Tuchel segir af sér eftir tímabilið Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. febrúar 2024 09:47 Tomas Tuchel hefur ekki vegnað vel í starfi og mun segja af sér eftir tímabilið DeFodi Images via Getty Images) Tomas Tuchel mun segja af sér sem þjálfari Bayern München að tímabilinu loknu. SkySport í Þýskalandi greindi fyrst frá. Tilkynning frá félaginu barst svo rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin sé sameiginleg að rifta samningi Tuchel þann 30. júní 2024, ári áður en hann hefði runnið út. Neuausrichtung zur neuen Saison: FC Bayern und Thomas Tuchel beenden Zusammenarbeit im Sommer.🔗 https://t.co/yDLnsnMtfR— FC Bayern München (@FCBayern) February 21, 2024 „Markmið okkar er að sækja á önnur mið á næsta tímabili, þangað til verða allir hjá félaginu að taka höndum saman og gera eins gott úr þessu tímabili og mögulegt er. Ég tel liðið sjálft ábyrgt fyrir því, sérstaklega í Meistaradeildinni, eftir 1-0 tap í fyrri viðureigninni er ég sannfærður um að við munum snúa skipinu við á heimavelli og halda áfram í 8-liða úrslit“ sagði Jan Christian-Dreesen, forseti Bayern, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ákveðið að rifta samningnum eftir tímabilið. Þangað til mun ég, að sjálfsögðu, gera allt sem ég get ásamt þjálfarateyminu til að ná fram hámarksárangri“ sagði Tomas Tuchel. Tuchel var ráðinn til starfa í mars á síðasta ári, hann tók við af Julian Nagelsmann, sem þótti ekki standa fyrir gildum Bayern München. Tuchel stýrði liðinu til sigurs í þýsku deildinni, með góðri hjálp frá Borussia Dortmund. Á þessu tímabili hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum. Ellefu tímabila titlahrinu í deildinni virðist vera að ljúka en Bayern er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Leverkusen í efsta sætinu. Félagið datt úr bikarnum og er sem stendur 1-0 undir gegn Lazio eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hver það verður sem tekur við starfinu er enn óljóst. Þýski boltinn Tengdar fréttir Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01 Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sjá meira
SkySport í Þýskalandi greindi fyrst frá. Tilkynning frá félaginu barst svo rétt í þessu. Þar segir að ákvörðunin sé sameiginleg að rifta samningi Tuchel þann 30. júní 2024, ári áður en hann hefði runnið út. Neuausrichtung zur neuen Saison: FC Bayern und Thomas Tuchel beenden Zusammenarbeit im Sommer.🔗 https://t.co/yDLnsnMtfR— FC Bayern München (@FCBayern) February 21, 2024 „Markmið okkar er að sækja á önnur mið á næsta tímabili, þangað til verða allir hjá félaginu að taka höndum saman og gera eins gott úr þessu tímabili og mögulegt er. Ég tel liðið sjálft ábyrgt fyrir því, sérstaklega í Meistaradeildinni, eftir 1-0 tap í fyrri viðureigninni er ég sannfærður um að við munum snúa skipinu við á heimavelli og halda áfram í 8-liða úrslit“ sagði Jan Christian-Dreesen, forseti Bayern, í tilkynningu félagsins. „Við höfum ákveðið að rifta samningnum eftir tímabilið. Þangað til mun ég, að sjálfsögðu, gera allt sem ég get ásamt þjálfarateyminu til að ná fram hámarksárangri“ sagði Tomas Tuchel. Tuchel var ráðinn til starfa í mars á síðasta ári, hann tók við af Julian Nagelsmann, sem þótti ekki standa fyrir gildum Bayern München. Tuchel stýrði liðinu til sigurs í þýsku deildinni, með góðri hjálp frá Borussia Dortmund. Á þessu tímabili hefur hins vegar allt gengið á afturfótunum. Ellefu tímabila titlahrinu í deildinni virðist vera að ljúka en Bayern er sem stendur í öðru sæti deildarinnar, átta stigum á eftir Leverkusen í efsta sætinu. Félagið datt úr bikarnum og er sem stendur 1-0 undir gegn Lazio eftir fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Hver það verður sem tekur við starfinu er enn óljóst.
Þýski boltinn Tengdar fréttir Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01 Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27 Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Körfubolti Fleiri fréttir „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sjá meira
Solskjær gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri ef Tuchel verður rekinn Þýska stórveldið Bayern München íhugar nú að fá Ole Gunnar Solskjær, fyrrum leikmann og þjálfara Manchester United, sem bráðabirgðastjóra liðsins ef félagið ákveður að reka Thomas Tuchel, núverandi stjóra liðsins. 21. febrúar 2024 07:01
Bayern missteig sig í toppbaráttunni Þýskalandsmeistarar Bayern München máttu þola 0-1 tap á heimavelli er liðið tók á móti Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. 21. janúar 2024 16:27