Hinn körfuboltastrákurinn dó líka eftir hnífaárásina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 10:31 Artem Kozachenko lék með nítján ára liði ART Giants Düsseldorf. @artgiants Hnífstunguárásin á ungu úkraínsku körfuboltastrákana úr ART Giants Düsseldorf liðinu kostaði þá á endanum lífið. Liðsfélagarnir voru staddir með félagsliði sínu í keppnisferð í þýsku borginni Oberhausen þegar hópur réðst á þá með hnífa á lofti. Volodymyr Yermakov lést strax eftir árásina en liðsfélagi hans Artem Kozachenko lá í lífshættu á sjúkrahúsi. Hann lést af sárum sínum tæpri viku síðar. Félagið greindi frá þessu á miðlum sínum og minntist góðra félaga. Báðir voru þeir átján ára körfuboltamenn frá Úkraínu sem höfðu flúið stríðið í heimalandinu og fengið griðastað hjá þýska körfuboltafélaginu í Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants) Yermakov lést strax af sárum sínum en Kozachenko barðist fyrir lífi sínu í gjörgæslu í næstum því heila viku. Vonir voru um að Yermakov myndi lifa af árásina en ástand hans versnaði skyndilega og á endanum gátu læknar ekkert gert til að bjarga honum. Úkraínumenn halda því fram að árásin sé tengd innrás Rússa í Úkraínu en rannsókn lögreglu stendur yfir. Strákarnir léku með nítján ára liði félagsins og ART Giants minnist þeirra á miðlum sínum. „Eins og með Vova, þá var hinn átján ára gamli Úkraínumaður Artem mikilvægur hluti af nítján ára liði okkar. Við erum í miklu áfalli, syrgjum saman og þurfum að kveðja annan efnilegan körfuboltamann úr okkar röðum. Eins og með Vova þá var Artem einstaklega vinsæll liðsfélagi sem og hjá þjálfurum og vinum. Allir hafa bara jákvæða hluti að segja um hann. Auk þess að vera hæfileikaríkur og agaður við körfuboltaæfingarnar þá var Artem skemmtileg, húmorísk og fordómalaus manneskja. Artem og Vova voru miklir vinir og sýndu með því mikilvægi mannlegra tengsla og hversu dýrmætt gott samfélag er í okkar lífi,“ segir í minningarorðum um þá félaga á miðlum ART Giants Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants) Þýski körfuboltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Liðsfélagarnir voru staddir með félagsliði sínu í keppnisferð í þýsku borginni Oberhausen þegar hópur réðst á þá með hnífa á lofti. Volodymyr Yermakov lést strax eftir árásina en liðsfélagi hans Artem Kozachenko lá í lífshættu á sjúkrahúsi. Hann lést af sárum sínum tæpri viku síðar. Félagið greindi frá þessu á miðlum sínum og minntist góðra félaga. Báðir voru þeir átján ára körfuboltamenn frá Úkraínu sem höfðu flúið stríðið í heimalandinu og fengið griðastað hjá þýska körfuboltafélaginu í Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants) Yermakov lést strax af sárum sínum en Kozachenko barðist fyrir lífi sínu í gjörgæslu í næstum því heila viku. Vonir voru um að Yermakov myndi lifa af árásina en ástand hans versnaði skyndilega og á endanum gátu læknar ekkert gert til að bjarga honum. Úkraínumenn halda því fram að árásin sé tengd innrás Rússa í Úkraínu en rannsókn lögreglu stendur yfir. Strákarnir léku með nítján ára liði félagsins og ART Giants minnist þeirra á miðlum sínum. „Eins og með Vova, þá var hinn átján ára gamli Úkraínumaður Artem mikilvægur hluti af nítján ára liði okkar. Við erum í miklu áfalli, syrgjum saman og þurfum að kveðja annan efnilegan körfuboltamann úr okkar röðum. Eins og með Vova þá var Artem einstaklega vinsæll liðsfélagi sem og hjá þjálfurum og vinum. Allir hafa bara jákvæða hluti að segja um hann. Auk þess að vera hæfileikaríkur og agaður við körfuboltaæfingarnar þá var Artem skemmtileg, húmorísk og fordómalaus manneskja. Artem og Vova voru miklir vinir og sýndu með því mikilvægi mannlegra tengsla og hversu dýrmætt gott samfélag er í okkar lífi,“ segir í minningarorðum um þá félaga á miðlum ART Giants Düsseldorf. View this post on Instagram A post shared by ART Giants Du sseldorf (@artgiants)
Þýski körfuboltinn Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum