Taka upp meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngum Lovísa Arnardóttir skrifar 20. febrúar 2024 15:37 Meðalhraðaeftirlitið verður tekið upp á fimmtudag. Vísir/Jóhann Á fimmtudag verður tekið í notkun meðalhraðaeftirlit í Hvalfjarðargöngunum. Hámarkshraði í Hvalfjarðargöngunum er 70 kílómetrar á klukkustund. Samskonar meðalhraðaeftirlit er að finna í göngum á milli Neskaupstaðar og Eskifjarðar og í Dýrafjarðargöngum. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að sjálfvirkt hraðaeftirlit sé ein af megin áherslum í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Þar segir einnig að hraðamyndavélar séu fyrst og fremst settar upp á köflum þar sem slys eru mörg, en einnig er lögð áhersla á að setja slíkan búnað upp í jarðgöngum til að draga úr líkum á að slys verði. Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit byggir á því að meðalhraði ökutækis sem fer tiltekna vegalengd er reiknaður út með því að deila í vegalengdina með tíma. Tvær myndavélar vinna saman fyrir hvora akstursstefnu, þar sem önnur er staðsett í byrjun kaflans en hin í enda kaflans. Teknar eru myndir af öllum ökutækjum og búnaðurinn greinir hversu lengi ökumaður var að aka á milli myndavélanna og reiknar þannig út meðalhraða ökutækisins á kaflanum. Ef útreiknaður hraði er meiri en leyfilegt er telst viðkomandi ökumaður brotlegur og eftir það sér embætti lögreglustjórans á Vesturlandi um frekari úrvinnslu og sektarboð. Í tilkynningu segir að öll gögn séu dulkóðuð og myndir af þeim sem ekki eru brotlegir eyðast sjálfkrafa í myndavélunum. Þá segir að skilti sem gefa eftirlitið til kynna hafi verið sett upp beggja vegna ganganna. Eftirlitið verður tekið í notkun á fimmtudag, þann 22. febrúar 2024. Vegagerðin ber ábyrgð á tæknilegri framkvæmd eftirlitsins, en Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á úrvinnslu og innheimtu sekta. Hvalfjarðargöng Hvalfjarðarsveit Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Taka upp sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit í Dýrafjarðargöngum Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit verður tekið upp í Dýrafjarðargöngum á fimmtudaginn. Markmið eftirlitsins er að auka umferðaröryggi. 21. nóvember 2023 11:00 Fjöldi nýrra skilta verði tekin í notkun Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur gert drög af reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra. Hópurinn leggur meðal annars til að tekin verði upp rúmlega fimmtíu ný umferðarmerki, tæplega tuttugu nýjar yfirborðsmerkingar og tvenn ný umferðarljós. 20. júlí 2022 15:46 Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01 Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt. 13. nóvember 2021 07:00 Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að sjálfvirkt hraðaeftirlit sé ein af megin áherslum í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda. Þar segir einnig að hraðamyndavélar séu fyrst og fremst settar upp á köflum þar sem slys eru mörg, en einnig er lögð áhersla á að setja slíkan búnað upp í jarðgöngum til að draga úr líkum á að slys verði. Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit byggir á því að meðalhraði ökutækis sem fer tiltekna vegalengd er reiknaður út með því að deila í vegalengdina með tíma. Tvær myndavélar vinna saman fyrir hvora akstursstefnu, þar sem önnur er staðsett í byrjun kaflans en hin í enda kaflans. Teknar eru myndir af öllum ökutækjum og búnaðurinn greinir hversu lengi ökumaður var að aka á milli myndavélanna og reiknar þannig út meðalhraða ökutækisins á kaflanum. Ef útreiknaður hraði er meiri en leyfilegt er telst viðkomandi ökumaður brotlegur og eftir það sér embætti lögreglustjórans á Vesturlandi um frekari úrvinnslu og sektarboð. Í tilkynningu segir að öll gögn séu dulkóðuð og myndir af þeim sem ekki eru brotlegir eyðast sjálfkrafa í myndavélunum. Þá segir að skilti sem gefa eftirlitið til kynna hafi verið sett upp beggja vegna ganganna. Eftirlitið verður tekið í notkun á fimmtudag, þann 22. febrúar 2024. Vegagerðin ber ábyrgð á tæknilegri framkvæmd eftirlitsins, en Ríkislögreglustjóri ber ábyrgð á úrvinnslu og innheimtu sekta.
Hvalfjarðargöng Hvalfjarðarsveit Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Jarðgöng á Íslandi Tengdar fréttir Taka upp sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit í Dýrafjarðargöngum Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit verður tekið upp í Dýrafjarðargöngum á fimmtudaginn. Markmið eftirlitsins er að auka umferðaröryggi. 21. nóvember 2023 11:00 Fjöldi nýrra skilta verði tekin í notkun Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur gert drög af reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra. Hópurinn leggur meðal annars til að tekin verði upp rúmlega fimmtíu ný umferðarmerki, tæplega tuttugu nýjar yfirborðsmerkingar og tvenn ný umferðarljós. 20. júlí 2022 15:46 Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01 Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt. 13. nóvember 2021 07:00 Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Taka upp sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit í Dýrafjarðargöngum Sjálfvirkt meðalhraðaeftirlit verður tekið upp í Dýrafjarðargöngum á fimmtudaginn. Markmið eftirlitsins er að auka umferðaröryggi. 21. nóvember 2023 11:00
Fjöldi nýrra skilta verði tekin í notkun Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins hefur gert drög af reglugerð um umferðamerki og notkun þeirra. Hópurinn leggur meðal annars til að tekin verði upp rúmlega fimmtíu ný umferðarmerki, tæplega tuttugu nýjar yfirborðsmerkingar og tvenn ný umferðarljós. 20. júlí 2022 15:46
Byltingarkenndar meðalhraðamyndavélar ófullkomnar en dekka stærra svæði Tímamót verða í umferðareftirliti á Íslandi á morgun þegar lögregla byrjar að sekta fyrir of háan meðalhraða bifreiða í fyrsta skipti. Sektakerfið er einfalt þó þar sé örlítil gloppa sem óprútnir aðilar geta nýtt sér. 15. nóvember 2021 22:01
Meðalhraðaeftirlit tekið í notkun í næstu viku Meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á hádegi á þriðjudag samkvæmt frétt á heimasíðu Vegagerðarinnar. Þetta er í fyrsta skipti á Íslandi þar sem meðalhraði á milli tveggja punkta er mældur á sjálfvirkan hátt. 13. nóvember 2021 07:00
Meðalhraðaeftirlit tekið í gagnið á tveimur vegaköflum á landinu á þriðjudag Svokallað meðalhraðaeftirlit verður tekið í notkun á Grindavíkurvegi og í Norðfjarðargöngum á hádegi næstkomandi þriðjudag. Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem sú aðferð verður notuð, það er að reikna út meðalhraða bifreiða á milli tveggja punkta á sjálfvirkan hátt. 12. nóvember 2021 13:03