Rýnir í leið Bjarna til að halda Guðlaugi frá formennsku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2024 17:25 Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson voru gestir Pallborðsins á Vísi árið 2022 í aðdraganda kosningaslags um formann Sjálfstæðisflokksins. Bjarni hafði betur en Guðlaugur þótti minna vel á sterka stöðu sína innan flokksins. Vísir/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir forystukreppu blasa við Sjálfstæðisflokknum þegar Bjarni Benediktsson formaður flokksins kveður stjórnmálin eins og flokksmenn virðist telja að verði á næstunni. Þrír kandídatar séu fyrir löngu komnir í formannsstellingar og safni liði. Í færslu á Facebook nefnir Össur til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Össur Skarphéðinsson er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og hér með fyrrverandi þingmönnum. Nokkur hiti er í flokk hans þessa dagana í tengslum við umræðu um útlendingamál. Hvort það sé tilefni þess að Össur beini sjónum sínum að Sjálfstæðisflokknum skal ósagt látið.Vísir/Vilhelm „Áslaug Arna varð kornung dómsmálaráðherra og flokksmenn töldu hana standa sig vel. Það gustaði oft af henni en einhvern veginn hefur hún týnst í því sérkennilega ráðuneyti sem búið var til í kringum hana og verður vitaskuld lagt niður daginn sem Sjálfstæðisflokkurinn fer úr ríkisstjórn. Hún er enginn aukvisi einsog kom vel fram í prófkjörinu við Guðlaug Þór þar sem hún tapaði með innan við hundrað atkvæði,“ segir Össur. Áslaug Arna og Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Viðskipta hjá Morgunblaðinu, á þorrablóti Fram á dögunum. Kristinn Steinn Baráttan um Reykjavík varð hörð sem sást meðal annars á því að liðsmenn Guðlaugs Þórs sökuðu bróður Áslaugar Örnu um græsku, sem ekki reyndist fótur fyrir, og Guðlaugur Þór hélt umtalaða sigurræðu þar sem hann vísaði til þess að aðilar hefðu unnið gegn framboðinu. Vísaði hann þar greinilega til stuðningsfólks Áslaugar Örnu. „Þórdís Kolbrún þótti „safe pair of hands“ í flokknum, en margir, m.a. innmúraðir Sjálfstæðismenn, veltu fyrir sér stjórnvisku hennar þegar hún lét Ísland eina þjóða de facto slíta stjórnmálasambandi við Rússland. Það var mér líka óskiljanleg ákvörðun og lexían, sem Lars Lökke utanríkisráðherra Dana, gaf henni í Mogganum af því tilefni er minnisstæð,“ segir Össur. Sá danski sagði mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman í slíkum ákvörðunum. Það gagnaðist hvorki Norðurlöndunum né Rússum að slíta stjórnmálasambandi. Síðastan nefnir Össur til sögunnar Guðlaug Þór. „Guðlaugur Þór er í dag helsti „survivor“ íslenskra stjórnmála. Hann lifði af ályktun gegn sér á landsfundi um árið sem Davíðsvængurinn stóð að baki, er bardagahundur að upplagi og hefur stöðugt vaxið sem stjórnmálamaður eftir að honum tókst að kasta af pirringsham hins pólitíska skæruliða sem einkenndi hann lengi eftir að honum skolaði inn á þing úr þrasgjörnum minnihluta í borginni,“ segir Össur. Guðlaugur Þór og Bjarni á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. „Guðlaugur Þór hefur þann djöful að draga að það eina sem sameinar Bjarna og ritstjóra Morgunblaðsins er að koma í veg fyrir að hann verði nokkru sinni formaður Sjálfstæðisflokksins. Don´t ask me why. Guðlaugur Þór er hins vegar vinmargur, ræður flokknum í Reykjavík, og mjög líklegt að hann sigri formannskjör kljúfi stöllurnar andstöðuna við hann með því að fara báðar fram.