Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. febrúar 2024 15:37 Meðalhraðaeftirlitið verður tekið upp á fimmtudag. Vísir/Jóhann Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að sjálfvirkt hraðaeftirlit sé ein af megin áherslum í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Þar segir einnig að hraðamyndavélar séu fyrst og fremst settar upp á köflum þar sem slys eru mörg, en einnig er lögð áhersla á að setja slíkan búnað upp í jarðgöngum til að draga úr líkum á að slys verði. Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit byggir á því að meðalhraði ökutækis sem fer tiltekna vegalengd er reiknaður út með því að deila í vegalengdina með tíma. Tvær myndavélar vinna saman fyrir hvora akstursstefnu, þar sem önnur er staðsett í byrjun kaflans en hin í enda kaflans. Teknar eru myndir af öllum ökutækjum og búnaðurinn greinir hversu lengi ökumaður var að aka á milli myndavélanna og reiknar þannig út meðalhraða ökutækisins á kaflanum. Ef útreiknaður hraði er meiri en leyfilegt er telst viðkomandi ökumaður brotlegur og eftir það sér embætti lögreglustjórans á Vesturlandi um frekari úrvinnslu og sektarboð. Í tilkynningu segir að öll gögn séu dulkóðuð og myndir af þeim sem ekki eru brotlegir eyðast sjálfkrafa í myndavélunum. Þá segir að skilti sem gefa eftirlitið til kynna hafi verið sett upp beggja vegna ganganna. Eftirlitið verður tekið í notkun á fimmtudag, þann 22. febrúar 2024. Vegagerðin ber ábyrgð á tæknilegri framkvæmd eftirlitsins, en Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á úrvinnslu og innheimtu sekta. Hvalfjarðargöng Hvalfjarðarsveit Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Taka upp sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit í Dýrafjarðargöngum Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit verður tekið upp í Dýrafjarðargöngum á fimmtudaginn. Markmið eftirlitsins er að auka umferðaröryggi. 21. nóvember 2023 11:00 Fjöldi nýrra skilta verði tekin í notkun Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur gert drög af reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra. Hópurinn leggur meðal annars til að tekin verði upp rúmlega fimmtíu ný umferðarmerki, tæplega tuttugu nýjar yfirborðsmerkingar og tvenn ný umferðarljós. 20. júlí 2022 15:46 Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01 Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt. 13. nóvember 2021 07:00 Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að sjálfvirkt hraðaeftirlit sé ein af megin áherslum í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Þar segir einnig að hraðamyndavélar séu fyrst og fremst settar upp á köflum þar sem slys eru mörg, en einnig er lögð áhersla á að setja slíkan búnað upp í jarðgöngum til að draga úr líkum á að slys verði. Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit byggir á því að meðalhraði ökutækis sem fer tiltekna vegalengd er reiknaður út með því að deila í vegalengdina með tíma. Tvær myndavélar vinna saman fyrir hvora akstursstefnu, þar sem önnur er staðsett í byrjun kaflans en hin í enda kaflans. Teknar eru myndir af öllum ökutækjum og búnaðurinn greinir hversu lengi ökumaður var að aka á milli myndavélanna og reiknar þannig út meðalhraða ökutækisins á kaflanum. Ef útreiknaður hraði er meiri en leyfilegt er telst viðkomandi ökumaður brotlegur og eftir það sér embætti lögreglustjórans á Vesturlandi um frekari úrvinnslu og sektarboð. Í tilkynningu segir að öll gögn séu dulkóðuð og myndir af þeim sem ekki eru brotlegir eyðast sjálfkrafa í myndavélunum. Þá segir að skilti sem gefa eftirlitið til kynna hafi verið sett upp beggja vegna ganganna. Eftirlitið verður tekið í notkun á fimmtudag, þann 22. febrúar 2024. Vegagerðin ber ábyrgð á tæknilegri framkvæmd eftirlitsins, en Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á úrvinnslu og innheimtu sekta.
Hvalfjarðargöng Hvalfjarðarsveit Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Taka upp sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit í Dýrafjarðargöngum Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit verður tekið upp í Dýrafjarðargöngum á fimmtudaginn. Markmið eftirlitsins er að auka umferðaröryggi. 21. nóvember 2023 11:00 Fjöldi nýrra skilta verði tekin í notkun Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur gert drög af reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra. Hópurinn leggur meðal annars til að tekin verði upp rúmlega fimmtíu ný umferðarmerki, tæplega tuttugu nýjar yfirborðsmerkingar og tvenn ný umferðarljós. 20. júlí 2022 15:46 Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01 Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt. 13. nóvember 2021 07:00 Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Sjá meira
Taka upp sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit í Dýrafjarðargöngum Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit verður tekið upp í Dýrafjarðargöngum á fimmtudaginn. Markmið eftirlitsins er að auka umferðaröryggi. 21. nóvember 2023 11:00
Fjöldi nýrra skilta verði tekin í notkun Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur gert drög af reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra. Hópurinn leggur meðal annars til að tekin verði upp rúmlega fimmtíu ný umferðarmerki, tæplega tuttugu nýjar yfirborðsmerkingar og tvenn ný umferðarljós. 20. júlí 2022 15:46
Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01
Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt. 13. nóvember 2021 07:00
Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03