some 2. Bundesliga pictures just from this weekend, I love this league pic.twitter.com/wfh3npPk86— Danny Monk (@DanTheYid_) February 19, 2024
Þýski boltinn Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Sjá meira