“ Össur segir loftslagsráðherrann tekinn að vígbúast og vísar til þess að hann hafi þegar skipt út óæskilegu fólki í valdastöðum í Reykjavík til að koma í veg fyrir vélabrögð úr Valhöll, sem honum sé vitaskuld andsnúin. „Bjarni hefur hins vegar smurt Þórdísi Kolbrúnu til arftöku með því að lyfta henni í varaformennsku og láta hana taka við fjármálaráðuneytinu. Það var vitaskuld ákveðið í uppphafi kjörtímabilsins þó Íslandsbankaklúðrið hafi flýtt dagsetningunni,“ segir Össur. Vísar hann þar til stólaskipta Bjarna og Þórdísar Kolbrúnar vegna álits umboðsmanns Alþingis á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni steig til hliðar sem fjármálaráðherra og skipti í framhaldinu um ráðherrastól við Þórdísi Kolbrúnu og varð utanríkisráðherra. „Hann skilur mæta vel að ef þau fara öll þrjú fram sigrar Guðlaugur næsta örugglega. Bjarni hefur því efalítið lagt fast að Áslaugu Örnu að hafa sig hæga og styðja Þórdísi Kolbrúnu. Það er eina hugsanlega leiðin sem hin „innmúruðu og innvígðu“ hafa til að stoppa Guðlaug,“ segir Össur. Áslaug Arna sé að springa úr metnaði, sem sé kostur, heppilega áflogasækin, ung en samt með mikla reynslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður 34 ára á árinu. Nægur tími til formennsku síðar meir, eða hvað?Vísir/Vilhelm „Hún hefur líklega bestu ráðgjafana og hlustar greinilega á þá. Úr sófanum á Vestó sýnist manni hún hafa alla burði til að geta rifið Sjálfstæðisflokkinn upp í stjórnarandstöðunni, sem óhjákvæmilega bíður hans á næsta kjörtímabili.“ Þó sé líklegt að á endanum láti Áslaug Arna kjafta sig inná að halda sig til hlés – og styðja Þórdísi Kolbrúnu. „Rökin sem að henni verður haldið er að hún sé svo ung að hún eigi alltaf annan séns seinna. Þó er það svo að sagan fer oft framhjá þeim sem ekki taka stökkið þegar glufan myndast. Þeir brenna fljótt upp einsog vígahnettir í hröðum flaumi fjölmiðlanna, og enda sem efnileg „has beens“ hjá Gísla Marteini upp á punt. Sjálfur hafði ég aldrei neitt plan en stökk í allar glufur, og var ekki hræddur við að fá högg á trýnið.“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gæti verið leiðtogaefni í flokknum að mati Össurar.Vísir/Vilhelm Að lokum nefnir Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem var meðal gesta Silfursins seint í gærkvöldi á RÚV. „Hún var ansi vösk, kjaftfor án þess að vera dónaleg og nógu ófyrirleitin til að heimta afsökunarbeiðni frá Samfylkingunni fyrir klúður Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Hún sýndi satt að segja fágæta hæfileika til að verja vondan málstað. Er Hildur kanski leiðtogaefnið?“ Að neðan má sjá Pallborðið frá 2022 þegar Bjarni og Guðlaugur Þór buðu fram krafta sína til formanns flokksins. Færslu Össurar má lesa í heild sinni hér að neðan: Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Í færslu á Facebook nefnir Össur til sögunnar Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur fjármála- og efnahagsráðherra og varaformann flokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og Guðlaug Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Össur Skarphéðinsson er fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og hér með fyrrverandi þingmönnum. Nokkur hiti er í flokk hans þessa dagana í tengslum við umræðu um útlendingamál. Hvort það sé tilefni þess að Össur beini sjónum sínum að Sjálfstæðisflokknum skal ósagt látið.Vísir/Vilhelm „Áslaug Arna varð kornung dómsmálaráðherra og flokksmenn töldu hana standa sig vel. Það gustaði oft af henni en einhvern veginn hefur hún týnst í því sérkennilega ráðuneyti sem búið var til í kringum hana og verður vitaskuld lagt niður daginn sem Sjálfstæðisflokkurinn fer úr ríkisstjórn. Hún er enginn aukvisi einsog kom vel fram í prófkjörinu við Guðlaug Þór þar sem hún tapaði með innan við hundrað atkvæði,“ segir Össur. Áslaug Arna og Gísli Freyr Valdórsson, ritstjóri Viðskipta hjá Morgunblaðinu, á þorrablóti Fram á dögunum. Kristinn Steinn Baráttan um Reykjavík varð hörð sem sást meðal annars á því að liðsmenn Guðlaugs Þórs sökuðu bróður Áslaugar Örnu um græsku, sem ekki reyndist fótur fyrir, og Guðlaugur Þór hélt umtalaða sigurræðu þar sem hann vísaði til þess að aðilar hefðu unnið gegn framboðinu. Vísaði hann þar greinilega til stuðningsfólks Áslaugar Örnu. „Þórdís Kolbrún þótti „safe pair of hands“ í flokknum, en margir, m.a. innmúraðir Sjálfstæðismenn, veltu fyrir sér stjórnvisku hennar þegar hún lét Ísland eina þjóða de facto slíta stjórnmálasambandi við Rússland. Það var mér líka óskiljanleg ákvörðun og lexían, sem Lars Lökke utanríkisráðherra Dana, gaf henni í Mogganum af því tilefni er minnisstæð,“ segir Össur. Sá danski sagði mikilvægt að Norðurlöndin stæðu saman í slíkum ákvörðunum. Það gagnaðist hvorki Norðurlöndunum né Rússum að slíta stjórnmálasambandi. Síðastan nefnir Össur til sögunnar Guðlaug Þór. „Guðlaugur Þór er í dag helsti „survivor“ íslenskra stjórnmála. Hann lifði af ályktun gegn sér á landsfundi um árið sem Davíðsvængurinn stóð að baki, er bardagahundur að upplagi og hefur stöðugt vaxið sem stjórnmálamaður eftir að honum tókst að kasta af pirringsham hins pólitíska skæruliða sem einkenndi hann lengi eftir að honum skolaði inn á þing úr þrasgjörnum minnihluta í borginni,“ segir Össur. Guðlaugur Þór og Bjarni á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. „Guðlaugur Þór hefur þann djöful að draga að það eina sem sameinar Bjarna og ritstjóra Morgunblaðsins er að koma í veg fyrir að hann verði nokkru sinni formaður Sjálfstæðisflokksins. Don´t ask me why. Guðlaugur Þór er hins vegar vinmargur, ræður flokknum í Reykjavík, og mjög líklegt að hann sigri formannskjör kljúfi stöllurnar andstöðuna við hann með því að fara báðar fram.“ Össur segir loftslagsráðherrann tekinn að vígbúast og vísar til þess að hann hafi þegar skipt út óæskilegu fólki í valdastöðum í Reykjavík til að koma í veg fyrir vélabrögð úr Valhöll, sem honum sé vitaskuld andsnúin. „Bjarni hefur hins vegar smurt Þórdísi Kolbrúnu til arftöku með því að lyfta henni í varaformennsku og láta hana taka við fjármálaráðuneytinu. Það var vitaskuld ákveðið í uppphafi kjörtímabilsins þó Íslandsbankaklúðrið hafi flýtt dagsetningunni,“ segir Össur. Vísar hann þar til stólaskipta Bjarna og Þórdísar Kolbrúnar vegna álits umboðsmanns Alþingis á sölunni á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Bjarni steig til hliðar sem fjármálaráðherra og skipti í framhaldinu um ráðherrastól við Þórdísi Kolbrúnu og varð utanríkisráðherra. „Hann skilur mæta vel að ef þau fara öll þrjú fram sigrar Guðlaugur næsta örugglega. Bjarni hefur því efalítið lagt fast að Áslaugu Örnu að hafa sig hæga og styðja Þórdísi Kolbrúnu. Það er eina hugsanlega leiðin sem hin „innmúruðu og innvígðu“ hafa til að stoppa Guðlaug,“ segir Össur. Áslaug Arna sé að springa úr metnaði, sem sé kostur, heppilega áflogasækin, ung en samt með mikla reynslu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir verður 34 ára á árinu. Nægur tími til formennsku síðar meir, eða hvað?Vísir/Vilhelm „Hún hefur líklega bestu ráðgjafana og hlustar greinilega á þá. Úr sófanum á Vestó sýnist manni hún hafa alla burði til að geta rifið Sjálfstæðisflokkinn upp í stjórnarandstöðunni, sem óhjákvæmilega bíður hans á næsta kjörtímabili.“ Þó sé líklegt að á endanum láti Áslaug Arna kjafta sig inná að halda sig til hlés – og styðja Þórdísi Kolbrúnu. „Rökin sem að henni verður haldið er að hún sé svo ung að hún eigi alltaf annan séns seinna. Þó er það svo að sagan fer oft framhjá þeim sem ekki taka stökkið þegar glufan myndast. Þeir brenna fljótt upp einsog vígahnettir í hröðum flaumi fjölmiðlanna, og enda sem efnileg „has beens“ hjá Gísla Marteini upp á punt. Sjálfur hafði ég aldrei neitt plan en stökk í allar glufur, og var ekki hræddur við að fá högg á trýnið.“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, gæti verið leiðtogaefni í flokknum að mati Össurar.Vísir/Vilhelm Að lokum nefnir Össur til sögunnar nokkuð óvæntan fjórða möguleika í leiðtoga hjá flokknum. Hildi Sverrisdóttur þingsflokksformann Sjálfstæðisflokksins sem var meðal gesta Silfursins seint í gærkvöldi á RÚV. „Hún var ansi vösk, kjaftfor án þess að vera dónaleg og nógu ófyrirleitin til að heimta afsökunarbeiðni frá Samfylkingunni fyrir klúður Sjálfstæðisflokksins í útlendingamálum. Hún sýndi satt að segja fágæta hæfileika til að verja vondan málstað. Er Hildur kanski leiðtogaefnið?“ Að neðan má sjá Pallborðið frá 2022 þegar Bjarni og Guðlaugur Þór buðu fram krafta sína til formanns flokksins. Færslu Össurar má lesa í heild sinni hér að neðan:
Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira